Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Teitur Björn vildi ekki fullyrða að Svandís ætti að segja af sér

Þrír þing­menn stjórn­ar­flokk­anna ræddu sín á milli um ábyrgð Svandís­ar Svavars­dótt­ur í kjöl­far álits um­boðs­manns Al­þing­is um stöðv­un henn­ar á hval­veið­um síð­asta sum­ar. Teit­ur Björn Ein­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, sagði að með fram­ferði sínu hefði Svandís far­ið gegn því sem ákveð­ið hefði ver­ið með gerð stjórn­arsátt­mála – að hrófla ekki við hval­veið­um.

Í nýjasta þætti Pressu fékk Helgi Seljan til sín þrjá stjórnarþingmenn. Það voru þau Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, og Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar. Ræddu þau meðal annars um álit umboðsmanns Alþingis á ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum í sumar. 

Teitur og Steinunn eru ósammála

Spurður út í afstöðu sína sagði Teitur Björn framgöngu matvælaráðherra vera alvarlegt brot. Hann vildi þó ekki fullyrða um það að Svandís ætti að segja af sér. Að hans mati væri þó hægt að ganga að því vísu að ráðherra sem hegðaði sér líkt og hún fengi ekki að starfa áfram í skjóli Sjálfstæðisflokks. 

„[Framganga matvælaráðherra] hefur grafið undan trausti. Og við erum að fara fram á það að VG leysi úr þessu máli. Hvernig á að skapa starfsfrið um þau verkefni sem flokkarnir eru sammála um að vinna áfram,“ sagði Teitur.

Steinunn Þóra, þingmaður VG, tók undir að álit umboðsmanns ætti að taka alvarlega. „Það er ekki þannig að það fylgi því að ráðherrar segi af sér þó svo að það sé komið með ábendingar um hluti sem betur mætti fara,“ sagði hún. Benti Steinunn á það að Svandís hefði tekið ákvörðunina um frestun hvalveiða í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan ráðuneytisins. 

Þessu var Teitur ósammála. „Hún tekur ákvörðun sem er gegn þeim ráðleggingum sem þar [í ráðuneytinu] er að finna.“ Sagði Teitur enn fremur að ekki hefði verið fallist á tillögu Vinstri grænna að setja bann á hvalveiðum í stjórnarsáttmála. „Það var niðurstaðan. Það var það sem var lagt til grundvallar. Þannig það yrði ekki hróflað við hvalveiðum. Gegn þessu fer matvælaráðherra,“ sagði hann.

„Nei,“ sagði Steinunn Þóra, og hristi höfuðið. 

„Gegn þessu fer víst matvælaráðherrann og stöðvar hvalveiðar með ólögmætum hætti, sem er, eins og umboðsmaður Alþingis kemst að, bann við hvalveiðum. Þetta höfum við alltaf sagt að er algjörlega ótækt. Þess vegna er þetta svona alvarlegt mál,“ svaraði Teitur.

Menn eigi að virða leikreglur

Ágúst Bjarni, þingmaður Framsóknar, sagði að ein leið til að leysa úr ástandinu væri að ráðherrar hefðu stólaskipti líkt og fordæmi væri fyrir. „Þetta er verkefni formanna að leysa úr og ég treysti þeim til þess,“ sagði hann. Hann sagði að ætlast væri til að menn færu eftir þeim leikreglum sem þingið setti. 

Þegar nefnt var að Lilja Alfreðsdóttir flokkssystir Ágústs hefði einnig gerst brotleg við lög –jafnréttislög – á ráðherrastól með því að ráða Pál Magnússon flokksbróður sinn til ráðuneytis síns, fannst Ágústi það „heldur ódýr umræða.“ Páll hafi verið fullkomlega hæfur til að gegna því starfi. „Þarna finnst mér verið að blanda saman ólíkum hlutum,“ sagði hann.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • LBE
    Lára Brynhildur Eiríksdóttir skrifaði
    Svandís vann sína vinnu í samráði við álit sérfræðinga um velferð dýra. gegn fólki í þjóðfélaginu, með mikil völd og voldugt bakland. enda fékk hún að finna fyrir þeim,og hnífstungu í bakið. Mér finnst hún algjör hetja. Og vill að hún Sítji áfram sem fastast. Við þurfum fleira fólk eins og hana á alþingi. Fólk sem Þorir að standa með samvisku sinni, og lætur ekki undan spillingu og hótunum. Heldur stendur með sinni sannfæringu. Og lætur ekki nauðbeyga sig kúa og spilla. ÁFRAM SVANDÍS.
    0
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Vanhæf ríkisstjórn
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár