Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umsvif Ríkisútvarpsins verða minnkuð á auglýsingamarkaði

Út­varps­stjóri og menn­ing­ar-og við­skipta­ráð­herra hafa und­ir­rit­að nýj­an þjón­ustu­samn­ing við Rík­is­út­varp­ið sem gild­ir 2024-2027. Í hon­um er kveð­ið á um að um­svif RÚV verði minnk­uð á sam­keppn­is- og aug­lýs­inga­mark­aði á tíma­bil­inu.

Umsvif Ríkisútvarpsins verða minnkuð á auglýsingamarkaði
RÚV Stofnunin hefur sætt gagnrýni fyrir talsverð umsvif á auglýsingamarkaði.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafa undirritað nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið til fjögurra ára. Hefur hann þegar tekið gildi. Í samningnum er kveðið á um að á gildistíma hans, árin 2024-2027, verði unnið að því að minnka umsvif RÚV á samkeppnismarkaði. Þetta verði til dæmis gert með því að takmarka birtingu auglýsinga eða breyta eðli og umfangi auglýsingasölu. 

Gert er ráð fyrir því að breytingarnar muni valda mögulegu tekjutapi hjá Ríkisútvarpinu vegna minni umsvifa á samkeppnismarkaði. Verði slíkt tekjutap mun ráðuneytið koma til móts við RÚV svo það geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. 

Ríkisútvarpið er fjölmiðill sem starfar í almannaþágu samkvæmt lögum nr. 23/2013. Sinnir hann lýðræðislegu hlutverki með fréttaþjónustu og menningarlegu hlutverki með rækt við íslenska tungu og fjölbreyttu efni um listir. Áhersla er lögð á fjölbreytt framboð efnis …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSÞ
    Sveinn Snævar Þorsteinsson skrifaði
    Það er auglýsenda að ákveða hvar þeir auglýsa og þeir fá mesta áhorfið á RÚV.
    Það þýðir ekki að stofna útvarpstöðvar og fara svo að væla.
    Ætli íslendingar eigi ekki heimsmet í fjölda fjölmiðla miðað við mannfjölda ?
    -1
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Mér finnst að rúv ætti að auglýsa að vild og það væri þá hægt að nota peninginn til að styrkja einkarekna fjölmiðla.
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár