Alls voru 21,3 milljarðar króna greiddir inn á íbúðalán á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2023 með því að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól þeirra. Um er að ræða metár. Aldrei áður hefur meira en 20 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti innan almanaksárs. Þetta kemur fram í hagvísum Seðlabanka Íslands.
Frá því að opnað var fyrir þessa leið húsnæðisstuðnings í nóvember 2014 hafa alls 151,2 milljarðar króna ratað inn á höfuðstól lána þeirra sem hafa getað nýtt sér hann. Um er að ræða húsnæðisstuðning sem gagnast fyrst og síðast efri tekjuhópum. Engin tekju- eða eignarskerðingarmörk eru fyrir því að fá þennan stuðning. Hann stendur öllum, ríkum og fátækum og þeim sem eru þar á milli, til boða.
Í skýrslu starfshóps stjórnvalda um húsnæðisstuðning, sem birt var fyrir rúmu ári, kom fram að það eru aðallega þeir betur settu sem fá hann. Alls 77 prósent þeirra sem …
Athugasemdir (2)