Rauði Krossinn í Færeyjum hvetur Færeyinga til að safna peningum til hjálpar Grindvíkingum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á heimasíðu færeyska Rauða Krossins: „Hjálpið okkum að savna pening inn til neyðstødd í Grindavík.“
Í tilkynningunni er vísað til neyðarsöfnunar íslenska Rauða Krossins sem stofnað var til 14. janúar til að styðja við Grindvíkinga. Þar segir að íslenski Rauði Krossinn hafi meðal annars hjálpað fólki við að fá bráðabirgðarhúsnæði, sálrænan og fjárhagslegan stuðning. Enn fremur hafi hann séð þeim sem þurftu föt, mat og aðrar nauðsynjar þegar þau voru flutt frá bænum.
Í færeysku tilkynningunni segir að vilji fólk hjálpa þessu mannúðarstarfi íslenska Rauða Krossins sé því velkomið að leggja fjárhæð inn á reikning færeyska Rauða Krossins, merkta „Ísland.“ Er tekið fram að þetta eigi við um bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Studdu Íslendinga eftir Heimaeyjargos og snjóflóðin 1995
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem færeyskir frændur okkar sýna stuðning við …
Athugasemdir