Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Það er svartur dagur í dag fyrir Grindavík“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að hug­ur og bæn­ir þjóð­ar­inn­ar væru hjá Grind­vík­ing­um í dag. Á krefj­andi stund­um komi bestu hlið­ar ís­lensks sam­fé­lags þó iðu­lega í ljós. Frek­ari að­gerð­ir til að tryggja hús­næði og af­komu fyr­ir Grind­vík­inga verða kynnt­ar á morg­un og vinnu vegna upp­gjörs á tjóni verð­ur flýtt. Þá verða kynnt­ar að­gerð­ir til stuðn­ings fyr­ir­tækj­um eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund á morg­un.

„Það er svartur dagur í dag fyrir Grindavík“
Þungbúin Víðir Reynisson og Katrín Jakobsdóttir ræddu við þjóðina á blaðamannafundi almannavarna í kvöld ásamt og Benedikt Halldórssyni. Mynd: RÚV

„Það er svartur dagur í dag fyrir Grindavík. Og það er svartur dagur í dag fyrir Ísland. En sólin mun koma upp aftur.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi almannavarna sem hófst klukkan sjö í kvöld. „Saman munum við takast á við þetta áfall og það sem verða kann. Hugur okkar og bænir eru hjá ykkur.“ Hún sagði að á krefjandi stundum komi bestu hliðar íslensks samfélags iðulega í ljós. Óvissan hafi nú staðið yfir í 65 daga og jarðhræringarnar á svæðinu í um fjögur ár. 

Tilefni fundarins var að fara yfir þá stöðu sem er komin upp eftir að eldgos hófst skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Þá opnaðist sprunga og hraun flæddi úr henni í átt að bæjarstæðinu. Staðan varð síðan mun verri um hádegisbilið þegar önnur sprunga, um hundrað metra löng, opnaðist rétt fyrir utan bæinn, innan varnargarða. Hraun úr þeirri sprungu flæddi fljótlega inn í bæinn og þegar hafa að minnsta kosti þrjú íbúðarhús brunnið. Fleiri munu fara sama veg. „Atburðirnir í dag eru með þeim hætti að þeir munu seint líka okkur úr minni,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, á fundinum í kvöld. Hann sagði að töluverðar skemmdir hefðu þegar orðið á innviðum. Rafmagns- og hitavatnslaust væri í Grindavík. „Þetta er verkefni. Ég held að það sé þannig að við séum komin með ansi mikla reynslu af því að fást við þetta verkefni, þó að þetta sé kannski alvarlegasti atburðurinn í þessu og kannski alvarlegasti atburðurinn og alvarlegasta ógnin sem við höfum fengið af eldgosum á Íslandi síðan í janúar 1973,“ sagði Víðir og vísaði þar til Vestmannaeyjagossins. 

Benedikt Halldórsson, jarðvísindamaður á Veðurstofu Íslands, sagði að seinni sprungan, sú sem er að valda mestum skaða í Grindavík nú, virðist vera í framhaldi af sprungu sem var kortlögð 10. nóvember í fyrra, þegar Grindavík var fyrst rýmd með hraði. 

Boðaði frekari aðgerðir á morgun

Katrín sagði það blasa við að eldgosið nú væri „á mjög slæmum stað.“ Um gríðarlegar náttúruhamfarir væri að ræða. Varnargarðarnir sem ráðist hefði verið í að byggja hefðu ekki dugað til að verja bæinn en þeir hefðu þó sannað gildi sitt með því að beina hrauni úr fyrri sprungunni frá. 

Hún boðaði stórauknar stuðningsaðgerðir fyrir Grindvíkinga en fór ekki yfir nákvæmlega í hverju þær muni felast. Grindvíkingum verði tryggður aukinn aðgangur að sálgæslu og annarri bakþjónustu og á morgun mun ríkisstjórn Íslands funda um frekari stuðningsaðgerðir. Þær munu snúast um húsnæðismál og afkomu fólks í Grindavík og stuðning við fyrirtæki í bænum. „Við munum setja stóraukinn kraft í að kaupa íbúðir til að tryggja aðgengi að húsnæði fyrir Grindvíkinga sem er ekki nægilega gott nú.“ Markmiðið sé að koma öllum sem eru í skammtimahúsnæði í öruggari stöðu eins fljótt og kostur er. „Við munum flýta, eins og kostur er, allri vinnu við uppgjör á tjóni í samvinnu við sveitarfélagið, en það er alveg ljóst að atburðir dagsins og gærdagsins munu hafa áhrif á þá vinnu.“

Þrýstingurinn ekki að aukast lengur

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í kvöldfréttum RÚV að það sé farið að draga aðeins úr gosinu en það sé erfitt að segja hversu hratt það gerist. Gosið nú væri mun kraftminna en gosið sem varð 18. desember en hratt dró úr fyrra gosinu. Það gerist mun hægar nú. 

Aðspurður hvort hægt væri að segja til um hvar sprungur gætu opnast sagði hann að hann hefði ekki átt von á seinni sprungunni en að hún hafi þó ekki komið beint á óvart. Það hafi opnast svona sprungur í gosi á svæðingu fyrir um átta hundruð árum síðan. „Þrýstingurinn er ekki að aukast lengur heldur aðeins frekar að minnka. Það dregur aðeins úr hraunflæðinu en mjög hægt og þetta getur staðið í daga eða vikur. Við vitum það ekki. En þá er ólíklegra að það opnist nýjar sprungur.“

Rýmt með hraði í nótt

Áköf smáskjálftahrina hófst rétt fyrir klukkan þrjú við Sundhnúksgíga nokkrum kílómetrum norðaustur af Grindavík. Hátt í 200 jarðskjálftar höfðu verið mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst og til klukkan fimm í nótt og virknin færðist jafnt og þétt í átt að Grindavík. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist um 3,5 að stærð og varð klukkan 4:07 við Hagafell. Bæði borholuþrýstingsmælingar (frá HS Orku) og rauntíma GPS stöðvar á svæðinu sýndu einnig breytingar og því var talið líklegt að kvikuhlaup væri að eiga sér stað. 

Eldgosið hófst klukkan 7:57. Fyrri sprungan opnaðist rétt norðan við Hagafell sem er sunnan við syðsta gosop sem opnaðist í síðasta gosi í desember. Almannavarnir hækkuðu almannavarnarstig úr hættustigi upp á neyðarstig samhliða þessu. Seinni sprungan opnaðist svo um hádegisbilið. 

Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan á Suðurnesjum hóf samstundis að rýma Grindavík og samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var gengið í hús og þeim sem þar voru fyrir gefin skammur tími til að taka saman helstu nauðsynjar.

Þeim sem ekki höfðu í önnur hús að venda var bent á að fara í höfuðstöðvar Rauða krossins í Efstaleiti þar sem fjöldahjálpastöð var opnuð. Þeim sem höfðu ekki í önnur hús að venda var komið fyrir á Hótel Völlum í Hafnarfirði. Þar dvelja nokkrir tugir Grindvíkinga nú.

Átti að rýma á mánudag

Í gær var haldinn blaðamannafundur þar sem forystufólk almannavarna og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynntu þá ákvörðun almannavarna að rýma Grindavík, frá og með klukkan 19 á mánudaginn kemur, til að gefa viðbragðsaðilum svigrúm til að kortleggja svæðið næstu vikurnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í færslu á Facebook í gær að ákvörðunin væri stór en að hún hefði verið tekin vegna þess að veruleg áhætta er talin á að sprungur opnist víðar í bænum. „Í síðustu vikunni varð skelfilegt slys þegar maður sem var að störfum í bænum hrapaði ofan í hyldjúpa sprungu og hefur ekki fundist. Hugur okkar allra er hjá aðstandendum hans og öllum Grindvíkingum.“

Sá maður heitir Lúðvík Pétursson. Hann var fæddur 22. ágúst 1973, á fjögur börn, tvö stjúpbörn og tvö barnabörn. Lúðvík féll ofan í sprungu þegar hann var við jarðvegsvinnu í Grindavík 10. janúar síðastliðinn. Umfangsmikil leit var gerð af honum ofan í sprungunni en hún skilaði ekki árangri og á föstudagskvöld var ákveðið að hætta henni.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár