Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skatturinn stendur yfir líkinu af Kalkþörungafélaginu

Skatt­ur­inn er á góðri leið með að stórsk­aða at­vinnu­líf á Bíldu­dal og skilja Súð­vík­inga eft­ir með skuld­ir og sárt enn­ið, með óbil­girni, tudda­skap og af ann­ar­leg­um hvöt­um. Um þetta opn­aði fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is sig fyr­ir full­um sal í Hörpu á dög­un­um. Að fund­in­um stóðu skatta­ráð­gjaf­ar með stuðn­ingi alls at­vinnu­lífs­ins.

Skatturinn stendur yfir líkinu af Kalkþörungafélaginu
Halldór í öngum sínum Halldór Halldórsson sagðist vera í „sjokki“ yfir aðförum íslenska skattayfirvalda, sem hafi bankað upp á fyrir hönd íslenska ríkisins og hafið að „mjólka fyrirtækið til blóðs“. Mynd: Golli

„Takk fyrir að deila þessari ótrúlegu sögu, Halldór.“ 

Svona afkynnti Heiðrún Björk Gísladóttir, lögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, ræðumann sem hafði þá nýlokið máli sínu í Silfurbergi í Hörpu, að morgni 11. janúar síðastliðins. Þar héldu heildarsamtök atvinnurekenda og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hinn árlega „Skattadag“. 

Morguninn áður hafði útvarpsmaður á Bylgjunni lokið viðtali við þennan sama mann með orðunum: „Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins, takk fyrir spjallið. Við höldum með þér!“

Við bæði tilefnin var efnið það sama. Sagan var á þessa leið:

Að „fallegt, kyrlátt þorp í Arnarfirði“ hefði um síðustu aldamót „verið í dauðateygjunum“; togarinn og kvótinn farinn. Vestfirðingum hafi tekist að „hálf pína“ írskt fyrirtæki hingað til lands með verksmiðju og tugi starfa. Ef ekki hefði verið fyrir góðmennsku Íranna; reynslu, viðskiptasambönd og fjárfestingu, hefði aldrei orðið af neinu.

Og það þrátt fyrir „íslenskan gjaldmiðil, veður og launakostnað“, heldur vegna þess að hér var „vinsamlegt kerfi af hálfu stjórnvalda“ …

Kjósa
114
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Á. skrifaði
    Sko við erum sjallar og allir í sama liði, sko skattaundanskotsliðinu. HÚ!
    0
  • Guðjón Sigurðsson skrifaði
    Ef Írarnir hefðu sýnt snefil af sanngirni, ekki bara 100% græðgi, þá mundi ég mögulega tárast með Halldóri. 13 ár og ekki króna í skatt. Almenningur hefur ekki komist upp með það. Góð grein Helgi, takk.
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Frábær grein takk fyrir! Nú verður skattstjórí rekinn. Við verðum að fara að losna við þessa xD og xB mafíurnar úr ríkisstjórn!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stóriðjan í skotlínu skattsins

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár