Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brynjar leiðir starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun í utanríkisráðuneytinu

Brynj­ar Ní­els­son, lög­mað­ur og fyrr­ver­andi þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hef­ur ver­ið skip­að­ur formað­ur starfs­hóps um að­gerð­ir gegn gull­húð­un EES-reglna í ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Brynj­ar hóf störf í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu í októ­ber.

Brynjar leiðir starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun í utanríkisráðuneytinu
Embættismaður Brynjar sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2013-2021. Mynd: Bára Huld Beck

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur skipað Brynjar Níelsson formann starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna í utanríkisráðuneytinu. Auk Brynjars sitja í starfshópnum dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu

Svokölluð gullhúðun reglugerða er þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki eru hluti af skuldbindingum EES-samninga. 

Með aðgerðum gegn gullhúðun verður reynt að koma í veg fyrir að innleiðing EES-reglna leggi ekki meiri byrðar á herðar almennings og fyrirtækja en gerist annars staðar á innri markaðnum. 

„Þá þarf að vera skýrt hvað leiðir af aðild okkar að EES og hvað sé heimasmíðað, þegar svo ber undir. Starfshópnum er ætlað að koma auga á og greina dæmi þar um og leggja fram tillögur til úrbóta hvað þetta varðar, en sams konar úttektir á einstaka málefnasviðum benda til þess að frekari aðgerða sé þörf,“ er haft eftir utanríkisráðherra í tilkynningunni.

Í síðasta mánuði fjallaði Heimildin um það að Brynjar Níelsson hefði í október verið ráðinn þangað til í maí til starfa í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Um það leyti sem Brynjar var ráðinn skiptu Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir um ráðuneyti og hún varð fjármála- og efnahagsráðherra í hans stað. Samkvæmt upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins var Brynjar ráðinn til að sinna ýmsum verkefnum í fjármálaráðuneytinu auk frumvarpsgerðar.

Áður en Brynjar varð hóf störf hjá fjármálaráðuneytinu var hann aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Lét hann þó af því starfi þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tók við embætti Jóns síðastliðið sumar. Þar á undan var Brynjar þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2013-2021. Hann er lögfræðingur að mennt. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Nei sko gullhúðuð atvinnubótavinna fyrir Binna litla. Sjallarnir sjá um sína.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur skipað Brynjar Níelsson formann starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna í utanríkisráðuneytinu."

    Núna er verið að segja okkur að ,,aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna í utanríkisráðuneytinu."
    Hvað hafa allir félagarnir í sjálfstæðisflokknum, sem var plantað inn í opnibera kerfið verið að gera í áratugi í utanríkismálum ?
    Sem sagt ekki neitt og þá er búið til nýtt orð ,,gullhúðun" ?
    Brynjar Níelsson er nýr ,,gullhúðari" ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu