Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Grindavík og borgarstjóri í Pressu

Sjón­um er beint að stöðu íbúa í Grinda­vík í Pressu í há­deg­inu og rætt við Grind­vík­inga og björg­un­ar­sveit­ar­mann sem var að störf­um í bæn­um. Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri verð­ur í beinni út­send­ingu.

Grindavík og borgarstjóri í Pressu
Allt breytt Stjórnvöld telja að grundvallarbreyting hafi orðið í Grindavík eftir að gossprunga opnaðist innan varnargarða og bæjarmarkanna. Mynd: Golli

Staðan í Grindavík verður í brennidepli í Pressu í hádeginu í dag, föstudag. Grindvíkingurinn Pálmi Ingólfsson verður til viðtals en hann á eitt af fyrstu húsunum sem úrskurðuð hafa verið ónýt með öllu eftir jarðhræringar og eldgos í og við Grindavík á síðustu mánuðum. Viðtal við hann birtist einnig í Heimildinni í dag. 

Þegar fjölmiðlum var hleypt inn í Grindavík í byrjun vikunnar fylgdi þeim björgunarsveitarmaðurinn Haraldur Haraldsson, sem þá hafði staðið vaktina lengi. Við spilum viðtal sem tekið var við Harald rétt við hrauntunguna í bænum. 

Auk þeirra verður rætt við Bryndísi Gunnlaugsdóttur, íbúa í Grindavík og fyrrverandi bæjarfulltrúa, sem fékk standandi lófatak á íbúafundi sem haldinn var með ráðamönnum og íbúum í vikunni, þegar hún lýsti því sem vonbrigðum að hafa ekki misst hús sitt undir hraun þegar gaus innan bæjarmarkanna á sunnudag. Ef svo hefði verið hefði hún verið „skorin úr snörunni“ og haft frelsi til að hefja líf á nýjum stað. 

Í síðari hluta Pressu sest Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, við umræðuborðið og fer yfir stöðuna í borgarmálunum. Samið var um það við myndun núverandi meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar, að Einar tæki við borgarstjórastólnum þegar átján mánuðir væru liðnir af kjörtímabilinu. Enn er sami meirihluti og málefnasamningur í gildi, þótt nýr maður sitji á skrifstofu borgarstjóra. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár