Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pósturinn neitar að útskýra ákvörðun fyrir þingnefnd

Þing­manni Fram­sókn­ar þyk­ir „af­ar sér­stakt“ að op­in­bera hluta­fé­lag­ið Ís­land­s­póst­ur hafi ekki vilj­að gera þing­nefnd grein fyr­ir vænt­um áhrif­um þeirr­ar ákvörð­un­ar að hætta með öllu að dreifa fjöl­pósti á lands­byggð­inni.

Pósturinn neitar að útskýra ákvörðun fyrir þingnefnd
Póstur Frá 1. janúar 2024 er Pósturinn hættur allri dreifingu fjölpósts á landsbyggðinni. Þingmenn Framsóknar vildu svör um forsendur og áhrif þessa en Pósturinn segist ekki þurfa að veita þau. Mynd: Af Facebook-síðu fyrirtækisins

Íslandspóstur ohf. neitaði að láta umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hafa upplýsingar um forsendur og væntan sparnað vegna þeirrar ákvörðunar að hætta alfarið dreifingu fjölpósts frá 1. janúar 2024. Fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndinni höfðu m.a. óskað eftir því að Pósturinn útskýrði hvað þessi ákvörðun kæmi til með að spara félaginu.

Þingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir sögðu frá þessu í aðsendri grein á Vísi í vikunni, en þar kom fram að fyrirtækið hefði vísað til þess „að um sé að ræða upplýsingar sem Alþingi eigi ekki rétt á þar sem fyrirtækið væri nú opinbert hlutafélag“. Um væri að ræða rekstrarlega ákvörðun póstsins, sem sætti ekki sérstakri ytri skoðun, og gilti þá engu hvort um væri að ræða Byggðastofnun eða Alþingi.

Líneik Anna segir í samtali við Heimildina að henni þyki þetta svar Póstsins „afar sérstakt“. „Pósturinn þarf auðvitað að gera fjárlaganefnd grein fyrir rekstrinum, vegna mögulegs ríkisframlags út af …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár