Brynjar leiðir starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun í utanríkisráðuneytinu

Brynj­ar Ní­els­son, lög­mað­ur og fyrr­ver­andi þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hef­ur ver­ið skip­að­ur formað­ur starfs­hóps um að­gerð­ir gegn gull­húð­un EES-reglna í ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Brynj­ar hóf störf í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu í októ­ber.

Brynjar leiðir starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun í utanríkisráðuneytinu
Embættismaður Brynjar sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2013-2021. Mynd: Bára Huld Beck

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur skipað Brynjar Níelsson formann starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna í utanríkisráðuneytinu. Auk Brynjars sitja í starfshópnum dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og María Guðjónsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu

Svokölluð gullhúðun reglugerða er þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki eru hluti af skuldbindingum EES-samninga. 

Með aðgerðum gegn gullhúðun verður reynt að koma í veg fyrir að innleiðing EES-reglna leggi ekki meiri byrðar á herðar almennings og fyrirtækja en gerist annars staðar á innri markaðnum. 

„Þá þarf að vera skýrt hvað leiðir af aðild okkar að EES og hvað sé heimasmíðað, þegar svo ber undir. Starfshópnum er ætlað að koma auga á og greina dæmi þar um og leggja fram tillögur til úrbóta hvað þetta varðar, en sams konar úttektir á einstaka málefnasviðum benda til þess að frekari aðgerða sé þörf,“ er haft eftir utanríkisráðherra í tilkynningunni.

Í síðasta mánuði fjallaði Heimildin um það að Brynjar Níelsson hefði í október verið ráðinn þangað til í maí til starfa í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Um það leyti sem Brynjar var ráðinn skiptu Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir um ráðuneyti og hún varð fjármála- og efnahagsráðherra í hans stað. Samkvæmt upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins var Brynjar ráðinn til að sinna ýmsum verkefnum í fjármálaráðuneytinu auk frumvarpsgerðar.

Áður en Brynjar varð hóf störf hjá fjármálaráðuneytinu var hann aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Lét hann þó af því starfi þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tók við embætti Jóns síðastliðið sumar. Þar á undan var Brynjar þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2013-2021. Hann er lögfræðingur að mennt. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Nei sko gullhúðuð atvinnubótavinna fyrir Binna litla. Sjallarnir sjá um sína.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur skipað Brynjar Níelsson formann starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna í utanríkisráðuneytinu."

    Núna er verið að segja okkur að ,,aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna í utanríkisráðuneytinu."
    Hvað hafa allir félagarnir í sjálfstæðisflokknum, sem var plantað inn í opnibera kerfið verið að gera í áratugi í utanríkismálum ?
    Sem sagt ekki neitt og þá er búið til nýtt orð ,,gullhúðun" ?
    Brynjar Níelsson er nýr ,,gullhúðari" ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár