Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mamma kenndi mér að vera manneskja

Á Há­skóla­torgi er Breki Páls­son, 25 ára doktorsnemi í stærð­fræði. Hann seg­ist hafa mót­ast af móð­ur sinni, sem kenndi hon­um kannski ekki að vera stærð­fræð­ing­ur held­ur hlý og góð mann­eskja.

Mamma kenndi mér að vera manneskja
Stærðfræði Breki er í doktorsnámi í stærfræði. Hann var í námi í París og segir það hafa verið æðislegt. „París er draumaborg. Bæði var gott andrúmsloft í náminu, mikið stærðfræðiandrúmsloft.“ Mynd: AMÓ

Ég er í doktorsnámi í stærðfræði og er 25 ára. Í náminu einblíni ég á það sem kallast slembi-net eða random graphs á ensku. Þetta er fræði þess að tengja hluti saman, skoða hvernig hlutir tengjast saman og svo er líkindafræðilegur bragur yfir þessu. Það eru einhverjar líkur á hlutunum. Það sem ég er að gera er frekar fræðilegt. Hvernig get ég útskýrt fræðilega stærðfræði?

Augnablik.

Þegar ég verð eldri myndi ég vilja verða prófessor. Það væri æði að kenna, en vera ekki bara að kenna. Ég hef mjög gaman af því, vegna þess að mér finnst gaman að útskýra fólki, sérstaklega það sem ég hef áhuga á. En hef líka áhuga á að stunda rannsóknir samhliða því. Prófessor hefur þetta jafnvægi á milli þess að kenna og skapa nýja þekkingu. Ég hefði mjög mikinn áhuga á því. 

Ég er nýkominn að utan. Ég var að læra úti í París og það var æðislegt, París er draumaborg. Bæði var gott andrúmsloft í náminu, mikið stærðfræðiandrúmsloft, og svo er borgin rosafalleg og það er gaman að ganga þar um. Borgin hefur upp á allt að bjóða. Ef maður hefur áhuga á einhverju þá er það örugglega til þarna. 

„Ég hef alltaf verið mikill mömmustrákur“

En ég held að ekkert hafi mótað mig meira en fjölskyldan mín og sambandið við hana. Ég á þokkalega stóra fjölskyldu. Ég á eldri systur sem ég hef alltaf búið með og fjögur hálfsystkin sem eru öll yngri en ég. En það sem hefur aðallega mótað mig er samband mitt við móður mína. Hún hefur mótað mín gildi og viðmið, kennt mér hvernig er að vera manneskja. Ekki beint í samtali heldur sem fyrirmynd, því hvernig hún er. Ég myndi ekki segja að hún hafi haft áhrif á það hvernig ég er sem stærðfræðingur, en hvernig ég haga mér og hvernig ég tekst á við vandamál. Þessi virðing, hlýja og góðmennska. 

Við höfum alltaf verið góðir vinir og ég get sagt henni allt. Ef persónuleg vandamál koma upp er mamma fyrsta manneskjan sem ég hringi í. Ég hef aldrei farið í fýlu út í hana eða uppreisn gegn henni, nema kannski mögulega þegar ég var lítið barn. Ég hef alltaf elskað mömmu, frá því að ég var lítill og ég hef alltaf verið mikill mömmustrákur. 

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EKKI MÓTAÐI MAMMA MÍN MIG NEITT SERSTAKLEGA MAN VEL EFTIR ÞVÌ VAR MÓTUÐ FREKAR AF AÐVENTISTUM ÞVÍ EG VAR EINMITT í skóla hjá þeim á viðkvæmustu mótunar árum mínum hlíðardals skóla í ölvusinu er samt ekki skírð inn í söfnuðinn samt og myndi aldrei vilja það heldur samt aðhyllist ég kenninga þeirra sem þau boða
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár