Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Myndband: Dulbúnir hermenn Ísraelshers tóku sofandi menn á spítala af lífi

Hóp­ur her­manna Ísra­els­hers réð­ust dul­bún­ir inn á spít­ala á Vest­ur­bakk­an­um í nótt og tóku þrjá menn af lífi. Ísra­els­her seg­ir menn­ina hafa ver­ið viðriðna Ham­as-sam­tök­in en eng­in til­raun virð­ist hafa ver­ið gerð til að hand­taka þá. Þess í stað voru þeir drepn­ir í svefni.

Dulbúnir hermenn ráðast inn á spítala á Vesturbakkanum

Ísraelskir hermenn í dulargervum sem almennir borgarar og heilbrigðisstarfsmenn réðust inn á spítala á Vesturbakkanum í nótt og skutu þrjá palestínska menn til dauða. Ísraelsher segir mennina hafa verið meðlimi Hamas-samtakanna.

Aðgerð Ísraelshers átti sér stað aðfaranótt þriðjudags á Ibn Sina-spítalanum í borginni Jenin á Vesturbakkanum. Á myndbandi sem tekið var á síma, af tölvuskjá öryggismyndavéla spítalans, má sjá stóran hóp manna, klædda í gervi palestínskra almennra borgara, þar á meðal gervi kvenna og sem heilbrigðisstarfsmenn með þungavopn undir höndum, stilla fólki á ganginum upp við vegg og hrópa skipanir fram og til baka.

„Þeir voru drepnir í svefni“

Forstjóri spítalans, Naji Nazzal, sagði við fjölmiðla að hópur ísraelskra hermanna hafi komist inn á spítalann á leynd og tekið mennina þrjá af lífi. Til þess hafi hermennirnir notað byssur með hljóðdeyfum. 

Blaðamaður Al Jazeera, Rory Challands, segir að aðgerðir gegn spítölum á Vesturbakkanum hafi átt sér stað undanfarið, frá því að stríðið hófst 7. október. „En að fara inn á spítala sem dauðasveit til að drepa fólk inni á spítala, það hefur ekki gerst síðan átökin brutust út.“

Ísraelsher segir einn mannanna hafa átt þátt í „stuðningi við verulega hryðjuverkastarfsemi“ og að hann hafi verið að fela sig á spítalanum. Þá kom einnig fram að ein byssa hafi fundist í fórum mannanna þriggja.

Challands segir aðgerðina greinilega hafa haft það skýra markmið að drepa mennina. „Það lítur ekki út fyrir að nein tilraun hafi verið gerð til að handtaka þessa menn. Þeir voru drepnir í svefni.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár