Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Grindavík og borgarstjóri í Pressu

Sjón­um er beint að stöðu íbúa í Grinda­vík í Pressu í há­deg­inu og rætt við Grind­vík­inga og björg­un­ar­sveit­ar­mann sem var að störf­um í bæn­um. Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri verð­ur í beinni út­send­ingu.

Grindavík og borgarstjóri í Pressu
Allt breytt Stjórnvöld telja að grundvallarbreyting hafi orðið í Grindavík eftir að gossprunga opnaðist innan varnargarða og bæjarmarkanna. Mynd: Golli

Staðan í Grindavík verður í brennidepli í Pressu í hádeginu í dag, föstudag. Grindvíkingurinn Pálmi Ingólfsson verður til viðtals en hann á eitt af fyrstu húsunum sem úrskurðuð hafa verið ónýt með öllu eftir jarðhræringar og eldgos í og við Grindavík á síðustu mánuðum. Viðtal við hann birtist einnig í Heimildinni í dag. 

Þegar fjölmiðlum var hleypt inn í Grindavík í byrjun vikunnar fylgdi þeim björgunarsveitarmaðurinn Haraldur Haraldsson, sem þá hafði staðið vaktina lengi. Við spilum viðtal sem tekið var við Harald rétt við hrauntunguna í bænum. 

Auk þeirra verður rætt við Bryndísi Gunnlaugsdóttur, íbúa í Grindavík og fyrrverandi bæjarfulltrúa, sem fékk standandi lófatak á íbúafundi sem haldinn var með ráðamönnum og íbúum í vikunni, þegar hún lýsti því sem vonbrigðum að hafa ekki misst hús sitt undir hraun þegar gaus innan bæjarmarkanna á sunnudag. Ef svo hefði verið hefði hún verið „skorin úr snörunni“ og haft frelsi til að hefja líf á nýjum stað. 

Í síðari hluta Pressu sest Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, við umræðuborðið og fer yfir stöðuna í borgarmálunum. Samið var um það við myndun núverandi meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar, að Einar tæki við borgarstjórastólnum þegar átján mánuðir væru liðnir af kjörtímabilinu. Enn er sami meirihluti og málefnasamningur í gildi, þótt nýr maður sitji á skrifstofu borgarstjóra. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár