Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Teitur Björn vildi ekki fullyrða að Svandís ætti að segja af sér

Þrír þing­menn stjórn­ar­flokk­anna ræddu sín á milli um ábyrgð Svandís­ar Svavars­dótt­ur í kjöl­far álits um­boðs­manns Al­þing­is um stöðv­un henn­ar á hval­veið­um síð­asta sum­ar. Teit­ur Björn Ein­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, sagði að með fram­ferði sínu hefði Svandís far­ið gegn því sem ákveð­ið hefði ver­ið með gerð stjórn­arsátt­mála – að hrófla ekki við hval­veið­um.

Í nýjasta þætti Pressu fékk Helgi Seljan til sín þrjá stjórnarþingmenn. Það voru þau Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, og Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar. Ræddu þau meðal annars um álit umboðsmanns Alþingis á ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum í sumar. 

Teitur og Steinunn eru ósammála

Spurður út í afstöðu sína sagði Teitur Björn framgöngu matvælaráðherra vera alvarlegt brot. Hann vildi þó ekki fullyrða um það að Svandís ætti að segja af sér. Að hans mati væri þó hægt að ganga að því vísu að ráðherra sem hegðaði sér líkt og hún fengi ekki að starfa áfram í skjóli Sjálfstæðisflokks. 

„[Framganga matvælaráðherra] hefur grafið undan trausti. Og við erum að fara fram á það að VG leysi úr þessu máli. Hvernig á að skapa starfsfrið um þau verkefni sem flokkarnir eru sammála um að vinna áfram,“ sagði Teitur.

Steinunn Þóra, þingmaður VG, tók undir að álit umboðsmanns ætti að taka alvarlega. „Það er ekki þannig að það fylgi því að ráðherrar segi af sér þó svo að það sé komið með ábendingar um hluti sem betur mætti fara,“ sagði hún. Benti Steinunn á það að Svandís hefði tekið ákvörðunina um frestun hvalveiða í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan ráðuneytisins. 

Þessu var Teitur ósammála. „Hún tekur ákvörðun sem er gegn þeim ráðleggingum sem þar [í ráðuneytinu] er að finna.“ Sagði Teitur enn fremur að ekki hefði verið fallist á tillögu Vinstri grænna að setja bann á hvalveiðum í stjórnarsáttmála. „Það var niðurstaðan. Það var það sem var lagt til grundvallar. Þannig það yrði ekki hróflað við hvalveiðum. Gegn þessu fer matvælaráðherra,“ sagði hann.

„Nei,“ sagði Steinunn Þóra, og hristi höfuðið. 

„Gegn þessu fer víst matvælaráðherrann og stöðvar hvalveiðar með ólögmætum hætti, sem er, eins og umboðsmaður Alþingis kemst að, bann við hvalveiðum. Þetta höfum við alltaf sagt að er algjörlega ótækt. Þess vegna er þetta svona alvarlegt mál,“ svaraði Teitur.

Menn eigi að virða leikreglur

Ágúst Bjarni, þingmaður Framsóknar, sagði að ein leið til að leysa úr ástandinu væri að ráðherrar hefðu stólaskipti líkt og fordæmi væri fyrir. „Þetta er verkefni formanna að leysa úr og ég treysti þeim til þess,“ sagði hann. Hann sagði að ætlast væri til að menn færu eftir þeim leikreglum sem þingið setti. 

Þegar nefnt var að Lilja Alfreðsdóttir flokkssystir Ágústs hefði einnig gerst brotleg við lög –jafnréttislög – á ráðherrastól með því að ráða Pál Magnússon flokksbróður sinn til ráðuneytis síns, fannst Ágústi það „heldur ódýr umræða.“ Páll hafi verið fullkomlega hæfur til að gegna því starfi. „Þarna finnst mér verið að blanda saman ólíkum hlutum,“ sagði hann.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LBE
    Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
    Svandís vann sína vinnu í samráði við álit sérfræðinga um velferð dýra. gegn fólki í þjóðfélaginu, með mikil völd og voldugt bakland. enda fékk hún að finna fyrir þeim,og hnífstungu í bakið. Mér finnst hún algjör hetja. Og vill að hún Sítji áfram sem fastast. Við þurfum fleira fólk eins og hana á alþingi. Fólk sem Þorir að standa með samvisku sinni, og lætur ekki undan spillingu og hótunum. Heldur stendur með sinni sannfæringu. Og lætur ekki nauðbeyga sig kúa og spilla. ÁFRAM SVANDÍS.
    0
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Vanhæf ríkisstjórn
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár