Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Metupphæð í skattfrjálsa nýtingu á séreignarsparnaði

Frá því að heim­ilt var að nýta sér­eign­ar­sparn­að skatt­frjálst til að greiða nið­ur íbúðalán hef­ur rík­is­sjóð­ur gef­ið eft­ir á sjötta tug millj­arða króna í fram­tíð­ar­tekj­um. Sú upp­hæð hef­ur far­ið í stuðn­ing til þeirra sem nýta sér leið­ina, en næst­um átta af hverj­um tíu sem það gera til­heyra efstu þrem­ur tekju­hóp­un­um.

Metupphæð í skattfrjálsa nýtingu á séreignarsparnaði
Vill ekki hækka skatta Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að leggja sig fram við að teikna upp aðra valkosti en skattahækkanir til að mæta kröfur breiðfylkingar stéttarfélaga um endurreisn millifærslukerfa. Mynd: Golli

Alls voru 21,3 milljarðar króna greiddir inn á íbúðalán á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2023 með því að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól þeirra. Um er að ræða metár. Aldrei áður hefur meira en 20 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti innan almanaksárs. Þetta kemur fram í hagvísum Seðlabanka Íslands.

Frá því að opnað var fyrir þessa leið húsnæðisstuðnings í nóvember 2014 hafa alls 151,2 milljarðar króna ratað inn á höfuðstól lána þeirra sem hafa getað nýtt sér hann. Um er að ræða húsnæðisstuðning sem gagnast fyrst og síðast efri tekjuhópum. Engin tekju- eða eignarskerðingarmörk eru fyrir því að fá þennan stuðning. Hann stendur öllum, ríkum og fátækum og þeim sem eru þar á milli, til boða. 

Í skýrslu starfshóps stjórnvalda um húsnæðisstuðning, sem birt var fyrir rúmu ári, kom fram að það eru aðallega þeir betur settu sem fá hann. Alls 77 prósent þeirra sem …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Launatengd skattleysismörk þeirra sem eru að kaupa sér fyrsta húsnæði hefði skilað meiru fyrir almenning og ekki valdið hvata til fjármálabrasks varðandi húsnæðismálin. En alas allt er gert til að mynda hvata til að hækka húsnæðisverð svo fjárfestar og lánaveitendur fái meiri hagnað. Því þetta skilar sér lítið í vasa byggingaraðilanna sjálfra. 50 % af húsnæðisbyggingarkostnaði lendir í vasa sveitarfélaga og ríkisins... pælið í því.
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Stórkostlegt!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár