Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu 22. desember síðastliðinn. Þetta staðfestir Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands, við Heimildina.
Engin tilkynning um orðuveitinguna var send til fjölmiðla. Samkvæmt vefsíðu forsetaembættisins var orðan veitt fyrir embættisstörf Bjarna. Viljinn greindi fyrst frá. Enginn annar var sæmdur orðu 22. desember. Stórkrossinn er fjórða og næstæðsta stig fálkaorðunnar. Fimmta stig orðunnar er aðeins veitt þjóðhöfðingjum.
Hefð er fyrir því að veita þeim sem teljast handhafar forsetavalds samkvæmt stjórnarskrá fálkaorðuna. „Þau sem gegnt hafa embætti forsætisráðherra eru samkvæmt hefð sæmd stórkrossi. Engin tímamörk eru í þeim efnum og má nefna að Ólafur Thors, sem fyrst varð forsætisráðherra árið 1942, var sæmdur orðunni árið 1956,“ segir í svari frá embætti forseta Íslands við fyrirspurn Heimildarinnar. Til dæmis var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæmdur stórkrossi íslensku fálkaorðunnar þegar hann var forsætisráðherra árið 2014.
Bjarni Benediktsson hefur verið ráðherra frá árinu 2013. Hafði hann þá …
Athugasemdir (4)