Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pósturinn neitar að útskýra ákvörðun fyrir þingnefnd

Þing­manni Fram­sókn­ar þyk­ir „af­ar sér­stakt“ að op­in­bera hluta­fé­lag­ið Ís­land­s­póst­ur hafi ekki vilj­að gera þing­nefnd grein fyr­ir vænt­um áhrif­um þeirr­ar ákvörð­un­ar að hætta með öllu að dreifa fjöl­pósti á lands­byggð­inni.

Pósturinn neitar að útskýra ákvörðun fyrir þingnefnd
Póstur Frá 1. janúar 2024 er Pósturinn hættur allri dreifingu fjölpósts á landsbyggðinni. Þingmenn Framsóknar vildu svör um forsendur og áhrif þessa en Pósturinn segist ekki þurfa að veita þau. Mynd: Af Facebook-síðu fyrirtækisins

Íslandspóstur ohf. neitaði að láta umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hafa upplýsingar um forsendur og væntan sparnað vegna þeirrar ákvörðunar að hætta alfarið dreifingu fjölpósts frá 1. janúar 2024. Fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndinni höfðu m.a. óskað eftir því að Pósturinn útskýrði hvað þessi ákvörðun kæmi til með að spara félaginu.

Þingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir sögðu frá þessu í aðsendri grein á Vísi í vikunni, en þar kom fram að fyrirtækið hefði vísað til þess „að um sé að ræða upplýsingar sem Alþingi eigi ekki rétt á þar sem fyrirtækið væri nú opinbert hlutafélag“. Um væri að ræða rekstrarlega ákvörðun póstsins, sem sætti ekki sérstakri ytri skoðun, og gilti þá engu hvort um væri að ræða Byggðastofnun eða Alþingi.

Líneik Anna segir í samtali við Heimildina að henni þyki þetta svar Póstsins „afar sérstakt“. „Pósturinn þarf auðvitað að gera fjárlaganefnd grein fyrir rekstrinum, vegna mögulegs ríkisframlags út af …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár