„Ég er fórnarlamb pólitískra ofsókna af því ég var starfandi í stjórnmálaflokki í Venesúela sem heitir Primera Justicia,“ segir Yuri Karina Bouquette De Alvarado, 42 ára venesúelsk kona, sem er hælisleitandi á Íslandi.
Hún kemur frá Yaritagua, 120 þúsund manna borg í vesturhluta Venesúela. „Borgarstjórinn [Juan Manuel Parada] í borginni þar sem ég bjó í Venesúela kærði mig og sendi menn heim til mín sem ógnuðu mér. Þeir tóku farsímann minn af mér sem refsingu fyrir það að ég var að dreifa myndbandi sem þeir voru ósáttir við. Þeir sögðu mér að hætta að gagnrýna stjórnvöld því annars myndu þeir beita mig ofbeldi eða setja mig í fangelsi,“ segir Yuri. „Ég er einfaldlega ekki sammála einræðisstjórninni í Venesúela.“
Einræðisríkið leyfir ekki gagnrýni
Yuri lýsir því hvernig ríkisvaldið í Venesúela notar pólitískt kjörna fulltrúa á vegum stjórnar einræðisherrans Nicolás Maduro, arftaka sósíalistans Hugo Chávez, til að berja niður pólitíska gagnrýni …
Athugasemdir