Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
Þurfi að breyta lögunum „Mér finnst þessar ábendingar umboðsmanns alveg undirstrika það að þetta er ekki nútímaleg lögggjöf,“ segir Svandís. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Þetta álit er ekki þess eðlis,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra spurð hvort hún hyggist segja af sér vegna álits umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða síðastliðið sumar.

Álitið snertir ekki hæfi Svandísar en í því kemur fram að hún hafi ekki haft nægilega skýra lagastoð fyrir því að fresta upphafi hvalveiðivertíðar síðastliðið sumar. Þá hafi útgáfa reglugerðarinnar um frestunina ekki gætt meðalhófs og ekki verið í samræmi við lög.

Í nýbirtu áliti umboðsmanns, Skúla Magnússonar, segir að hann telji ekki ástæðu til að beinasérstökum tilmælum til Svandísar um úrbætur. Ástæðan fyrir því er að ástandið sem leiddi af útgáfu reglugerðarinnar er liðið undir lok.

Bjarna brast hæfi, Svandísi ekki

Pólitíkin hefur beðið álitsins með mikilli eftirvæntingu en ákvörðun Svandísar um frestun hvalveiða lagðist illa í flokkana tvo sem Vinstri græn, flokkur Svandísar, situr með í ríkisstjórn: Framsókn og Sjálfstæðisflokk. 

Þá hafði því ítrekað verið velt upp hvort Svandís myndi þurfa að segja af sér ef álitið væri neikvætt en ríkisstjórnarbróðir hennar Bjarni Benediktsson sagði af sér í haust vegna álits umboðsmanns og tók í kjölfarið að sér aðra ráðherrastöðu, þá í utanríkisráðuneytinu.

Væri verkefni dómstóla

Skúli tekur ekki afstöðu til hugsanlegra einkaréttarlegra afleiðinga fyrirmæla Svandísar.

„Hef ég af þeim sökum ekki heldur forsendur til að beina tilmælum til ráðherra um að leita leiða til að rétta hlut Hvals hf. yrði það að vera verkefni dómstóla að leysa úr slíkum álitaefnum ef málið yrði lagt í þann farveg,“ skrifar Skúli. 

Þarf að uppfæra löggjöfina

Svandís tók ákvörðun um að fresta veiðunum eftir að fagráð um velferð dýra komst að þeirri niðurstöðu að veiðiaðferðin væri í andstöðu við lög um dýravelferð. 

Um hvalveiðilöggjöfina segir Svandís við Heimildina: „Mér finnst þessar ábendingar umboðsmanns alveg undirstrika það að þetta er ekki nútímaleg löggjöf, frá 1949. Það þarf að uppfæra hana og hún þarf að kallast á við samfélagið og þessar auknu áherslu alls staðar á dýravelferð.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, og fleiri þingmenn lögðu fram frumvarp um hvalveiðibann síðastliðið haust. Spurð hvort hún styðji það frumvarp segist Svandís þurfa að kynna sér það betur.

Svandís skrifaði jafnframt færslu á Facebook sem má lesa hér:

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Bjarni var vanhæfur til að selja pabba sínum hlutabréf, en Svandís var hæf til að brjóta lög. Hvorugt iðrast og sitja áfram sem fastast, þótt Bjarni hafi skipt um stól. Siðlaust!
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    ef ég væri forseti þá væri löngu búið að rek'ana . . .
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár