Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Hagstofan leitar að „lífsmörkum“ til að fá réttan fólksfjölda í landinu

Nýrri að­ferð verð­ur beitt við að reikna út mann­fjölda á Ís­landi. Í mann­tali sem fram­kvæmt var 2021 kom fram að fólks­fjöldi á Ís­landi hafi ver­ið of­met­inn um 10.000 manns.

Hagstofan leitar að „lífsmörkum“ til að fá réttan fólksfjölda í landinu
Ofmat á fjölda íbúa Töluverður munur er á mannfjöldatölum Hagstofu og Þjóðskrár. Mynd: Golli

Hagstofa Íslands mun gefa út mannfjöldatölur byggðar á endurbættri aðferð í mars 2024 þar sem viðmiðunartíminn er 1. janúar 2024. Er það vegna þróunar á nýjum aðferðum við að fá réttari niðurstöður á fjölda íbúa á landinu.

Nýja aðferðin sem Hagstofa notast við verður kynnt í mars. „Hún felur í sér að við höfum samband við fleiri stofnanir og erum að grafa upp snertingar,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, deildarstjóri samskipta og miðlunar hjá Hagstofu Íslands. Hagstofa muni kanna „lífsmörk“ eða snertingar einstaklinga með nokkrum mismunandi aðferðum eins og með upplýsingum úr opinberum skrám.

„Til viðbótar við Þjóðskrá nýtum við gögn frá Skattinum og nemendaskrár af öllum skólastigum frá leikskóla til háskóla auk fjölskyldutenginga sem við fáum úr þjóðskránni. Ef engin „lífsmerki“ eða hreyfing er í þessum skrám fyrir viðkomandi eða fjölskyldu þeirra yfir 6 mánaða tímabil lítum við svo á að viðkomandi sé búsett(ur) erlendis,“ segir í skriflegu svari frá Steini Kára Steinsson, sérfræðingur á greiningarsviði hjá Hagstofu.

Mögulegar ástæður þess að fólk skrái sig ekki úr landi getur verið vegna sterks hvata „fyrir fólk að skrá sig inn í landið þegar það flytur til Íslands heldur en að tilkynna flutning úr landi þegar það flytur burt. Þetta er vegna þess að kennitalan er nauðsynleg til að geta nýtt ýmsa þjónustu en það hefur engar neikvæðar afleiðingar fyrir fólk ef það flytur burt án þess að tilkynna flutninginn,“ segir Steinn Kári.

Tölurnar verða aldrei alveg 100% réttar

Einstaklingar sem eru í námi erlendis en vinna á sumur og jól á Íslandi geta talist með sem íbúar í landinu, þrátt fyrir að búa erlendis. Þjóðskrá heldur utan um fjölda Íslendinga meðal annars með skráningu á lögheimili en einstaklingar í námi erlendis geta haldið sínu lögheimili á Íslandi. „Við tökum þessa einstaklinga til hliðar því við erum að tala um íbúa, þá sem að búa í landinu og námsmenn sem búa erlendis eru sannarlega fólk sem býr ekki í landinu,“ segir Þorsteinn.

Mannfjöldatölur með viðmiðunardagsetningu 1. janúar 2024 verða gefnar út í mars á þessu ári. „Við erum að vinna í þessari aðferð og erum að fínpússa hana, þess vegna dregst þetta.“ Þorsteinn segir að tölurnar verði aldrei alveg 100% réttar. „Þetta er nær því sem er rétt. Við erum að skoða einstaklinga sem að koma ekki fram í kerfinu í einhverja mánuði. Þá tökum við út því að það eru mestar líkur á að þeir séu ekki á landinu,“ segir Þorsteinn. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár