Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myndband: Dulbúnir hermenn Ísraelshers tóku sofandi menn á spítala af lífi

Hóp­ur her­manna Ísra­els­hers réð­ust dul­bún­ir inn á spít­ala á Vest­ur­bakk­an­um í nótt og tóku þrjá menn af lífi. Ísra­els­her seg­ir menn­ina hafa ver­ið viðriðna Ham­as-sam­tök­in en eng­in til­raun virð­ist hafa ver­ið gerð til að hand­taka þá. Þess í stað voru þeir drepn­ir í svefni.

Dulbúnir hermenn ráðast inn á spítala á Vesturbakkanum

Ísraelskir hermenn í dulargervum sem almennir borgarar og heilbrigðisstarfsmenn réðust inn á spítala á Vesturbakkanum í nótt og skutu þrjá palestínska menn til dauða. Ísraelsher segir mennina hafa verið meðlimi Hamas-samtakanna.

Aðgerð Ísraelshers átti sér stað aðfaranótt þriðjudags á Ibn Sina-spítalanum í borginni Jenin á Vesturbakkanum. Á myndbandi sem tekið var á síma, af tölvuskjá öryggismyndavéla spítalans, má sjá stóran hóp manna, klædda í gervi palestínskra almennra borgara, þar á meðal gervi kvenna og sem heilbrigðisstarfsmenn með þungavopn undir höndum, stilla fólki á ganginum upp við vegg og hrópa skipanir fram og til baka.

„Þeir voru drepnir í svefni“

Forstjóri spítalans, Naji Nazzal, sagði við fjölmiðla að hópur ísraelskra hermanna hafi komist inn á spítalann á leynd og tekið mennina þrjá af lífi. Til þess hafi hermennirnir notað byssur með hljóðdeyfum. 

Blaðamaður Al Jazeera, Rory Challands, segir að aðgerðir gegn spítölum á Vesturbakkanum hafi átt sér stað undanfarið, frá því að stríðið hófst 7. október. „En að fara inn á spítala sem dauðasveit til að drepa fólk inni á spítala, það hefur ekki gerst síðan átökin brutust út.“

Ísraelsher segir einn mannanna hafa átt þátt í „stuðningi við verulega hryðjuverkastarfsemi“ og að hann hafi verið að fela sig á spítalanum. Þá kom einnig fram að ein byssa hafi fundist í fórum mannanna þriggja.

Challands segir aðgerðina greinilega hafa haft það skýra markmið að drepa mennina. „Það lítur ekki út fyrir að nein tilraun hafi verið gerð til að handtaka þessa menn. Þeir voru drepnir í svefni.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár