Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Sá réttur að mótmæla er fyrir mér grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi“

„Rétt­ur­inn til að mót­mæla er auð­vit­að var­inn bæði af lög­um úr stjórn­ar­skrá sem við eig­um í okk­ar sam­fé­lagi.“ Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra um Face­book færslu Bjarna Benidikts­son­ar, ut­an­rík­is­ráð­herra, um mót­mæli palestínu­manna á Aust­ur­velli.

Forsætisráðherra

„Rétturinn til að mótmæla er auðvitað varinn bæði af lögum úr stjórnarskrá sem við eigum í okkar samfélagi. Staðreyndin er sú að mótmælin eru nú yfirleitt mjög nærri höfuðstöðvum valdsins til að mynda þjóðþinginu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við blaðamann Heimildarinnar þegar hún var spurð um Facebook færslu Bjarna Benidiktssonar, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mótmæli Palestínumanna á Austurvelli. 

Síðastliðin föstudag birti Bjarni Facebook færslu þar sem hann sagði „hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll.“ Hann segir það óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum. Að mati Bjarna ætti engum að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. „Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti.  Óskiljanlegt er að þetta hafi fengið að viðgangast og hvað þá að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins.“

„Ég hef alla tíð sagt, og hef ekki skipt um skoðun á því, sá réttur að mótmæla er fyrir mér grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi“
Katrín Jakobsdóttir.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár