„Þetta með að fylla í sprungur er svo sem ekkert nýtt enda hefur það verið gert til dæmis reglulega í Almannagjá,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. „Hættan þarna eru hins vegar þessar sprunguhreyfingar, bæði þessir skjálftar og svo þessi gliðnun. Þessi kvikugangur sem er þarna undir.“
Er jörðin gaf sig undan Lúðvíki Péturssyni og hann hvarf ofan í sprungu var í gildi hættumatskort Veðurstofunnar þar sem m.a. var varað við sprunguhreyfingum í Grindavík. „Kortið sýnir mat á hættum sem eru til staðar og nýjum hættum sem gætu skapast með litlum fyrirvara,“ sagði m.a. í texta sem fylgdi kortinu. Appelsínugulur litur var yfir Grindavík sem þýðir að töluverð hætta sé á svæðinu. „Og litirnir sem eru á þessu hættumatskorti eru ekki dregnir upp úr hatti heldur eru þeir miðaðir við tiltekin atriði og samanlagða hættu á hverju svæði.“
Athugasemdir