Íslandspóstur ohf. neitaði að láta umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hafa upplýsingar um forsendur og væntan sparnað vegna þeirrar ákvörðunar að hætta alfarið dreifingu fjölpósts frá 1. janúar 2024. Fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndinni höfðu m.a. óskað eftir því að Pósturinn útskýrði hvað þessi ákvörðun kæmi til með að spara félaginu.
Þingmennirnir Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir sögðu frá þessu í aðsendri grein á Vísi í vikunni, en þar kom fram að fyrirtækið hefði vísað til þess „að um sé að ræða upplýsingar sem Alþingi eigi ekki rétt á þar sem fyrirtækið væri nú opinbert hlutafélag“. Um væri að ræða rekstrarlega ákvörðun póstsins, sem sætti ekki sérstakri ytri skoðun, og gilti þá engu hvort um væri að ræða Byggðastofnun eða Alþingi.
Líneik Anna segir í samtali við Heimildina að henni þyki þetta svar Póstsins „afar sérstakt“. „Pósturinn þarf auðvitað að gera fjárlaganefnd grein fyrir rekstrinum, vegna mögulegs ríkisframlags út af …
Athugasemdir