Edda Björk Arnardóttir var í dag dæmd í 20 mánaða fangelsi í Noregi. Þetta staðfestir Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu, í samtali við Vísi. Nútíminn greindi fyrst frá.
Edda var handtekin á Íslandi og framseld til Noregs í desember. Þar hefur verið réttað yfir henni fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi.
Samkvæmt upplýsingum Vísis var Edda dæmd til að greiða 35 þúsund norskar krónur í miskabætur og 75 þúsund norskar krónur í annan kostnað. Eru það samtals um 1,5 milljónir íslenskra króna.
Handtaka Eddu
Edda var handtekin í lok nóvember í fyrra vegna ákæru á hendur henni. Hún var sett í gæsluvarðhald á Hólmsheiði. Í kjölfarið voru drengirnir fluttir í felur af aðstandendum Eddu. Var þeirra leitað þar til 21. desember. Eftir að þeir fundust fóru þeir samdægurs í flug til Noregs með föður sínum.
Edda var ákærð fyrir að hafa rænt þremur sonum sínum frá barnsföður sínum í tvígang. Norskir dómstólar gerðu Eddu að skila börnunum aftur til föðurins en hún gerði það ekki.
Athugasemdir