Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myndband: Dulbúnir hermenn Ísraelshers tóku sofandi menn á spítala af lífi

Hóp­ur her­manna Ísra­els­hers réð­ust dul­bún­ir inn á spít­ala á Vest­ur­bakk­an­um í nótt og tóku þrjá menn af lífi. Ísra­els­her seg­ir menn­ina hafa ver­ið viðriðna Ham­as-sam­tök­in en eng­in til­raun virð­ist hafa ver­ið gerð til að hand­taka þá. Þess í stað voru þeir drepn­ir í svefni.

Dulbúnir hermenn ráðast inn á spítala á Vesturbakkanum

Ísraelskir hermenn í dulargervum sem almennir borgarar og heilbrigðisstarfsmenn réðust inn á spítala á Vesturbakkanum í nótt og skutu þrjá palestínska menn til dauða. Ísraelsher segir mennina hafa verið meðlimi Hamas-samtakanna.

Aðgerð Ísraelshers átti sér stað aðfaranótt þriðjudags á Ibn Sina-spítalanum í borginni Jenin á Vesturbakkanum. Á myndbandi sem tekið var á síma, af tölvuskjá öryggismyndavéla spítalans, má sjá stóran hóp manna, klædda í gervi palestínskra almennra borgara, þar á meðal gervi kvenna og sem heilbrigðisstarfsmenn með þungavopn undir höndum, stilla fólki á ganginum upp við vegg og hrópa skipanir fram og til baka.

„Þeir voru drepnir í svefni“

Forstjóri spítalans, Naji Nazzal, sagði við fjölmiðla að hópur ísraelskra hermanna hafi komist inn á spítalann á leynd og tekið mennina þrjá af lífi. Til þess hafi hermennirnir notað byssur með hljóðdeyfum. 

Blaðamaður Al Jazeera, Rory Challands, segir að aðgerðir gegn spítölum á Vesturbakkanum hafi átt sér stað undanfarið, frá því að stríðið hófst 7. október. „En að fara inn á spítala sem dauðasveit til að drepa fólk inni á spítala, það hefur ekki gerst síðan átökin brutust út.“

Ísraelsher segir einn mannanna hafa átt þátt í „stuðningi við verulega hryðjuverkastarfsemi“ og að hann hafi verið að fela sig á spítalanum. Þá kom einnig fram að ein byssa hafi fundist í fórum mannanna þriggja.

Challands segir aðgerðina greinilega hafa haft það skýra markmið að drepa mennina. „Það lítur ekki út fyrir að nein tilraun hafi verið gerð til að handtaka þessa menn. Þeir voru drepnir í svefni.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár