Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Bjarni sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra var sæmd­ur stór­krossi ís­lensku fálka­orð­unn­ar tveim­ur dög­um fyr­ir jól án þess að til­kynnt væri sér­stak­lega um það.

Bjarni sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu
Ráðherra Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra árið 2017. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu 22. desember síðastliðinn. Þetta staðfestir Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands, við Heimildina. 

Engin tilkynning um orðuveitinguna var send til fjölmiðla. Samkvæmt vefsíðu forsetaembættisins var orðan veitt fyrir embættisstörf Bjarna. Viljinn greindi fyrst frá. Enginn annar var sæmdur orðu 22. desember. Stórkrossinn er fjórða og næstæðsta stig fálkaorðunnar. Fimmta stig orðunnar er aðeins veitt þjóðhöfðingjum.

Hefð er fyrir því að veita þeim sem teljast handhafar forsetavalds samkvæmt stjórnarskrá fálkaorðuna. „Þau sem gegnt hafa embætti forsætisráðherra eru samkvæmt hefð sæmd stórkrossi. Engin tímamörk eru í þeim efnum og má nefna að Ólafur Thors, sem fyrst varð forsætisráðherra árið 1942, var sæmdur orðunni árið 1956,“ segir í svari frá embætti forseta Íslands við fyrirspurn Heimildarinnar. Til dæmis var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæmdur stórkrossi íslensku fálkaorðunnar þegar hann var forsætisráðherra árið 2014.

Bjarni Benediktsson hefur verið ráðherra frá árinu 2013. Hafði hann þá …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Svo hefur enginn verið sviptur orðunni þrátt fyrir að það sé í lögum að skuli gera ef menn brjóta af sér eins og mýmörg dæmi eru um.
    0
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Það sýnir sig hvað orðin er illa fengin að það þurfti að hengja hana á hann þegar engin sá. Ég skyrpi á þetta leikrit.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þessi orða er orðin að einhverju slöppu gríni. Menn eru aðlaðir fyrir það eitt að mæta í vinnuna og þá skiftir engu máli hvort störfin eru til góðs eða ills. Fálkaorðan er orðin að strumpa medalíu.
    5
  • Viðar Eggertsson skrifaði
    Þess er vert að geta að Jóhanna Sigurðardóttir fyrrv. forsætisráðherra afþakkaði orðuna á sínum tíma.
    18
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár