Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Um 3,4 milljarðar í endurbyggingu höfuðstöðva Orkuveitunnar

Hin „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ við end­ur­bygg­ingu höf­uð­stöðva Orku­veitu Reykja­vík­ur hef­ur þeg­ar kostað yf­ir tvo millj­arða króna. Eng­in starf­semi hef­ur ver­ið í vest­ur­bygg­ing­unni frá ár­inu 2017 og nú eru að hefjast fram­kvæmd­ir inn­an­dyra sem áætl­að er að kosti um 1,3 millj­arða króna.

Um 3,4 milljarðar í endurbyggingu höfuðstöðva Orkuveitunnar
Nýtt hús Vesturhús höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið endurbyggt og hinir hallandi útveggir sem einkenndu það heyra sögunni til. mynd: golli Mynd: Golli

Þær virðast ekki lengur svífa, höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Húsið sem myglaði, var selt og keypt aftur, hefur fengið gjörbreytt útlit eftir endurbyggingu sem nú er lokið að utan en verður ekki lokið að innan fyrr en að ári liðnu. Allt mun þetta kosta Orkuveituna yfir 3,3 milljarða króna (fyrir utan virðisaukaskatt) og er þá ótalinn kostnaður við alls konar rannsóknir og greiningar síðustu árin, fyrri árangurslausar viðgerðir og leigu á húsnæði fyrir starfsfólk annars staðar.

Höfuðstöðvar OR voru teknar í notkun á vormánuðum árið 2003. Byggingin er um 14.000 fermetrar og skiptist í tvö sjálfstæð hús; sjö hæða ferhyrnda byggingu (Austurhús) og aðra átta hæða bogalaga (Vesturhús). Húsin tvö eru tengd saman með 27 metra hárri glerhvelfingu.

FramtíðinHöfuðstöðvarnar samanstanda af þremur einingum. Vesturhúsið (lengst til vinstri) var með einkennandi halla á veggjum. Því hefur nú verið breytt.

Um 7.400 fermetrar voru parketlagðir sem taldist þá stærsti parketlagði gólfflötur landsins. Terrassó-flísar voru á 2.000 fermetrum sem einnig var stærsti gólfflötur lagður slíku úrvalsefni. Þá voru 7.000 fermetrar af lofti hússins klæddir með álpanel og, viti menn, taldist það stærsta panelloft landsins á sínum tíma.

Vesturhúsið var mjög sérstakt í útliti og átti að vera einhvers konar tákngervingur hátækniframtíðar Orkuveitunnar. Veggir hölluðu og það var „meira svífandi og létt yfir því enda er það allt úr stáli og gleri,“ sagði Ögmundur Skarphéðinsson, einn af arkitektunum, í Morgunblaðinu er húsið var vígt. Byggingin átti að virka síbreytileg „eftir sjónarhorni, tíma og veðri“.

Ekki leið langur tími frá vígsluathöfninni þar til vart var við leka. Lagfæring var reynd sem og árin 2009 og 2014 er þakið fór að leka.

Eftir að starfsmenn hófu hins vegar að veikjast árið 2015 uppgötvuðust alvarlegar rakaskemmdir í hinni svífandi byggingu. Fljótlega kom í ljós að mygla hafði myndast víða í útveggjum. Viðamiklar tilraunir voru gerðar til að laga veggina en þær reyndust árangurslausar.

Árið 2017 var tekin ákvörðun um að loka húsinu og starfsemin færð annað, m.a. í leiguhúsnæði utan höfuðstöðvanna. Vesturhúsið hefur ekki verið í notkun síðan.

Næstu mánuðir fóru í að skoða hvaða möguleikar væru í stöðunni. „Samdóma álit margra sérfræðinga var að ekki væri hægt að lagfæra þá,“ segir Breki Logason, stjórnandi samskipta og samfélags hjá OR. Var niðurstaðan því að endingu sú að fjarlægja gallaða útveggi hússins, rétta það af og endurbyggja.

„Þetta var mikil framkvæmd sem á sér ekki fordæmi hér á landi“
Breki Logason,
stjórnandi samskipta og samfélags hjá OR

Stjórn OR samþykkti að ráðast í verkefnið á stjórnarfundi þann 16. desember 2019, eða fyrir fjórum árum. Grundvöllur samþykktar stjórnar var m.a. kostnaðaráætlun verkefnisins sem hljóðaði upp á 2.050 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt og var samið við Ístak um verkið. „Þetta var mikil framkvæmd sem á sér ekki fordæmi hér á landi en þeirri framkvæmd er lokið og heppnaðist hún afskaplega vel,“ segir Breki. Þegar upp var staðið var kostnaður ívið lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða 2.038 milljónir króna án virðisaukaskatts.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Enn á eftir að lagfæra húsið að innan. Sú framkvæmd var boðin út í fyrra og aftur samið við Ístak sem nýlega hóf þá vinnu sína.Tilboðsupphæðin var 1.321 milljón króna fyrir utan virðisaukaskatt. Verklok eru áætluð um næstu áramót.  

Næst stendur til að gera við glerhvelfinguna milli húsanna.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár