Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mathöll hafnað

Til­lögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins um bygg­ingu und­ir mat­höll í Mjódd var hafn­að á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar í vik­unni. Fá dæmi, ef ein­hver, eru um að hug­mynd um mat­höll hafi ver­ið hafn­að á Ís­landi til þessa.

Mathöll hafnað
Mathallir Hugmynd um mathöll í Mjódd hlaut ekki hljómgrunn hjá fulltrúum borgarstjórnarmeirihlutans í skipulagsráði. Mynd frá Hlemmi Mathöll. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þau undur og stórmerki áttu sér stað í vikunni að hugmynd sem sett hafði verið fram um uppbyggingu mathallar á höfuðborgarsvæðinu var hafnað. Ekki er vitað til þess að þetta hafi gerst áður, en atburðurinn átti sér stað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Meirihluti ráðsins hafnaði tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að byggð yrði upp mathöll í tengslum við skiptistöð Strætó í Mjóddinni. 

Embætti skipulagsfulltrúa borgarinnar hafði tekið neikvætt í tillöguna, sem fól í sér að tengibygging yrði gerð frá göngugötunni í Mjóddinni að skiptistöð Strætó. Þrátt fyrir að neikvætt hafi verið tekið í tillöguna af hálfu skipulagsfulltrúa þarf það ekki að þýða að embættinu hafi litist illa á hugmyndina, heldur var bent á það að ekki væru enn áform um að ráðast í skipulagsvinnu á svæðinu sem nær frá Álfabakka að Breiðholtsbraut. 

Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins var lögð fram 1. nóvember. Í henni sagði að skoðaðir yrðu möguleikar á að …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár