Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mamma kenndi mér að vera manneskja

Á Há­skóla­torgi er Breki Páls­son, 25 ára doktorsnemi í stærð­fræði. Hann seg­ist hafa mót­ast af móð­ur sinni, sem kenndi hon­um kannski ekki að vera stærð­fræð­ing­ur held­ur hlý og góð mann­eskja.

Mamma kenndi mér að vera manneskja
Stærðfræði Breki er í doktorsnámi í stærfræði. Hann var í námi í París og segir það hafa verið æðislegt. „París er draumaborg. Bæði var gott andrúmsloft í náminu, mikið stærðfræðiandrúmsloft.“ Mynd: AMÓ

Ég er í doktorsnámi í stærðfræði og er 25 ára. Í náminu einblíni ég á það sem kallast slembi-net eða random graphs á ensku. Þetta er fræði þess að tengja hluti saman, skoða hvernig hlutir tengjast saman og svo er líkindafræðilegur bragur yfir þessu. Það eru einhverjar líkur á hlutunum. Það sem ég er að gera er frekar fræðilegt. Hvernig get ég útskýrt fræðilega stærðfræði?

Augnablik.

Þegar ég verð eldri myndi ég vilja verða prófessor. Það væri æði að kenna, en vera ekki bara að kenna. Ég hef mjög gaman af því, vegna þess að mér finnst gaman að útskýra fólki, sérstaklega það sem ég hef áhuga á. En hef líka áhuga á að stunda rannsóknir samhliða því. Prófessor hefur þetta jafnvægi á milli þess að kenna og skapa nýja þekkingu. Ég hefði mjög mikinn áhuga á því. 

Ég er nýkominn að utan. Ég var að læra úti í París og það var æðislegt, París er draumaborg. Bæði var gott andrúmsloft í náminu, mikið stærðfræðiandrúmsloft, og svo er borgin rosafalleg og það er gaman að ganga þar um. Borgin hefur upp á allt að bjóða. Ef maður hefur áhuga á einhverju þá er það örugglega til þarna. 

„Ég hef alltaf verið mikill mömmustrákur“

En ég held að ekkert hafi mótað mig meira en fjölskyldan mín og sambandið við hana. Ég á þokkalega stóra fjölskyldu. Ég á eldri systur sem ég hef alltaf búið með og fjögur hálfsystkin sem eru öll yngri en ég. En það sem hefur aðallega mótað mig er samband mitt við móður mína. Hún hefur mótað mín gildi og viðmið, kennt mér hvernig er að vera manneskja. Ekki beint í samtali heldur sem fyrirmynd, því hvernig hún er. Ég myndi ekki segja að hún hafi haft áhrif á það hvernig ég er sem stærðfræðingur, en hvernig ég haga mér og hvernig ég tekst á við vandamál. Þessi virðing, hlýja og góðmennska. 

Við höfum alltaf verið góðir vinir og ég get sagt henni allt. Ef persónuleg vandamál koma upp er mamma fyrsta manneskjan sem ég hringi í. Ég hef aldrei farið í fýlu út í hana eða uppreisn gegn henni, nema kannski mögulega þegar ég var lítið barn. Ég hef alltaf elskað mömmu, frá því að ég var lítill og ég hef alltaf verið mikill mömmustrákur. 

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EKKI MÓTAÐI MAMMA MÍN MIG NEITT SERSTAKLEGA MAN VEL EFTIR ÞVÌ VAR MÓTUÐ FREKAR AF AÐVENTISTUM ÞVÍ EG VAR EINMITT í skóla hjá þeim á viðkvæmustu mótunar árum mínum hlíðardals skóla í ölvusinu er samt ekki skírð inn í söfnuðinn samt og myndi aldrei vilja það heldur samt aðhyllist ég kenninga þeirra sem þau boða
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár