Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ströngustu skilyrði Svandísar taka gildi 18. september

Veðr­ið vinn­ur með hvöl­um í dag því skip Hvals hf. fara ekki til veiða á með­an hraust­leg haust­lægð geng­ur yf­ir land og mið. Frest­un gildis­töku hluta nýrr­ar reglu­gerð­ar mat­væla­ráð­herra til 18. sept­em­ber vinn­ur hins veg­ar með skytt­un­um.

Ströngustu skilyrði Svandísar taka gildi 18. september
Reglugerðin Ný reglugerð um veiðar á langreyðum tók gildi í gær. Undan eru þó skildar greinar um þjálfun og gæðamál sem taka ekki gildi fyrr en í lok vertíðar. Mynd: Heimildin

Nokkur af þrengstu skilyrðum nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um veiðar á langreyðum taka ekki gildi fyrr en 18. september. Hvalveiðivertíðin er háð veðri og vindum og hefst því ekki fyrr en lygnir eftir djúpa lægð sem gengur yfir í kvöld og nótt. Í fyrra var síðasta langreyðurin veidd af skyttunum um borð í Hval 9 þann 28. september. Sú var kvenkyns, rúmlega 18 metrar á lengd og var hún skotin tveimur skutlum áður en hún dó.

„Reglugerð þessi öðlast þegar gildi,“ segir neðst í nýju reglugerð Svandísar. En – því er svo bætt við að hluti 8. greinar hennar og öll 9. greinin öðlist „þó gildi 18. september 2023“.

8. greinin fjallar um þjálfun, fræðslu og hæfni skyttanna um borð í hvalveiðibátunum. Í fyrri hluta hennar segir að tryggja skuli að minnsta kosti þrír úr áhöfn hafi reynslu af hvalveiðum – hafi verið við slíkar veiðar í minnst sex mánuði á síðustu fimm árum. Þó sé heimilt að víkja frá þessu skilyrði „þegar sérstaklega stendur á“ og skipverji sýnt fram á hæfni og þekkingu samkvæmt mati Fiskistofu. Þetta ákvæði hefur þegar tekið gildi.

Þurfa ekki á námskeið strax

Það er hins vegar síðari hluti greinarinnar sem tekur ekki gildi fyrr en eftir rúmlega tvær vikur. Þar segir: „Skyttur sem annast veiðar og aflífun á dýrum skulu hafa lokið námskeiði í meðferð hvalveiði­byssu og sprengiskutla og í aflífunaraðferðum við hvalveiðar. Skyttur skulu jafnframt hafa lokið nám­skeiði, viðurkenndu af eftirlitsaðilum, sem að lágmarki skal innihalda fræðslu um líffræði, þ.m.t. atferli, sársaukaskyn og streitu, og vistfræði með tilliti til hvala og um regluverk sem um hval­veiðar gildir.

Öll 9. greinin, sem fjallar um gæðahandbók og skýrslu um framkvæmd veiða, tekur heldur ekki gildi fyrr en 18. þessa mánaðar. Í henni segir að leyfishafi, þ.e. Hvalur hf., beri ábyrgð á að halda gæðahandbók sem skuli vera aðgengileg eftirlitsaðilum og ráðuneyti. Hún skuli m.a. innihalda verklag við skimun eftir kálfum, verklag við áætlun um lengd dýrs og undirbúning endurskota. „Verklag skal vera til þess fallið að tryggja að langreyðar séu aflífaðar á þann hátt að það valdi dýrum sem minnstum sársauka og taki sem skemmstan tíma og séu ekki veiddar á þann hátt að valdi þeim óþarfa limlestingum eða kvölum,“ segir einnig í þessari grein. „Eftirlitsaðilar geta krafist úrbóta á verklagi sé það ekki til þess fallið að tryggja framangreind skilyrði.“

Afsláttur gefinn strax

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti í gær að hvalveiðar gætu haldið áfram en með hertari skilyrðum og auknu eftirliti.

LögmaðurKatrín Oddsdóttir gerir ýmsar athugasemdir við nýja reglugerð matvælaráðherra.

„Ég skil ekki hvers vegna verið er að gefa gálgafrest á reglum sem ráðuneytið telur þurfa utan um þessa starfsemi til þess að tryggja að hún samræmist þeim ramma sem þarna er markaður,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Heimildina. „Ég vil segja það hreint út, mér finnst þessi frestur með ólíkindum. Það er mjög, mjög undarlegt að búa til einhvern ramma en gefa svo strax í byrjun afslátt af honum hvað tímann varðar. Annað hvort þarf þessar reglur til að veiðarnar séu í lagi eða ekki.“

Skima þarf eftir kálfum og veiða í dagsbirtu

Í reglugerðinni er að finna margvísleg skilyrði, sum ný, en önnur sem áður höfðu verið sett í reglugerð síðasta sumars sem nú hefur verið felld úr gildi. M.a. á Hvalur hf. að tilkynna eftirlitsaðilum atvik sem upp koma við veiðar „eins fljótt og unnt er“ og eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur. Eru frávikin skilgreind sérstaklega, m.a. ef framkvæma þarf endurskot, líkt og raunin varð ítrekað á síðustu vertíð. Þá skal tilkynna ef sprengiskutull springur ekki, ef hann hittir ekki skilgreint marksvæði, ef grunur leikur á að kálfur fylgi dýri og ef dýr sem skotið var „sleppur eða tapast“.

Tillögur Hvals hf. til úrbóta á veiðarfærum eru einnig komnar inn í reglugerðina, m.a. notkun á svokallaðri „skotlínukörfu“ og að mið á hvalveiðibyssu sé með upplýstum punkti.

Þá er tiltekið í hinni nýju reglugerð að veiðar skuli fara fram í dagsbirtu og að ganga þurfi úr skugga um að kálfur fylgi ekki dýri sem er í sigti skyttanna.

Veiðarnar geti ekki samræmst lögum um dýravelferð

Myndbandseftirliti því sem reglugerð síðasta árs kvað á um verður framhaldið og tekið fram að Matvælastofnun skuli hafa eftirlit með því að „farið sé að lögum um velferð dýra og reglugerð þessari við veiðar á langreyðum“.

Þetta er eitt þeirra ákvæða reglugerðarinnar sem Katrínu Oddsdóttur þykir skjóta skökku við. „Við vitum að samkvæmt bæði Eftirlitsskýrslu MAST um veiðarnar í fyrra og niðurstöðu fagráðs um velferð dýra þá er niðurstaðan sú að þessar veiðar geti ekki farið fram í samræmi við þessi lög,“ segir hún. Starfshópurinn sem Svandís skipaði til að kanna möguleika á því að draga úr frávikum við veiðarnar reyndi að sögn Katrínar „með engum hætti að ávarpa það mál“. Svandís vísaði m.a. í skýrslu starfshópsins er hún ákvað að veiðarnar mættu fara fram. „Mér finnst því eins og reglugerðin segi hreinlega: Veiðarnar mega fara fram en það er augljóst að þær geti ekki farið fram.“

Hún segist ekki sjá hvernig MAST eigi að tryggja að veiðarnar fari fram í samræmi við dýravelferðarlögin þegar sama eftirlitsstofnun hefur sagt að þær geti ekki staðist þau, „burt séð frá einhverjum tegundum á skutlum og öðru“.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
1
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
3
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Fer í leyfi til þess að geta sinnt aðstoðarmennsku
6
Fréttir

Fer í leyfi til þess að geta sinnt að­stoð­ar­mennsku

Tíma­bund­inn að­stoð­ar­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Andri Steinn Hilm­ars­son, hef­ur ósk­að eft­ir tíma­bundnu leyfi frá skyld­um sín­um sem kjör­inn full­trúi í Kópa­vogi. Í mán­uð sat Andri Steinn á báð­um stöð­um en sam­kvæmt lög­um er að­stoð­ar­mönn­um óheim­ilt að sinna auka­störf­um sam­hliða nema fyr­ir þau sé greitt hóf­lega og að­stoð­ar­mað­ur­inn fái sér­staka und­an­þágu.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Óhlýðni er ekki ofbeldi
9
Greining

Óhlýðni er ekki of­beldi

Anna Lúð­víks­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Am­nesty In­ternati­onal á Ís­landi, seg­ir lít­ið þol hjá ráða­mönn­um fyr­ir borg­ara­legri óhlýðni og mót­mæl­um. Ólafi Páli Jóns­syni heim­spek­ingi finnst ámæl­is­vert af Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra að lýsa því yf­ir að ef fólk hlýð­ir ekki skip­un­um lög­reglu á mót­mæl­um séu mót­mæl­in þar með ekki frið­sam­leg.
Hvers vegna stöðvuðust friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna?
10
Flækjusagan

Hvers vegna stöðv­uð­ust frið­ar­við­ræð­ur Rússa og Úkraínu­manna?

Fyrstu vik­urn­ar eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu 24. fe­brú­ar 2022 áttu samn­inga­menn ríkj­anna við­ræð­ur um frið­ar­samn­inga sem virt­ust á tíma­bili lík­leg­ar til að skila ár­angri. Þær fóru þó út um þúf­ur að lok­um. Banda­ríska blað­ið The New York Times hef­ur rann­sak­að ástæð­ur þess og hér er fjall­að um nið­ur­stöð­ur blaðs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
8
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
10
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár