Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldri borgarar skíða einungis frítt á Austurlandi

Í vet­ur þurfa eldri borg­ar­ar að greiða fyr­ir að­gang að skíða­svæð­inu í Bláfjöll­um, öf­ugt við það sem ver­ið hef­ur. Gjald­ið þyk­ir sum­um frem­ur hátt fyr­ir líf­eyr­is­þega, en þeir þurfa þó að borga enn meira bæði á Ak­ur­eyri og á Siglu­firði. Einu skíða­svæð­in á land­inu sem leyfa öldr­uð­um að renna sér frítt eru skíða­svæð­in tvö á Aust­ur­landi, Odds­skarð og Stafdal­ur.

Eldri borgarar skíða einungis frítt á Austurlandi
Skíði Frá Bláfjöllum. Þar hafa allir 67 ára og eldri fengið að renna sér frítt á skíðum, þar til nú. Mynd: Golli

Skíðaveturinn er að hefjast og uppfærðar gjaldskrár í fjöllin hafa verið birtar af sveitarfélögum. Það sem hefur vakið einna mesta athygli, og jafnvel smá úlfúð, er að eldri borgarar þurfa á þessum vetri að greiða fyrir að fara á skíði í Bláfjöllum, sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reka í sameiningu.

Áður kostaði ekki krónu fyrir 67 ára og eldri að renna sér þar á skíðum. Gjald fyrir vetrarkort eldri borgara í Bláfjöll fer því úr 0 krónum og upp í 36.120 krónur í einu vetfangi, en vetrarkort fullorðinna kostar 51.600 krónur fullu verði. 

Þess eru dæmi að eldri borgarar fái að skíða frítt í brekkum hérlendis, en það er alls ekki algilt. Austfirskir eldri borgarar eru raunar þeir einu sem fá frítt á skíði, samkvæmt athugun Heimildarinnar, en ekkert gjald er tekið af þeim sem hafa náð 67 ára aldri á skíðasvæðinu í Oddsskarði í Fjarðabyggð. Á skíðasvæðinu í Stafdal í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár