Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt drög að frumvarpi um sérstakt lokað búsetuúrræði fyrir útlendinga sem liggur fyrir að verði vísað úr landi. Vistunarúrræðið er fyrir þá sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd á Íslandi. Vistuninni, og frelsissviptingunni sem henni fylgir, verður þó aðeins beitt sem síðasta úrræði þegar staðfest hefur verið að vægari aðgerðir myndu ekki skila árangri. Gildandi lög gera ráð fyrir því til að tryggja það að útlendingur yfirgefi landið sé hann vistaður í fangaklefa. Ekki er það talið forsvaranlegt lengur.
Aðskilnaður milli kynja og leyfilegt að leita í herbergjum fólks
Þrátt fyrir að vera ekki strangt til tekið fangelsi svipar lýsingu þessa lokaða búsetuúrræðis óneitanlega til þess verklags sem viðgengst í fangelsum. Vistmenn verða frelsisskertir og aðskilnaður verður á milli kynja. Samgangur milli kynja verður þó heimill í sameiginlegum rýmum. Óheimilt er að fara inn í herbergi vistmanns af öðru kyni.
Brjóti …
Getur verið að ráðherrann sé að undirbúa jarðveginn fyrir flóttamenn frá Grindavík?