Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Grindavík og borgarstjóri í Pressu

Sjón­um er beint að stöðu íbúa í Grinda­vík í Pressu í há­deg­inu og rætt við Grind­vík­inga og björg­un­ar­sveit­ar­mann sem var að störf­um í bæn­um. Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri verð­ur í beinni út­send­ingu.

Grindavík og borgarstjóri í Pressu
Allt breytt Stjórnvöld telja að grundvallarbreyting hafi orðið í Grindavík eftir að gossprunga opnaðist innan varnargarða og bæjarmarkanna. Mynd: Golli

Staðan í Grindavík verður í brennidepli í Pressu í hádeginu í dag, föstudag. Grindvíkingurinn Pálmi Ingólfsson verður til viðtals en hann á eitt af fyrstu húsunum sem úrskurðuð hafa verið ónýt með öllu eftir jarðhræringar og eldgos í og við Grindavík á síðustu mánuðum. Viðtal við hann birtist einnig í Heimildinni í dag. 

Þegar fjölmiðlum var hleypt inn í Grindavík í byrjun vikunnar fylgdi þeim björgunarsveitarmaðurinn Haraldur Haraldsson, sem þá hafði staðið vaktina lengi. Við spilum viðtal sem tekið var við Harald rétt við hrauntunguna í bænum. 

Auk þeirra verður rætt við Bryndísi Gunnlaugsdóttur, íbúa í Grindavík og fyrrverandi bæjarfulltrúa, sem fékk standandi lófatak á íbúafundi sem haldinn var með ráðamönnum og íbúum í vikunni, þegar hún lýsti því sem vonbrigðum að hafa ekki misst hús sitt undir hraun þegar gaus innan bæjarmarkanna á sunnudag. Ef svo hefði verið hefði hún verið „skorin úr snörunni“ og haft frelsi til að hefja líf á nýjum stað. 

Í síðari hluta Pressu sest Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, við umræðuborðið og fer yfir stöðuna í borgarmálunum. Samið var um það við myndun núverandi meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar, að Einar tæki við borgarstjórastólnum þegar átján mánuðir væru liðnir af kjörtímabilinu. Enn er sami meirihluti og málefnasamningur í gildi, þótt nýr maður sitji á skrifstofu borgarstjóra. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár