Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Við hvert ferðalag vex ég sem manneskja

Þór­ir Snær Hjalta­son fædd­ist um alda­mót­in og er þess vegna að verða 24 ára á þessu ári. Hann hef­ur ferð­ast víða og bú­ið bæði á Ís­landi og í Banda­ríkj­un­um. Í hvert skipti sem hann ferð­ast finnst hon­um hann víkka sjón­deild­ar­hring­inn sinn og vaxa sem mann­eskja.

Við hvert ferðalag vex ég sem manneskja
Þórir Snær Hjaltason Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Ég heiti Þórir Snær Hjaltason og við erum í Corner market í Aðalstræti. Ég vinn við sölu og dreifingu hjá samlokufyrirtæki og ákveð hversu margar samlokur fara í búðirnar. Í dag er einn bílstjóri veikur svo ég hljóp í skarðið eldsnemma í morgun með sendinguna. Vanalega sit ég við tölvu og horfi á tölur. Ég er frekar nýbyrjaður og mér finnst þetta bara mjög gaman.

Ég útskrifaðist í desember úr stjórnmála- og viðskiptafræði í háskólanum með stjórnmál sem aðalgrein og viðskipti sem auka. Það skemmtilegasta við námið var að fara í skiptinám til Seattle í Bandaríkjunum. Námið var þrisvar sinnum erfiðara en hérna heima en það fékk mann til þess að þurfa og vilja læra meira. Ég myndi segja að ég hafi lært meira á þessari einu önn í University of Washington en öll árin hérna heima. 

Það er mikill menningarmunur á Íslandi og Bandaríkjunum, sérstaklega í djamminu en allt djammið þar snerist í kringum íþróttir. Ef það var partí var það eftir leik. Það var ekkert svo óhugnanlegt að flytja út því ég bjó í Bandaríkjunum mjög lengi, frá tveggja til níu ára aldurs í Connecticut. Bandaríkin hafa alltaf verið mitt annað heimili. 

„Svo kom ég hingað í fjórða bekk og þá eru allir að segja fokk og piss og eitthvað svona í skólanum.“

Það var meira menningarsjokk að koma níu ára aftur til Íslands, sérstaklega hvað skólakerfið varðar. Það var svo mikill agi í skólanum úti. Ef þú réttir upp hönd máttir þú ekki yrða á neinn fyrr en á þig var bent og þér sagt að þú mættir tala. Maður bar virðingu fyrir öllum kennurum og ef maður blótaði bara smá var maður sendur til skólastjórans. Svo kom ég hingað í fjórða bekk og þá eru allir að segja fokk og piss og eitthvað svona í skólanum. Ég vissi ekki hvað sneri upp né niður þegar ég kom hingað sem krakki. En við vorum alltaf með mjög sterka tengingu við Ísland. Við fórum alltaf heim á sumrin í þrjá mánuði og mér leið alltaf vel hér. Ég aðlagaðist mjög hratt eftir að ég flutti og eignaðist góða vini. 

Sem betur fer kynntist ég ekki miklum stjórnmálaóróa í Bandaríkjunum þegar ég var þar í skiptinámi. Ég ákvað að fara á stað sem er frekar einsleitur pólitískt séð. Washington er mjög blátt ríki og Seattle er ein bláasta borg í Bandaríkjunum. Ég fann ekki þessa togstreitu þar sem er víða um Bandaríkin. Ég held að þar séu svæði annaðhvort mjög rauð eða mjög blá, þannig að innan ákveðinna svæða er ekki það mikil togstreita, nema auðvitað í sveiflu-ríkjunum. Þar er meiri togstreita á milli svæða. 

En ég held að eins og núna með stríðið í Palestínu þá er það ekki eins svart-hvítt út frá því hvort þú sért repúblikani eða demókrati. Það er fullt af demókrötum sem styðja Ísrael en líka fullt af demókrötum sem styðja Palestínu og ég get ímyndað mér að togstreitan sé að aukast, sérstaklega innan Demókrataflokksins. Því það er mikið af eldri demókrötum sem styðja Ísrael mjög mikið og yngri demókratar sem gera það alls ekki. Ég hef ekkert heyrt frá vinum mínum úti en ég ímynda mér að stemningin sé frekar spennuþrungin, sérstaklega hvað þetta málefni varðar, ólíkt á Íslandi þar sem einhver segist styðja Palestínu og það er ekkert það umdeilt, sérstaklega kannski meðal yngra fólks. En í Bandaríkjunum finnst mér mjög fáir vera að skoða báðar hliðar, þar ertu annaðhvort stuðningsmaður Ísraels eða ekki. 

Ætli það séu ekki foreldrar mínir sem hafa mótað mig mest. Ég er rosalega heppinn með foreldra, þau eru alveg yndisleg. Ég kem úr mikilli læknafjölskyldu. Flestir halda að pabbi vilji að ég fari í lækninn líka og mamma mín og amma og afi og allir sem eru læknar í fjölskyldunni. Ég hef aldrei fundið fyrir slíkri pressu og er mjög heppinn með það. Ég er líka frjáls frá áhrifum frá þeim, margir halda að þótt foreldrar mínir segi mér ekki að fara í lækninn sé samt ætlast til þess. Ég er mjög ánægður með að hafa farið í stjórnmála- og viðskiptafræði. Ég er frjáls ferða minna og sama hvað ég ákveð eru foreldrar mínir stoltir af mér.   

Sú reynsla sem hefur mótað mig mest? Góð spurning. Ég fór á interrail þarsíðasta sumar. Það mótaði mig mjög mikið, víkkaði sjóndeildarhringinn minn á heiminn og annars konar menningarheima og fólk. Ferðir mínar hafa mótað mig, ég hef verið mjög heppinn og ferðast víða. Ég hef farið víða í Asíu, Evrópu og, ég myndi segja, að undantekningarlaust, að í hvert einasta skipti sem ég ferðast, þá vex ég sem manneskja.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár