Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldri borgarar skíða einungis frítt á Austurlandi

Í vet­ur þurfa eldri borg­ar­ar að greiða fyr­ir að­gang að skíða­svæð­inu í Bláfjöll­um, öf­ugt við það sem ver­ið hef­ur. Gjald­ið þyk­ir sum­um frem­ur hátt fyr­ir líf­eyr­is­þega, en þeir þurfa þó að borga enn meira bæði á Ak­ur­eyri og á Siglu­firði. Einu skíða­svæð­in á land­inu sem leyfa öldr­uð­um að renna sér frítt eru skíða­svæð­in tvö á Aust­ur­landi, Odds­skarð og Stafdal­ur.

Eldri borgarar skíða einungis frítt á Austurlandi
Skíði Frá Bláfjöllum. Þar hafa allir 67 ára og eldri fengið að renna sér frítt á skíðum, þar til nú. Mynd: Golli

Skíðaveturinn er að hefjast og uppfærðar gjaldskrár í fjöllin hafa verið birtar af sveitarfélögum. Það sem hefur vakið einna mesta athygli, og jafnvel smá úlfúð, er að eldri borgarar þurfa á þessum vetri að greiða fyrir að fara á skíði í Bláfjöllum, sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reka í sameiningu.

Áður kostaði ekki krónu fyrir 67 ára og eldri að renna sér þar á skíðum. Gjald fyrir vetrarkort eldri borgara í Bláfjöll fer því úr 0 krónum og upp í 36.120 krónur í einu vetfangi, en vetrarkort fullorðinna kostar 51.600 krónur fullu verði. 

Þess eru dæmi að eldri borgarar fái að skíða frítt í brekkum hérlendis, en það er alls ekki algilt. Austfirskir eldri borgarar eru raunar þeir einu sem fá frítt á skíði, samkvæmt athugun Heimildarinnar, en ekkert gjald er tekið af þeim sem hafa náð 67 ára aldri á skíðasvæðinu í Oddsskarði í Fjarðabyggð. Á skíðasvæðinu í Stafdal í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár