Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Metupphæð í skattfrjálsa nýtingu á séreignarsparnaði

Frá því að heim­ilt var að nýta sér­eign­ar­sparn­að skatt­frjálst til að greiða nið­ur íbúðalán hef­ur rík­is­sjóð­ur gef­ið eft­ir á sjötta tug millj­arða króna í fram­tíð­ar­tekj­um. Sú upp­hæð hef­ur far­ið í stuðn­ing til þeirra sem nýta sér leið­ina, en næst­um átta af hverj­um tíu sem það gera til­heyra efstu þrem­ur tekju­hóp­un­um.

Metupphæð í skattfrjálsa nýtingu á séreignarsparnaði
Vill ekki hækka skatta Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að leggja sig fram við að teikna upp aðra valkosti en skattahækkanir til að mæta kröfur breiðfylkingar stéttarfélaga um endurreisn millifærslukerfa. Mynd: Golli

Alls voru 21,3 milljarðar króna greiddir inn á íbúðalán á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2023 með því að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól þeirra. Um er að ræða metár. Aldrei áður hefur meira en 20 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti innan almanaksárs. Þetta kemur fram í hagvísum Seðlabanka Íslands.

Frá því að opnað var fyrir þessa leið húsnæðisstuðnings í nóvember 2014 hafa alls 151,2 milljarðar króna ratað inn á höfuðstól lána þeirra sem hafa getað nýtt sér hann. Um er að ræða húsnæðisstuðning sem gagnast fyrst og síðast efri tekjuhópum. Engin tekju- eða eignarskerðingarmörk eru fyrir því að fá þennan stuðning. Hann stendur öllum, ríkum og fátækum og þeim sem eru þar á milli, til boða. 

Í skýrslu starfshóps stjórnvalda um húsnæðisstuðning, sem birt var fyrir rúmu ári, kom fram að það eru aðallega þeir betur settu sem fá hann. Alls 77 prósent þeirra sem …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Launatengd skattleysismörk þeirra sem eru að kaupa sér fyrsta húsnæði hefði skilað meiru fyrir almenning og ekki valdið hvata til fjármálabrasks varðandi húsnæðismálin. En alas allt er gert til að mynda hvata til að hækka húsnæðisverð svo fjárfestar og lánaveitendur fái meiri hagnað. Því þetta skilar sér lítið í vasa byggingaraðilanna sjálfra. 50 % af húsnæðisbyggingarkostnaði lendir í vasa sveitarfélaga og ríkisins... pælið í því.
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Stórkostlegt!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár