Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hefur lagt fram beiðni um frumkvæðisathugun á sendiherraskipunum Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Ráðherrann skipaði í desember tvo fyrrverandi samstarfsmenn sína í stöður sendiherra með stuttu millibili.
Það eru þau Svanhildur Hólm Valsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna, sem mun verða sendiherra í Washington og Guðmundur Árnason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem mun verða sendiherra í Róm. Hvorug staðan var auglýst en ráðherra nýtti umdeild lög frá 2020 sem heimila tímabundnar skipanir án auglýsingar til fimm ára.
„Ég óskaði eftir gögnum frá ráðuneytinu. Um aðdraganda þessara skipana, undirbúningsvinnuna á bak við þær og líka um þá ákvörðun að koma á sendiráði í Róm,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Heimildina. „Ég bað sérstaklega um gögn sem sneru að mati á hæfi ráðherra til þess að taka þessar ákvarðanir gagnvart þessum einstaklingum. Gætti ráðherra að hæfi …
Athugasemdir (1)