Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldri borgarar skíða einungis frítt á Austurlandi

Í vet­ur þurfa eldri borg­ar­ar að greiða fyr­ir að­gang að skíða­svæð­inu í Bláfjöll­um, öf­ugt við það sem ver­ið hef­ur. Gjald­ið þyk­ir sum­um frem­ur hátt fyr­ir líf­eyr­is­þega, en þeir þurfa þó að borga enn meira bæði á Ak­ur­eyri og á Siglu­firði. Einu skíða­svæð­in á land­inu sem leyfa öldr­uð­um að renna sér frítt eru skíða­svæð­in tvö á Aust­ur­landi, Odds­skarð og Stafdal­ur.

Eldri borgarar skíða einungis frítt á Austurlandi
Skíði Frá Bláfjöllum. Þar hafa allir 67 ára og eldri fengið að renna sér frítt á skíðum, þar til nú. Mynd: Golli

Skíðaveturinn er að hefjast og uppfærðar gjaldskrár í fjöllin hafa verið birtar af sveitarfélögum. Það sem hefur vakið einna mesta athygli, og jafnvel smá úlfúð, er að eldri borgarar þurfa á þessum vetri að greiða fyrir að fara á skíði í Bláfjöllum, sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reka í sameiningu.

Áður kostaði ekki krónu fyrir 67 ára og eldri að renna sér þar á skíðum. Gjald fyrir vetrarkort eldri borgara í Bláfjöll fer því úr 0 krónum og upp í 36.120 krónur í einu vetfangi, en vetrarkort fullorðinna kostar 51.600 krónur fullu verði. 

Þess eru dæmi að eldri borgarar fái að skíða frítt í brekkum hérlendis, en það er alls ekki algilt. Austfirskir eldri borgarar eru raunar þeir einu sem fá frítt á skíði, samkvæmt athugun Heimildarinnar, en ekkert gjald er tekið af þeim sem hafa náð 67 ára aldri á skíðasvæðinu í Oddsskarði í Fjarðabyggð. Á skíðasvæðinu í Stafdal í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár