Skíðaveturinn er að hefjast og uppfærðar gjaldskrár í fjöllin hafa verið birtar af sveitarfélögum. Það sem hefur vakið einna mesta athygli, og jafnvel smá úlfúð, er að eldri borgarar þurfa á þessum vetri að greiða fyrir að fara á skíði í Bláfjöllum, sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reka í sameiningu.
Áður kostaði ekki krónu fyrir 67 ára og eldri að renna sér þar á skíðum. Gjald fyrir vetrarkort eldri borgara í Bláfjöll fer því úr 0 krónum og upp í 36.120 krónur í einu vetfangi, en vetrarkort fullorðinna kostar 51.600 krónur fullu verði.
Þess eru dæmi að eldri borgarar fái að skíða frítt í brekkum hérlendis, en það er alls ekki algilt. Austfirskir eldri borgarar eru raunar þeir einu sem fá frítt á skíði, samkvæmt athugun Heimildarinnar, en ekkert gjald er tekið af þeim sem hafa náð 67 ára aldri á skíðasvæðinu í Oddsskarði í Fjarðabyggð. Á skíðasvæðinu í Stafdal í …
Athugasemdir