Samkvæmt nýrri könnnun Prósents vill yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar ekki þá forsetaframbjóðendur sem fram eru komnir. En 77 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust vilja engan af þeim frambjóðendum sem hingað til hafa tilkynnt framboð sitt, en 23 prósent tóku afstöðu.
Mest fylgi fengi Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir, en átta prósent aðspurðra vildu að hún yrði næsti forseti Íslands. Hún er enn fremur eina konan sem hefur boðið sig fram til þessa auk þess að vera nýjasti frambjóðandinn til að tilkynna framboð.
Á eftir Sigríði Hrund kemur Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, með sex prósent. Hann tilkynnti framboð sitt þann 3. janúar og sagði sig sama dag úr Sjálfstæðisflokknum
Með fimm prósent fylgi er björgunarsveitarmaðurinn Tómas Logi Hallgrímsson. Alls þrjú prósent vilja Ástþór Magnússon sem sækist nú eftir kjöri í fimmta sinn. Axel Pétur Axelsson þjóðfélagsverkfræðingur, sem þekktur …
Athugasemdir