Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Liðið hefur alla burði“

Guð­mund­ur Þ. Guð­munds­son, fyrr­ver­andi lands­liðs­þjálf­ari í hand­bolta, vill ekki tjá sig sér­stak­lega um gengi lands­liðs­ins á EM hing­að til, nóg sé af sér­fræð­ing­um til að gera það. Hann seg­ir lið­ið þó eiga að hafa alla burði, bæði breidd og getu.

„Liðið hefur alla burði“
Handbolti Guðmundur Þ. Guðmundsson stjórnaði íslenska landsliðinu í handbolta árin 2001-04, 2008-12 og frá 2018-23. Mynd: Sven Mendel/Wikipedia

Spilamennska íslenska landsliðsins á EM í handbolta karla hefur valdið nokkrum vonbrigðum, jafnvel sest ögn á þjóðarsálina, auk þeirra hamfara sem hafa átt sér stað við Grindavík. Síðasti landsliðsþjálfari, Guðmundur Þórður Guðmundsson, segist í samtali við Heimildina ekki vilja tjá sig um gengi liðsins á mótinu til þessa. Það geri hann á síðari stigum, ekki núna.

Um landsliðið sagði hann þó, áður en leikurinn gegn Þýskalandi á fimmtudag fór fram: „Liðið hefur alla burði, þeir eru með breidd og þeir eru með getuna. Ég óska þeim alls hins besta.“ 

Hann segir sérstakt að fylgjast með mótinu utan frá. „Ég skal játa það,“ segir Guðmundur en hann hefur tekið þátt í 26 stórkeppnum, EM og HM í handbolta og Ólympíuleikum, á sínum ferli. Þar af hefur hann tekið þátt í nítján mótum sem þjálfari þriggja landsliða, Íslands, Danmerkur og Barein.

„Frá 2010 hef ég tekið þátt í fjórtán stórkeppnum. Það er sérstakt að upplifa það að vera í fyrsta skipti í langan tíma ekki í stórkeppni,“ segir Guðmundur. „Ég er að horfa á eins marga leiki og ég get og njóta keppninnar. Ásamt því er ég svo að þjálfa mitt félagslið hér á sama tíma, sem ég hef ekki getað gert á meðan ég þjálfaði bæði félagslið og landslið. Það er það sem er öðruvísi og það má segja að það sé ný tilfinning fyrir mig og ný upplifun að geta fylgst með þessu og horft á mikið af leikjum.“

Farinn út að horfa á Dani

Guðmundur er á leið til Þýskalands í dag, föstudag, að horfa á Dani spila við Svía, sem áhorfandi á stórmóti í handbolta. „Ég hef aldrei gert það áður,“ segir hann og kemur einnig inn á það í samtali við blaðamann að Danirnir séu að hans mati í sérflokki.

„Þeir eru ansi margir og hafa sterkar og margar skoðanir“
Guðmundur Guðmundsson
um handboltasérfræðinga

„Það er augsýnilegt að þeir eru með stórkostlegt lið,“ segir Guðmundur um liðið sem hann þjálfaði frá 2014–2017 og gerði að Ólympíumeisturum 2016.

Hann ætlar ekki að tjá sig um íslenska landsliðið, sem áður segir. „Ég tjái mig einhvern tímann seinna en ekki núna, ég hef ákveðin prinsipp hvað það snertir. Það er nóg til af sérfræðingunum til þess að tjá sig um þetta.“

Eru þeir of margir, kannski?

„Þeir eru ansi margir og hafa sterkar og margar skoðanir,“ segir Guðmundur Þórður um handboltaumræðuna.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár