Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framlög til RÚV hækkuðu um 1,6 milljarða vegna fólksfjölgunar 2017-2023

Fram­lög til Rík­is­út­varps­ins juk­ust um­tals­vert ár­in 2017-2023 vegna fleira fólks í land­inu. Í svari frá menn­ing­ar­ráðu­neyt­inu kem­ur fram að kostn­að­ur við þjón­ustu RÚV auk­ist ekki í jöfnu hlut­falli við fólks­fjölg­un. Út­varps­gjald­ið hef­ur ekki hækk­að í sam­ræmi við verð­bólgu í land­inu. Ekki eru sömu hag­ræð­ing­ar­kröf­ur gerð­ar á rekst­ur RÚV og aðr­ar rík­is­stofn­an­ir.

Framlög til RÚV hækkuðu um 1,6 milljarða vegna fólksfjölgunar 2017-2023
Ríkisútvarpið er rekið með ríkisframlögum, þ.m.t. nefskatti sem nemur 20.900 krónum á fyrirtæki og 16-70 ára einstaklinga sem þéna yfir tilteknum tekjumörkum.

Framlög til Ríkisútvarpsins hækkuðu um 1,6 milljarða króna á árunum 2017 til 2023 vegna fólksfjölgunar. Þetta kemur fram í svari Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra við skriflegri fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokks.

Samkvæmt heimasíðu Skattsins er útvarpsgjald lagt á öll fyrirtæki auk einstaklinga á aldrinum 16-70 ára sem eru með tekjur yfir tekjumörkum. Tekjumörkin nema 2.276.569 krónum fyrir árið 2024. Upphæðin er sú sama fyrir alla óháð tekjum og eignum og er nú 20.900 krónur. 

Í svarinu frá menningarráðherra kemur fram að þótt fleiri nýti sér þjónustu RÚV aukist kostnaðurinn við þjónustuna ekki í jöfnu hlutfalli við mannfjölgunina. Þó geti kostnaður aukist með frekari þjónustu við ólíka hópa samfélagsins. Til dæmis aukið framboð á efni fyrir ólíka aldurshópa, efni á auðskildu máli sem meðal annars er ætlað fötluðu fólki og efni sem ætlað er fólki af erlendum uppruna.  

Raunlækkun framlaga vegna verðbólgu …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
5
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár