Sveitarfélagið Ölfus aflaði ekki tilskilinna leyfa til að hefja gerð landfyllingar og dýpkunarframkvæmda í Þorlákshöfn áður en hafist var handa. Þetta kemur fram í fundargerð frá Umhverfisstofnun frá 20. desember síðastliðinn þar sem ákveðið var að stöðva framkvæmdir við landfyllinguna og dýpkunina á þessum forsendum. Framkvæmdir við landfyllinguna hafa verið umdeildar, meðal annars vegna gagnrýni frá Brimbrettafélagi Íslands sem telur að hún eyðileggi ölduna við ströndina í Þorlákshöfn.
Í fundargerðinni segir orðrétt um þetta: „Umhverfisstofnun boðaði til fundarins til að fylgja eftir ábendingu um að framkvæmdir væru hafnar án tilskilinna leyfa. [...] Dýpkunarframkvæmdir eru hafnar og samkvæmt fulltrúum sveitarfélagsins er unnið að því að ljúka við breytingu á skipulagi og áætlað að sækja um tilskilin leyfi í kjölfarið.“
Í fundargerð Umhverfisstofnunar kemur fram að sveitarfélagið Ölfuss þurfi að afla umræddra leyfa áður en …
„Þegar ég kem þarna að er mér bara reglulega brugðið að sjá að það er byrjað á þessu. Og meðan ég er þarna kemur að vörubíll sem ætlar að sturta meira hlassi þarna niður og ég stöðva hann og geri honum grein fyrir því að það sé í raun og veru ekki búið að veita leyfi fyrir þessu. Hann segir mér þá að honum hafi verið sagt að það mætti byrja að setja niður þarna efni en svo yrði þetta samþykkt á fundi síðar í vikunni,“ segir Ása.