Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áfallaár í umferðinni: Sjötta banaslysið varð vestur af Vík

Ár­ið byrj­ar með áföll­um í um­ferð­inni. Enn eitt bana­slys­ið varð í gær­kvöldi þeg­ar jeppi og drátt­ar­vél rák­ust sam­an vest­ur af Vík.

Áfallaár í umferðinni: Sjötta banaslysið varð vestur af Vík
Sólheimasandur Bílslysið í gærkvöldi varð skammt vestur af Pétursey, sem liggur austan við Sólheimasand. Mynd: Wikipedia / Hyppolyte de Saint-Rambert

Einn var úrskurðaður látinn þar sem bílslys varð skammt vestur af Pétursey, milli Sólheimasands og Víkur í Mýrdal, um miðaftann, klukkan 18. Í slysinu rákust á jeppi og dráttarvél. 

„Aðrir slasaðir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala í Fossvogi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi. Tildrög slyssins eru í rannsókn. Mikil hláka hafði verið þar sem slysið varð, en veghiti við frostmark og stinningskaldi úr vestri.

Óvenjumörg banaslys hafa orðið í umferðinni í janúarmánuði. Nú eru sex látnir í umferðinni innan eins mánaðar en allt árið í fyrra létust níu manns á þjóðvegunum.

Fyrir tveimur vikum lést ökumaður fólksbíls eftir að hafa lent í árekstri við flutningabíl sem kom úr andstæðri átt og rekist á annan flutningabíl í kjölfarið á þjóðvegi 1 skammt frá Hvalfjarðarvegi. Þann 12. janúar létust tveir í slysi á Hringveginum vestan við Skaftafell og 5. janúar lést tvennt á Grindavíkurvegi.

Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í mánuðinum sagðist Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu, fjölda banaslysa vera einsdæmi. „Ég man alla vega ekki eftir að svo margir hafi látist svona snemma á árinu.“

Á þessari öld létust flestir í umferðinni árið 2000, eða 32. Í venjulegu árferði eru banaslys fátíðari á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Árin 2018 til 2022 létust sem samsvarar 2,78 af hverjum 100 þúsund íbúum í bílslysum hérlendis. Af evrópskum samanburðarlöndum létust eingöngu færri í Bretlandi, Svíþjóð og Noregi.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár