Alda Margrét Hauksdóttir lífeindafræðingur býr á Efrahópi 3 í Grindavík, ásamt eiginmanni sínum, Gretti Sigurjónssyni. Húsi sem hraunið færist óðum nær.
Hún var tilbúin að tala við blaðamann og sagði stöðuna auðvitað ekki góða.
„Það verður að segjast eins og er. Nú er kviknað í húsinu fyrir aftan okkar hús. Eins og aðrir íbúar erum við að horfa á ævistarfið okkar brenna. Við byggðum þarna sex hús en seldum tvö; þarna eru börnin okkar, barnabörn og tengdabörn.“
Fólk hugsaði að timburhús væru betri í jarðskjálftum
Fjölskyldan er búsett í fjórum húsanna, öllum í Efriahopi. „Þar sem sprungan opnaðist og enginn átti von á þessu,“ segir Alda Margrét.
„Fyrsta húsið sem fór er Efrihópur 19,“ segir hún og útskýrir að það hús sé í byggingu, svokallað CLT-tréhús, sem er límtréseiningarhús og því sé lengur að kvikna í því.
„En húsið sem er næst, …
Milljörðum spreðað í að verja einkafyrirtæki.
En EKKERT gert til að verja eigur einstaklingana!
Því var ekki búið að staðsetja öflugar dælur við jaðar Grindavíkur ?
Stutt í ískaldann sjóinn og reyna að stýra hraunfæðinu frá bænum, eins og gert var í Vestmannaeyjum á sínum tíma.
Svo maður tali nú ekki um að rusla upp varnargörðum, eins og gert var fyrir einka fyrirtækin þeim að kostnaðarlausu.
Og þjóðin látin borga brúsann fyrir auðrónana!