Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Ég hef aldrei fengið eins mikið af kvörtunum og ljótum sögum“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, gagn­rýn­ir leigu­fé­lag­ið Ölmu fyr­ir sýnd­ar­mennsku eft­ir svör fé­lags­ins við um­ræðu um fram­komu þess gagn­vart grind­vískri fjöl­skyldu.

„Ég hef aldrei fengið eins mikið af kvörtunum og ljótum sögum“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að Alma leigufélag hafi aðeins gefið eftir í máli Grindvíkinga þegar mál þeirra komust í opinbera umræðu Mynd: Heiða Helgadóttir

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, sakar leigufélagið Ölmu um tvískinnung. Í færslu sem Ragnar birti á Facebook-síðu sinni segir hann að stuðningur leigufélagsins til Grindvíkinga sé einungis almannatengslabrella.

Félagið komi aðeins til móts við leigjendur þegar vakin er athygli á málum þeirra opinberlega. Í færslunni segir Ragnar að það hljóti að vera „einhver sérstakur staður fyrir fólk sem hagar sér ítrekað með þessum hætti eftir að jarðvist þess líkur“.

Leigufélagið Alma hefur séð mörgum íbúum frá Grindavík fyrir bráðabirgðahúsnæði eftir að rýma þurfti bæinn 10. nóvember í fyrra.

Rebekka Saidy, íbúi í Grindavík, greindi opinberlega frá slæmri reynslu sinni af viðskiptum við Ölmu, eftir að hún tók of litla íbúð á leigu fyrir sig og fjölskyldu sína vegna bráðabirgðaaðstæðna í hamförunum en fékk lítinn hljómgrunn fyrir því að fá að skipta yfir í stærra langtímahúsnæði án þess að klára þriggja mánaða uppsagnarfrest. Eftir að frásögn Rebekku birtist opinberlega fékk hún tölvupóst frá Ölmu leigufélagi að kvöldi með samþykkt á undanþágu frá uppsagnarfresti. Samfélagsmiðlafærsla Rebekku hvarf í kjölfarið og sagði hún í samtali við Vísi.is að það „margborgaði sig að hafa hátt“.

Í kjölfarið hélt framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, Ingólfur Árni Gunnarsson, því fram að málið væri byggt á misskilningi. Hann sagði að félagið muni leyfa öllum fyrrverandi íbúum Grindavíkur sem leigja íbúðir hjá félaginu að skila af sér íbúðum án uppsagnarfrests.

Þessari framsetningu mótmælir Ragnar Þór.

„Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur,“ segir hann á Facebook. „Leigufélagið Alma þverneitaði að losa fimm manna fjölskyldu úr Grindavík undan leigusamningi eftir að henni bauðst stærri og hentugri íbúð. Þegar vakin var athygli á málinu opinberlega skiptu stjórnendur félagsins um skoðun og ákváðu að gefa eftir. Meintur stuðningur eigenda Ölmu til Grindvíkinga nær ekki lengra en það að ekkert fæst í gegn nema vakin sé athygli á því opinberlega og sú umræða sé nægilega neikvæð.“

Umdeilt leigufélag

Alma leigufélag hefur reglulega komið upp í umræðunni vegna viðskiptahátta og framkomu gagnvart leigjendum. Félagið sætti til dæmis mikilli gagnrýni árið 2022 fyrir miklar hækkanir á leiguverði sem mörgum leigjendum þeirra í opna skjöldu. 

Í samtali við Heimildina segir Ragnar Þór Ölmu leigufélag skera sig úr í óbilgirni gagnvart leigjendum sínu. „Ég hef aldrei fengið eins mikið af kvörtunum, dæmum og ljótum sögum frá fólki sem hefur verið í samskiptum við þetta félag,“ segir Ragnar.

Ekki náðist í framkvæmdastjóra Ölmu við vinnslu fréttarinnar og tölvupósti á félagið hefur ekki verið svarað.

Umsvifamikið fjölskyldufyrirtæki

Alma íbúðafélag á tæplega 1.100 íbúðir í gegnum níu dótturfélög. Þá er eigandi Ölmu fjárfestingafélagið Langisjór sem í eigu fjögurra systkinanna: Egg­erts, Guð­nýjar Eddu, Gunn­ars Þórs og Hall­dórs Páls Gísla­sona og fjöl­skyldna þeirra. En Gunnar Þór Gíslason einmitt faðir Ingólfs Árna, framkvæmdastjóra Ölmu.

Ásamt Ölmu nær eignasamstæða Langasjávar ehf. yfir fjölmörg öflug fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Fyrirtæki á borð við Mata hf., Mat­fugl ehf. Sal­at­húsið ehf. og Síld og fisk ehf. tilheyra öll Langasjó. Samkvæmt ársreikningum hagnaðist Langisjór um 4 milljarða árið 2022 og eigið fé þess var 27,7 milljarðar króna.

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞÓ
    Þórarinn Ólafsson skrifaði
    Sperri eyrun þegar Ragnar Þór lætur í sér heyra. Glöggur maður á réttum stað.
    Það er með ólíkindum hvað græðgi sumra er takmarkalaus og ósvífin og því miður virðist þetta lið komast upp með allt hérlendis í skjóli þessarar voluðu ríkisstjórnar. Auðvitað á að vera leigubremsa á þessum oft illa fengnum íbúðum.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Neytendamál

Greiðslubyrðin tvöfaldaðist um mánaðarmót: „Það má ekkert koma upp á“
FréttirNeytendamál

Greiðslu­byrð­in tvö­fald­að­ist um mán­að­ar­mót: „Það má ekk­ert koma upp á“

Greiðslu­byrði af hús­næð­is­láni Gígju Skúla­dótt­ur tvö­fald­að­ist síð­ustu mán­að­ar­mót. Þeg­ar bú­ið er að greiða önn­ur mán­að­ar­leg gjöld stend­ur hún eft­ir með lít­ið á milli hand­anna til þess að verja í grunn nauð­synj­ar á borð mat. Hún seg­ir að lít­ið megi út af bregða án þess að hún lendi í fjár­hags­vand­ræð­um. Hún spyr hvernig venju­legu fólki tak­ist að lifa lífi sínu í nú­ver­andi efna­hags­ástandi.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Lagt til að ósáttir flugfarþegar greiði Samgöngustofu 5.000 króna málskotsgjald
FréttirNeytendamál

Lagt til að ósátt­ir flug­far­þeg­ar greiði Sam­göngu­stofu 5.000 króna mál­skots­gjald

Drög að nýrri reglu­gerð um rétt­indi flug­far­þega fóru ný­ver­ið í sam­ráðs­gátt. Sam­kvæmt drög­un­um er lagt til að kvart­end­ur greiði Sam­göngu­stöfu 5.000 króna gjald fyr­ir máls­með­ferð í ágrein­ings­mál­um sem skot­ið er til stofn­un­ar­inn­ar. Þá kveð­ur ný reglu­gerð á um að Sam­göngu­stofa muni fram­veg­is ekki taka við er­ind­um vegna skemmds eða glat­aðs far­ang­urs.
Fjársterkir einstaklingar og félög keyptu upp stóran hluta nýrra íbúða
FréttirNeytendamál

Fjár­sterk­ir ein­stak­ling­ar og fé­lög keyptu upp stór­an hluta nýrra íbúða

Sam­kvæmt töl­um frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un fjölg­aði íbúð­um í eigu lög­að­ila og ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð um 2.300 á síð­asta ári. Á sama tíma hef­ur fjölg­un íbúða í eigu ein­stak­linga sem að­eins eiga eina íbúð dreg­ist mik­ið sam­an und­an­far­in þrjú ár. Líta þarf aft­ur til árs­ins 2010 til þess að sjá sam­bæri­lega þró­un.
Sigurður Ingi sker upp herör gegn lóðabraski
FréttirNeytendamál

Sig­urð­ur Ingi sker upp her­ör gegn lóða­braski

Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son inn­viða­ráð­herra til­kynnti nú fyr­ir skömmu á Face­book-síðu sinni að hann hafi mælt fyr­ir frum­varpi sem fel­ur í sér hvata fyr­ir lóð­ar­hafa til að hefja upp­bygg­ingu á íbúð­ar­hús­næði án tafa eins og deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Til­gang­ur frum­varps­ins er með­al ann­ars sá að draga úr lóða­braski sem Sig­urð­ur Ingi lýsti sem „ófor­svar­an­legu at­hæfi“

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár