Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar lokið: Krefjast 17 mánaða dóms

Barns­fað­ir Eddu Bjark­ar hef­ur áhyggj­ur af því að dreng­irn­ir munu hafna sér þeg­ar hann hitt­ir þá næst. Að­al­með­ferð í máli Eddu og barns­föð­ur henn­ar fór fram í þess­ari viku. Úr­skurð­ur í mál­inu verð­ur vænt­an­leg­ur í lok vik­unn­ar.

Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar lokið: Krefjast 17 mánaða dóms
Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar Nú er aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar lokið. Edda er ákærð fyrir að hafa rænt þremur sonum sínum og barnsföður í tvígang

Við aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem nam þrjá syni sína á brott frá Noregi, sem lauk í í gær héraðsdómi Telemark í Skien í Noregi í gær fór ákæruvaldið fram á að hún yrði dæmd í 17 mánaða fangelsi fyrir brot sín. Von er á dómi í málinu á föstudag. 

Barnsfaðir Eddu bar vitni við aðalmeðferðina. Sagðist hann fá martraðir og eiga erfitt með svefn þar sem ekki er vitað um drengina þrjá. Hann hefur miklar áhyggjur af þeim. Tjáði hann sig í gegnum fjarfundabúnað þar sem hann mun vera á Íslandi þar til drengirnir koma í leitirnar. 

Edda var handtekin í lok nóvember vegna ákæru á hendur hennar sem var gefin út í marsmánuði síðastliðnum og flutt í gæsluvarðhald á Hólmsheiði. Í kjölfarið voru drengirnir fluttir í felur og þeirra niður komustaður ekki en ljós. 

Drengirnir skiluðu sér ekki  til Noregs eftir frí

Edda er ákærð fyrir að hafa rænt þremur sonum sínum frá barnsföður sínum í tvígang. Í fyrra skiptið hélt hún drengjunum eftir á Íslandi eftir vetrarfrí. Fóru foreldrarnir með jafna forsjá án nokkurs samkomulags um umgengni á börnunum áður en Edda flutti til Íslands frá Noregi. Norskir dómstólar gerðu Eddu að skila börnunum aftur til föðurins. 

Seinna skiptið var í lok mars 2022, en þá leigði Edda Björk einkaflugvél. Síðan þá hafa drengirnir verið hérlendis, jafnvel þó að dómstólar hafi skorið úr um að henni beri að skila drengjunum. Lögreglan reyndi í októbermánuði reynt að þá aftur úr landi án árangurs. 

Í lok október 2020 ákærði saksóknari Eddu fyrir að halda börnunum eftir á Íslandi. Edda var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa rænt börnunum. Þessa fangelsisvist segist Edda hafa verið að afplána með samfélagsþjónustu á Íslandi.

Heimildin tók málið fyrir í heild sinni í síðasta tölublaði. Þá umfjöllun má lesa hér:

Nam drengina á brott

Edda viðurkennir sök að hluta til fyrir dómi, það er að hún hafi numið drengina brott og þeir verið áfram á Íslandi. Edda flutti drengina með fölsuðum vegabréfum og sendi hún föður drengjanna í kjölfari skilaboðin „ég er með börn­in. Nú för­um við í frí.“

Faðir drengjanna hefur áhyggjur af því að þeir muni hafna sér þegar þeir koma aftur til Noregs. Segir hann að það verði eitthvað sem þurfi að vinna úr þegar þar að kemur. Edda hefur sakað barnsföður sinn um að beita börnin ofbeldi. Hefur lögreglan og barnavernd rannsakað þær ásakanir og telur það vera aðferðir móðurinnar til að stjórna börnunum. 

Edda kærði föður barnanna 2019 fyrir að brjóta kynferðislega gegn eldri dóttur þeirra. Lögregla lét rannsókn málsins niðurfalla. Hann segir sjálfur að hann og börnin hafi átt í frábæru sambandi þegar þau bjuggu hjá honum. 

Í lok október 2022 ætlaði faðir drengjanna að sækja þá til Íslands. Fór hann þá ásamt lögreglu og barnaverndar fulltrúa að húsi Eddu Bjarkar en honum ekki hleypt inn. Húsið var umkringt fjölda mótmælenda og gekk því ekki að sækja drengina. 

Á loka degi aðalmeðferðar málsins ítrekaði saksóknari að Edda hefði viðurkennt brot að hluta til. Segir hann drengina ekki sækja nám á Íslandi eins vel og Edda gaf í ljós. Hann segir Eddu reyna að hafa áhrif á málflutning barnanna um sína líðan og sagt þeim hvað þeir ættu að segja. 

Þyngja dóminn

Ákæruvaldið krefst þyngri dóms á hendur Eddu. Í stað sex mánaða fangelsisvistar líkt og dæmt var árið 2019 er lögð fram sú krafa að hún verði dæmd í 17 mánaða fangelsi. 

Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar, telur að Edda hafi sýnt réttinum í Noregi og Íslandi óvirðingu. Hann ítrekar í lokaræðu sinni í aðalmeðferð málsins að brottnám drengjanna með einkaflugvélinni var þaulskipulagt. Sol Elden, verj­andi Eddu, sagði í sinni lokaræðu brottnám drengjanna vera minni háttar brot ef horft er til hennar áhyggjum af börnunum sínum. 

Í viðtali við Mbl hvetur Sjak Íslendinga til að gera komu stað drengjanna kunnugt. „Nú er mik­il­væg­ast af öllu að hægt verði að hefjast handa sem fyrst við að koma þeim inn í sam­fé­lagið á ný,“ sagði Sjak.

Verjandi Eddu segir upp máluð mynd saksóknara á líðan drengjanna á Íslandi vera ranga. Þeir glími við einhverja leiti við tungumálaörðugleika en sé það ekki þeim til fyrirstöðu. Verjandi telur ákæruvaldið krefjast of þungs dóms. Krefst verjandi Eddu að hún verði látin laus svo hún komist heim til barnanna sinna. 

Dómur í máli Eddu er, líkt og áður sagði, væntanlegur á föstudagsmorgun. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grátrana sást á Vestfjörðum
1
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
6
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár