Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Aukinn þungi í undirbúning Hvalárvirkjunar

Fram­kvæmd­ir við stækk­un orku­vers HS Orku í Svartsengi liggja nú niðri og óljóst er hvenær þær hefjast á ný. Flest­ir virkj­ana­kost­ir fyr­ir­tæk­is­ins eru á Reykja­nesi og gefa jarð­hrær­ing­ar þar „vissu­lega til­efni“ til að gaum­gæfa enn frek­ar áform­aða Hvalár­virkj­un.

Aukinn þungi í undirbúning Hvalárvirkjunar
Drynjandi Fossinn Drynjandi í Hvalá er um 70 metra hár. Með virkjun myndi rennsli um hann skerðast verulega hluta úr ári. Mynd: b'Golli / Kjartan \xc3\x9eorbj\xc3\xb6rnsson'

„Jarðhræringarnar á Reykjanesi gefa vissulega tilefni til að gaumgæfa frekar virkjun Hvalár enda yrði hún mikilvægur hlekkur í raforkuöryggi alls landsins – staðsett á köldu svæði fjarri jarðhræringum,“ segir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, spurð hvort jarðhræringar á Reykjanesskaga hafi haft áhrif á áform fyrirtækisins um orkuöflun til framtíðar. Af þeim virkjunarkostum HS Orku sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar eru fimm á Reykjanesi, m.a. á Krýsuvíkursvæðinu og í Eldvörpum. Einn kosturinn, Hvalárvirkjun, sem dótturfyrirtækið Vesturverk stendur að, er hins vegar í Árneshreppi á Vestfjörðum.

Á innan við þremur árum hafa orðið fimm eldgos á Reykjanesi og þykir vísindamönnum ljóst að tímabil eldsumbrota, sem staðið gæti jafnvel í nokkra áratugi, sé hafið. Varnargarður hefur verið reistur umhverfis orkuver HS Orku í Svartsengi en vegna jarðhræringa, m.a. mikils landriss, og varúðar af þeim sökum, hafa framkvæmdir við stækkun og endurbætur virkjunarinnar sem hófust síðasta sumar legið niðri frá 10. nóvember er Grindavík og Svartsengi voru rýmd. Áætlanir gera ráð fyrir að endurbæturnar skili 22 MW aflaukningu orkuversins en óljóst er hvenær framkvæmdir geta hafist á nýjan leik.

Að öðru leyti hafa jarðhræringarnar ekki haft teljandi áhrif á virkjunaráform HS Orku að sögn Birnu og áfram er unnið að undirbúningi þeirra kosta sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar. Nefnir hún að fyrirtækið sé þegar með rannsóknarleyfi á Krýsuvíkursvæðinu og undirbúi nú rannsóknir á grundvelli viljayfirlýsingar við Hafnarfjarðarbæ og í samstarfi við Veitur ohf. „Virkjun í Krýsuvík er ekki síst ætluð til húshitunar en skortur á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu er fyrirsjáanlegur í náinni framtíð.“

„Gangi allt að óskum gæti Hvalárvirkjun verið gangsett árið 2030.“
Birna Lárusdóttir,
upplýsingafulltrúi HS Orku.

Orkan úr hinni áformuðu Hvalárvirkjun er hins vegar hugsuð til sölu á almennum markaði en myndi, að sögn Birnu, jafnframt auka afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Hún segir áfram unnið markvisst að undirbúningi hennar samhliða öðrum þróunarverkefnum HS Orku. Umhverfismati sé lokið, virkjunin sé á aðalskipulagi Árneshrepps og Alþingi hafi í tvígang staðfest hana í nýtingarflokki rammaáætlunar.

Hvalárvirkjun hefur verið ein umdeildasta virkjunarhugmynd síðari ára og klauf umræða um hana minnsta sveitarfélag landsins í tvær fylkingar. Hún yrði reist í óbyggðum víðernum á Ófeigsfjarðarheiði og myndi skerða verulega rennsli í fossum og ám.

Tekist á um landamerki

Spurð um núverandi stöðu verkefnisins segir Birna að unnið sé að hönnun virkjunarinnar og að árlegar rannsóknir hafi farið fram á þeim vatnasviðum sem nýtt verða við virkjunina. „Samhliða rannsóknum og öðrum undirbúningi hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að minnka óvissu vegna eignarhaldsmála og þjóðlendukrafna ríkisins á svæðinu.“

Eignarhaldsmálin snúast m.a. um landamerkjadeilur. Árið 2020 höfðuðu eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi mál á hendur eigendum þeirra tveggja jarða, Engjaness og Ófeigsfjarðar, sem samið höfðu um vatnsréttindi við Vesturverk. Drangavíkurfólk vill meina að ein þeirra áa sem áformað er að nýta til virkjunarinnar eigi upptök sín á þeirra jörð. Þetta megi lesa úr landamerkjabréfum frá árinu 1890. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þessi sjónarmið og sýknaði eigendur Ófeigsfjarðar og Engjaness af kröfum eigenda Drangavíkur. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Landsréttar og málið því ekki útkljáð.

Þar sem Hvalárvirkjun yrði fjarri meginflutningskerfi raforku hafa verið uppi áætlanir um að leggja háspennulínu yfir Ófeigsfjarðarheiði og í tengivirki, sem enn á eftir að reisa, í Ísafjarðardjúpi. Þaðan yrði rafmagnið svo flutt með loftlínum um 26 kílómetra leið yfir Kollafjarðarheiði og að hinni svonefndu Vesturlínu. Þetta er mikil framkvæmd og dýr en Landsnet sagði í samtali við mbl.is árið 2019 að verkefnið yrði „sjálfbært“ og myndi ekki leiða til kostnaðarhækkunar hjá öðrum notendum.

Gangsetning árið 2030?

Birna segir að samstarf Vesturverks og Landsnets sé þegar hafið. Framkvæmdir beggja aðila þurfi að fara fram samhliða „og því mikilvægt að samræma allan undirbúning“. Þá séu einnig hafnar viðræður við Vegagerðina enda þurfi að undirbúa vegi inn í Árneshrepp fyrir þá miklu þungaflutninga sem bygging virkjunarinnar myndi kalla á.

„Hvað tímasetningar áhrærir þá munu næstu tvö ár einkennast af skipulagsmálum og umhverfismatsmálum fyrir tengingu Landsnets,“ segir Birna. „Vonir standa til þess að framkvæmdaleyfi geti legið fyrir á árinu 2026 en áætlað er að virkjunarframkvæmdir ásamt framkvæmdum við tengilögn Landsnets taki þrjú og hálft ár. Gangi allt að óskum gæti Hvalárvirkjun verið gangsett árið 2030.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ótrúleg náttúrueyðilegging.
    0
    • Bergur Torfason skrifaði
      Vistvænasta virkun sem hægt er að gera hér á Íslandi.
      0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Áhugaverð virkjun.
    En hingað til hafa Vestfirðingar, frá EB reglugerðar setningu um aðskilnað framleiðslu og dreifingar (líklega Google þýdd reglugerð, allavega ekki aðlöguð að Íslandi), virkjað afl einungis innan marka um reglunnar kröfu og því getað sparað einhverja aura, á kostnað raforkuöryggis á Vestfjörðum.
    Ekki er að sjá að þessi virkjun muni þó geta aukið afhendingaröryggi raforku fyrir sitt nærumhverfi, nema OV hysji upp um sig buxurnar og fari að hugsa um Vestfirðinga en ekki?
    Því þessi framkvæmd mun og kosta OV, ef hún á að gagnast nærumhverfinu, þegar á reynir.
    Þar sem OV hefur enn fengið að vera báðu megin við borðið, þ.e. í framleiðslu og dreifingu, þá má leiða að því líkum að skammt sé í einkavinavæðingu framleiðsluhluta OV.
    Ekki ólíklegt að XD sjái um það (eða heitir það AFÍ)?
    Verziehen, das var fehler, AfI soll es sein 😊
    Hvað um það, það má ætla að vestfirskar virkjanir fáist fyrir gott verð, þar sem þar eru einungis til þess gerðar að framleiða afl á „traust“ dreifikerfi Landsnets.
    0
    • Eggert Stefánsson skrifaði
      Það er Vesturverk, dótturfyrirtæki HS Orku sem vinnur að Hvalárvirkjun, ekki Orkubú Vestfjarða.
      0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Eins og ráða má af þessari grein, er Hvalárvirkjun tómir hugarórar. Það eru engir innviðir á svæðinu til að taka við rafmagninu og koma því áleiðis til notenda, né séð að það geti verið arðbært. Þessu til viðbótar á að fórna þarna miklum, ósnortnum víðernum fyrir tiltölulega litla orku.
    0
  • S
    skalp skrifaði
    Málefnaleg og upplýsandi grein
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Orkumál

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár