Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skrifað undir samkomulag um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal

Þrír ráð­herr­ar og borg­ar­stjóri skrif­uðu í dag und­ir sam­komu­lag um stofn­un fé­lags um upp­bygg­ingu Þjóð­ar­hall­ar í Laug­ar­dal. Sam­komu­lag­ið er gert tveim­ur dög­um áð­ur en ís­lenska hand­bolta­lands­lið­ið hef­ur leik á EM.

Skrifað undir samkomulag um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal

„Þau risastóru tímamót í íþróttasögunni urðu fyrr í dag að skrifað var undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. Jafnframt var staðfest samkomulag um kostnaðarskiptingu ríkis og Reykjavíkurborgar, bæði um stofnkostnað og rekstur. “ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, sem er borgarstjóri þangað til í næstu viku, í stöðuuppfærslu á Facebook. 

Eignarhlutur ríkisins við stofnun félagsins er 55 prósent og eignarhlutur Reykjavíkurborgar er 45 prósent. Kostnaðarskiptingin byggist á úttekt á þörfum hvors aðila fyrir sig á notkun þjóðarhallarinnar.

Í færslunni segir Dagur að tilkoma Þjóðarhallarinnar verði langþráð bylting í aðstöðu barna og unglinga til æfinga og keppni í Laugardal - og fyrir Þrótt og Ármann. „Þjóðarhöll verður bylting í aðstöðu landsliða og keppni í handbolta og körfubolta og mörgu fleiru. Þjóðarhöll eykur jafnframt samkeppnishæfni Reykjavíkurborgar og Íslands í breiðum skilningi og verður glæsilegt anddyri inn í Laugardalinn frá Borgarlínustöð við Suðurlandsbraut og ofan í dal.“

Dagur þakkar framkvæmdanefnd, sem starfað hefur undir forystu Gunnars Einarssonar fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, sérstaklega fyrir sína aðkomu að verkinu. „Án öflugs starfs hennar og samkomulags við ríkisstjórnina hefði ekki tekist að klára þetta áður en ég læt af starfi borgarstjóra. Það þykir mér sérstaklega vænt um.“

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hafa viðræður um kostnaðaskiptingu við uppbyggingu og rekstur Þjóðarhallar milli ríkis og Reykjavíkurborgar staðið yfir í lengri tíma, og til stóð að undirrita samkomulagið í október síðastliðnum. Það frestaðist en undirritunin var fyrirhuguð í sömu viku og Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 

Undirritun samkomulagsins í dag gerist tveimur dögum áður en íslenska handboltalandsliðið hefur leik á EM í handbolta og sex dögum áður en Dagur hættir sem borgarstjóri og Einar Þorsteinsson tekur við því embætti. 

Átti að vera tilbúin 2025

Vilja­yf­ir­lýs­ing um Þjóð­ar­höll í inn­an­hús­í­þróttum var und­ir­rituð í maí 2022, átta dögum fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Málið hafði verið hita­mál í Reykja­vík í aðdrag­anda þeirra, sér­stak­lega þar sem það var bein­tengt við inni­þrótta-að­stöðu Þróttar og Ármanns í Laug­ar­dal og skól­anna í hverf­inu, sem hefur verið í miklu ólestri árum sam­an.

­Sam­kvæmt áformunum áttu bæði félögin að geta nýtt nýju Þjóð­ar­höll­ina ásamt því að nota gömlu Laug­ar­dals­höll­ina undir starf­semi sína. 

Þrýsti­hópar innan beggja félaga höfðu kallað eftir því að lausn myndi finn­ast á aðstöðu­leysi félag­anna tveggja og að hún yrði form­fest. Þar kom helst tvennt til greina: annað hvort næð­ist saman um Þjóð­ar­höll sem ung­menni í Laug­ar­dalnum gætu nýtt eða að nýtt íþrótta­hús yrði byggt á bíla­stæð­inu við Þrótt­ar­völl­inn.

Dagur B. Egg­erts­son hafði gefið rík­­­­inu frest fram í byrjun maí 2022 til að leggja fram fé í þjóð­ar­hall­ar­verk­efn­ið. Næð­ist það ekki myndi borgin taka tvo millj­­­­arða króna sem hún hafði sett til hliðar fyrir það og nota þá til að byggja nýtt íþrótta­hús fyrir iðk­endur Þróttar og Ármanns í Laug­­­­ar­­­­dal. 

Samkvæmt viljayfirlýsingunni átti framkvæmdum við Þjóðarhöllina að ljúka árið 2025. Ljóst má vera að það mun ekki standast, enda samkomulag um kostnaðarskiptingu fyrst undirritað nú, í janúar 2024. 

Mun taka 8.600 manns í sæti

Í tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins í dag kemur fram að fyrsta verk félagsins sem stofnað hefur verið um bygginguna, sem kallast Þjóðarhöll ehf., verði að efna til forvals og samkeppni um hönnun og byggingu hallarinnar.

Þar segir að Þjóðarhöllin muni stórbæta aðstöðu fyrir alþjóðlega keppnisviðburði, íþróttafélög og skólabörn. „Í samningnum er byggt á tillögum starfshóps um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvanga í íþróttum. Höllin mun rísa sunnan við Laugardalshöll upp að Suðurlandsbraut og verður 19.000m2 að stærð. Samkvæmt frumathugun framkvæmdanefndar er miðað við að byggingin muni taka 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 á tónleika. Til samanburðar rúmar Laugardalshöll 5.500 gesti hið mesta.

Einhugur ríkir um að mannvirkið muni nýtast vel sem þjóðarhöll í íþróttum og uppfylli allar kröfur sem gerðar eru til alþjóðlegra keppnisviðburða. Þjóðarhöllin mun stórbæta aðstöðu fyrir íþróttafélög og skóla í nágrenni Laugardals fyrir kennslu, skólaíþróttir, æfingar og keppni. Þá verður þjóðarhöllin mikilvæg miðstöð fyrir afreks- og almenningsíþróttir og mun nýtast fyrir viðburði tengdum menningu og atvinnulífi.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár