Mikill viðbúnaður er við leit að manni sem talinn er hafa dottið ofan í sprungu í Grindavíkurbæ fyrr í dag. Hans hefur verið leitað síðan á ellefta tímanum í morgun. Leitaraðgerðirnar eiga sér stað nálægt Víkurhópi í Grindavík.
Samkvæmt blaðamanni Heimildarinnar á vettvangi eru veðurskilyrði ekki góð og mikið votviðri.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Vísi í dag að maðurinn hefði verið að störfum við að fylla í sprunguna. Verkfæri hans hafa fundist ofan í sprungunni sem rennir frekari stoðum undir þá tilgátu að hann hafi dottið ofan í hana. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var maðurinn einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu þegar hann hvarf.
Sprungan sem um ræðir er sú sem myndaðist í jarðhræringum síðustu vikna og liggur í gegnum Grindavíkurbæ. Vinnufélagi hins týnda tilkynnti um hvarf hans.
Leitaraðgerðir eru umfangsmiklar en fleiri tugir viðbragðsaðila eru nú staddir í Grindavík. Björgunarsveitir …
Athugasemdir