Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sat fyrir svörum í nýjasta þætti Pressu í hádeginu. Spurði Helgi Seljan meðal annars út í aukna útvistun verkefna úr opinbera kerfinu yfir í einkarekna heilbrigðiskerfið. „Ég er ekki mikill talsmaður útvistunar per se,“ sagði ráðherra.
Segir ekki verið að einkavæða
Willum útskýrði þó að þær aðgerðir sem ráðist hefði verið í hafi verið til þess fallnar að auka jafnt aðgengi sjúklinga að þjónustu óháð efnahag. Ef engir samningar séu á milli sérfræðilækna, sem eru yfirleitt sjálfstætt starfandi, og Sjúkratrygginga þá gangi ekki heilbrigðisstefnan til 2030. „Það er markmið að semja um þessa þjónustu. Það er ekki einkavæðing. Ég er að semja um þjónustu sem er fyrir og við erum að greiða fyrir.“
Helgi benti þá á að mikið hefði verið gefið eftir miðað fyrri samningaviðræður, t.d. hvað eftirlit varðar. „Ég ætla ekki …
Athugasemdir (1)