Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Við hvert ferðalag vex ég sem manneskja

Þór­ir Snær Hjalta­son fædd­ist um alda­mót­in og er þess vegna að verða 24 ára á þessu ári. Hann hef­ur ferð­ast víða og bú­ið bæði á Ís­landi og í Banda­ríkj­un­um. Í hvert skipti sem hann ferð­ast finnst hon­um hann víkka sjón­deild­ar­hring­inn sinn og vaxa sem mann­eskja.

Við hvert ferðalag vex ég sem manneskja
Þórir Snær Hjaltason Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Ég heiti Þórir Snær Hjaltason og við erum í Corner market í Aðalstræti. Ég vinn við sölu og dreifingu hjá samlokufyrirtæki og ákveð hversu margar samlokur fara í búðirnar. Í dag er einn bílstjóri veikur svo ég hljóp í skarðið eldsnemma í morgun með sendinguna. Vanalega sit ég við tölvu og horfi á tölur. Ég er frekar nýbyrjaður og mér finnst þetta bara mjög gaman.

Ég útskrifaðist í desember úr stjórnmála- og viðskiptafræði í háskólanum með stjórnmál sem aðalgrein og viðskipti sem auka. Það skemmtilegasta við námið var að fara í skiptinám til Seattle í Bandaríkjunum. Námið var þrisvar sinnum erfiðara en hérna heima en það fékk mann til þess að þurfa og vilja læra meira. Ég myndi segja að ég hafi lært meira á þessari einu önn í University of Washington en öll árin hérna heima. 

Það er mikill menningarmunur á Íslandi og Bandaríkjunum, sérstaklega í djamminu en allt djammið þar snerist í kringum íþróttir. Ef það var partí var það eftir leik. Það var ekkert svo óhugnanlegt að flytja út því ég bjó í Bandaríkjunum mjög lengi, frá tveggja til níu ára aldurs í Connecticut. Bandaríkin hafa alltaf verið mitt annað heimili. 

„Svo kom ég hingað í fjórða bekk og þá eru allir að segja fokk og piss og eitthvað svona í skólanum.“

Það var meira menningarsjokk að koma níu ára aftur til Íslands, sérstaklega hvað skólakerfið varðar. Það var svo mikill agi í skólanum úti. Ef þú réttir upp hönd máttir þú ekki yrða á neinn fyrr en á þig var bent og þér sagt að þú mættir tala. Maður bar virðingu fyrir öllum kennurum og ef maður blótaði bara smá var maður sendur til skólastjórans. Svo kom ég hingað í fjórða bekk og þá eru allir að segja fokk og piss og eitthvað svona í skólanum. Ég vissi ekki hvað sneri upp né niður þegar ég kom hingað sem krakki. En við vorum alltaf með mjög sterka tengingu við Ísland. Við fórum alltaf heim á sumrin í þrjá mánuði og mér leið alltaf vel hér. Ég aðlagaðist mjög hratt eftir að ég flutti og eignaðist góða vini. 

Sem betur fer kynntist ég ekki miklum stjórnmálaóróa í Bandaríkjunum þegar ég var þar í skiptinámi. Ég ákvað að fara á stað sem er frekar einsleitur pólitískt séð. Washington er mjög blátt ríki og Seattle er ein bláasta borg í Bandaríkjunum. Ég fann ekki þessa togstreitu þar sem er víða um Bandaríkin. Ég held að þar séu svæði annaðhvort mjög rauð eða mjög blá, þannig að innan ákveðinna svæða er ekki það mikil togstreita, nema auðvitað í sveiflu-ríkjunum. Þar er meiri togstreita á milli svæða. 

En ég held að eins og núna með stríðið í Palestínu þá er það ekki eins svart-hvítt út frá því hvort þú sért repúblikani eða demókrati. Það er fullt af demókrötum sem styðja Ísrael en líka fullt af demókrötum sem styðja Palestínu og ég get ímyndað mér að togstreitan sé að aukast, sérstaklega innan Demókrataflokksins. Því það er mikið af eldri demókrötum sem styðja Ísrael mjög mikið og yngri demókratar sem gera það alls ekki. Ég hef ekkert heyrt frá vinum mínum úti en ég ímynda mér að stemningin sé frekar spennuþrungin, sérstaklega hvað þetta málefni varðar, ólíkt á Íslandi þar sem einhver segist styðja Palestínu og það er ekkert það umdeilt, sérstaklega kannski meðal yngra fólks. En í Bandaríkjunum finnst mér mjög fáir vera að skoða báðar hliðar, þar ertu annaðhvort stuðningsmaður Ísraels eða ekki. 

Ætli það séu ekki foreldrar mínir sem hafa mótað mig mest. Ég er rosalega heppinn með foreldra, þau eru alveg yndisleg. Ég kem úr mikilli læknafjölskyldu. Flestir halda að pabbi vilji að ég fari í lækninn líka og mamma mín og amma og afi og allir sem eru læknar í fjölskyldunni. Ég hef aldrei fundið fyrir slíkri pressu og er mjög heppinn með það. Ég er líka frjáls frá áhrifum frá þeim, margir halda að þótt foreldrar mínir segi mér ekki að fara í lækninn sé samt ætlast til þess. Ég er mjög ánægður með að hafa farið í stjórnmála- og viðskiptafræði. Ég er frjáls ferða minna og sama hvað ég ákveð eru foreldrar mínir stoltir af mér.   

Sú reynsla sem hefur mótað mig mest? Góð spurning. Ég fór á interrail þarsíðasta sumar. Það mótaði mig mjög mikið, víkkaði sjóndeildarhringinn minn á heiminn og annars konar menningarheima og fólk. Ferðir mínar hafa mótað mig, ég hef verið mjög heppinn og ferðast víða. Ég hef farið víða í Asíu, Evrópu og, ég myndi segja, að undantekningarlaust, að í hvert einasta skipti sem ég ferðast, þá vex ég sem manneskja.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

„Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar kýrnar voru seldar“
Fólkið í borginni

„Ætli ég hafi ekki ver­ið 12 ára þeg­ar kýrn­ar voru seld­ar“

Ríkey Guð­munds­dótt­ir Ey­dal er safn­fræð­ing­ur og starfar á Borg­ar­sögu­safn­inu í Að­alstræti. Hún er Reyk­vík­ing­ur í húð og hár en býr að þeirri reynslu að stunda bú­skap í sveit með ömmu og afa. Ríkey var tólf ára þeg­ar kýrn­ar á bæn­um voru seld­ar á næsta bæ og amma og afi hættu bú­skap. Ömmu henn­ar fannst erfitt að hætta að sinna dýr­um dægrin löng og dó sjálf stuttu eft­ir að kött­ur­inn á bæn­um dó.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
7
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu