Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Stólaskipti í ráðhúsinu

Ein­ar Þor­steins­son tók við sem borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur í dag. Ein­ar verð­ur fyrsti Fram­sókn­ar­mað­ur­inn til þess að gegna embætti borg­ar­stjóra. Frá­far­andi borg­ar­stjóri, Dag­ur B. Eggerts­son, tek­ur nú við stöðu for­manns borg­ar­ráðs. Ein­ar og Dag­ur skipt­ust á lykl­um á skrif­stofu borg­ar­stjóra.

Stólaskipti í ráðhúsinu
Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri í dag Fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, hefur gegnt embætti borgarstjóri í tíu ár Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tók við embætti borgarstjóra í dag. Einar var kjörinn nýr borgarstjóri Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar klukkan þrjú. Var hann kosinn með 14 atkvæðum en auðir kosningaseðlar voru 9. Að fundi loknum munu nýr borgarstjóri og fráfarandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, skiptast á lyklum með formlegri athöfn sem fer fram á skrifstofu borgarstjóra. 

Í ræðu sinni þakkaði Einar fráfarandi borgarstjóra fyrir störf sín en minnti þó á þetta væri ekki kveðjustund og Dagur væri ekki farinn. Hann muni ennþá gegna mikilvægu hlutverki í borgarstjórn, sem formaður borgarráðs. 

Kveðið var á um sætaskipti Einars og Dags í meirihlutasáttmála Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sem undirritaður var sumarið 2022. Á fyrstu 18 mánuðum kjörtímabilsins hefur Einar verið formaður borgarráðs en nú mun Dagur gegna því embætti út kjörtímabilið.

Langur ferill í borgarstjórn

Dagur B. Eggertsson hefur verið borgarstjóri samfellt frá árinu 2014. Áður, eða haustið 2007, gegndi Dagur embætti borgarstjóra í hundrað daga. Hann hefur setið í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna frá árinu 2002. Enginn hefur setið lengur í borgarstjórn en hann.   

Í nýlegu viðtali við Heimildina sagðist Dagur ekki sjá fyrir sér að fara aftur í borgarstjórnarkosningar. Hann sagðist þó ekki útiloka að fara í landsmálin og taka þátt í næstu alþingiskosningum.

Samfylkingin hefur verið að mælast vel í könnunum og mælist nú með mest fylgi allra flokka á landsvísu. Í desemberkönnun Maskínu mældist flokkurinn með 26 prósenta fylgi, sem er um níu prósentum meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem er með næstmest fylgi.

Í ræðu á borgarstjórnarfundi í dag hrósaði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, Degi fyrir festu í stjórnmálum og þakkaði honum fyrir vel unnin störf. Þá bætti Dóra við „að sagan muni fara mjúkum höndum um Dag.“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri

Einar er fyrsti Framsóknarmaðurinn til að gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur. Þrátt fyrir stuttan feril í stjórnmálum tókst Einari að tryggja sér borgarstjórastólinn í krafti sögulega góðs gengis Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum árið 2022.

Í kosningunum fékk Framsóknarflokkurinn 18,7 prósent greiddra atkvæða. Jókst fylgi þeirra um rúm 15 prósent frá síðustu kosningum árið 2018, þar sem Framsóknarflokkurinn fékk um 3,2 prósent atkvæða.

Einar starfaði áður sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu um árabil. Áður en hann hóf feril sinn í stjórnmálum var hann flestum kunnur sem þáttastjórnandi í Kastljósi. Hann sagði upp störfum þar í ársbyrjun 2022 og í mars tilkynnti hann um framboð sitt í þættinum Vikunni með Gísla Marteini.

Áður en Einar gekk til liðs við Framsóknarflokkinn var hann meðlimur í Sjálfstæðisflokknum og var til að mynda eitt sinn formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. 

Einar er fæddur á aðfangadag 1978 og er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hann er kvæntur Millu Ósk Magnúsdóttur, sem starfar sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar.

Sjá má fund borgarstjórnar í beinu streymi hér:

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár