Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Willum: „Ég er ekki mikill talsmaður útvistunar per se“

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra var við­mæl­andi Helga Selj­an í nýj­asta þætti Pressu. Sat hann fyr­ir svör­um um aukna út­vist­un verk­efna úr op­in­bera kerf­inu yf­ir í einka­rekna heil­brigðis­kerf­ið, skoð­un hans á því að fyrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur hans sé nú orð­inn fram­kvæmda­stjóri Klíník­ur­inn­ar, ástand­ið á bráða­mót­töku og hvort rík­is­stjórn­in muni springa í bráð.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sat fyrir svörum í nýjasta þætti Pressu í hádeginu. Spurði Helgi Seljan meðal annars út í aukna útvistun verkefna úr opinbera kerfinu yfir í einkarekna heilbrigðiskerfið. „Ég er ekki mikill talsmaður útvistunar per se,“ sagði ráðherra.

Segir ekki verið að einkavæða

Willum útskýrði þó að þær aðgerðir sem ráðist hefði verið í hafi verið til þess fallnar að auka jafnt aðgengi sjúklinga að þjónustu óháð efnahag. Ef engir samningar séu á milli sérfræðilækna, sem eru yfirleitt sjálfstætt starfandi, og Sjúkratrygginga þá gangi ekki heilbrigðisstefnan til 2030. „Það er markmið að semja um þessa þjónustu. Það er ekki einkavæðing. Ég er að semja um þjónustu sem er fyrir og við erum að greiða fyrir.“

Helgi benti þá á að mikið hefði verið gefið eftir miðað fyrri samningaviðræður, t.d. hvað eftirlit varðar. „Ég ætla ekki …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu