Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ströngustu skilyrði Svandísar taka gildi 18. september

Veðr­ið vinn­ur með hvöl­um í dag því skip Hvals hf. fara ekki til veiða á með­an hraust­leg haust­lægð geng­ur yf­ir land og mið. Frest­un gildis­töku hluta nýrr­ar reglu­gerð­ar mat­væla­ráð­herra til 18. sept­em­ber vinn­ur hins veg­ar með skytt­un­um.

Ströngustu skilyrði Svandísar taka gildi 18. september
Reglugerðin Ný reglugerð um veiðar á langreyðum tók gildi í gær. Undan eru þó skildar greinar um þjálfun og gæðamál sem taka ekki gildi fyrr en í lok vertíðar. Mynd: Heimildin

Nokkur af þrengstu skilyrðum nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um veiðar á langreyðum taka ekki gildi fyrr en 18. september. Hvalveiðivertíðin er háð veðri og vindum og hefst því ekki fyrr en lygnir eftir djúpa lægð sem gengur yfir í kvöld og nótt. Í fyrra var síðasta langreyðurin veidd af skyttunum um borð í Hval 9 þann 28. september. Sú var kvenkyns, rúmlega 18 metrar á lengd og var hún skotin tveimur skutlum áður en hún dó.

„Reglugerð þessi öðlast þegar gildi,“ segir neðst í nýju reglugerð Svandísar. En – því er svo bætt við að hluti 8. greinar hennar og öll 9. greinin öðlist „þó gildi 18. september 2023“.

8. greinin fjallar um þjálfun, fræðslu og hæfni skyttanna um borð í hvalveiðibátunum. Í fyrri hluta hennar segir að tryggja skuli að minnsta kosti þrír úr áhöfn hafi reynslu af hvalveiðum – hafi verið við slíkar veiðar í minnst sex mánuði á síðustu fimm árum. Þó sé heimilt að víkja frá þessu skilyrði „þegar sérstaklega stendur á“ og skipverji sýnt fram á hæfni og þekkingu samkvæmt mati Fiskistofu. Þetta ákvæði hefur þegar tekið gildi.

Þurfa ekki á námskeið strax

Það er hins vegar síðari hluti greinarinnar sem tekur ekki gildi fyrr en eftir rúmlega tvær vikur. Þar segir: „Skyttur sem annast veiðar og aflífun á dýrum skulu hafa lokið námskeiði í meðferð hvalveiði­byssu og sprengiskutla og í aflífunaraðferðum við hvalveiðar. Skyttur skulu jafnframt hafa lokið nám­skeiði, viðurkenndu af eftirlitsaðilum, sem að lágmarki skal innihalda fræðslu um líffræði, þ.m.t. atferli, sársaukaskyn og streitu, og vistfræði með tilliti til hvala og um regluverk sem um hval­veiðar gildir.

Öll 9. greinin, sem fjallar um gæðahandbók og skýrslu um framkvæmd veiða, tekur heldur ekki gildi fyrr en 18. þessa mánaðar. Í henni segir að leyfishafi, þ.e. Hvalur hf., beri ábyrgð á að halda gæðahandbók sem skuli vera aðgengileg eftirlitsaðilum og ráðuneyti. Hún skuli m.a. innihalda verklag við skimun eftir kálfum, verklag við áætlun um lengd dýrs og undirbúning endurskota. „Verklag skal vera til þess fallið að tryggja að langreyðar séu aflífaðar á þann hátt að það valdi dýrum sem minnstum sársauka og taki sem skemmstan tíma og séu ekki veiddar á þann hátt að valdi þeim óþarfa limlestingum eða kvölum,“ segir einnig í þessari grein. „Eftirlitsaðilar geta krafist úrbóta á verklagi sé það ekki til þess fallið að tryggja framangreind skilyrði.“

Afsláttur gefinn strax

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti í gær að hvalveiðar gætu haldið áfram en með hertari skilyrðum og auknu eftirliti.

LögmaðurKatrín Oddsdóttir gerir ýmsar athugasemdir við nýja reglugerð matvælaráðherra.

„Ég skil ekki hvers vegna verið er að gefa gálgafrest á reglum sem ráðuneytið telur þurfa utan um þessa starfsemi til þess að tryggja að hún samræmist þeim ramma sem þarna er markaður,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Heimildina. „Ég vil segja það hreint út, mér finnst þessi frestur með ólíkindum. Það er mjög, mjög undarlegt að búa til einhvern ramma en gefa svo strax í byrjun afslátt af honum hvað tímann varðar. Annað hvort þarf þessar reglur til að veiðarnar séu í lagi eða ekki.“

Skima þarf eftir kálfum og veiða í dagsbirtu

Í reglugerðinni er að finna margvísleg skilyrði, sum ný, en önnur sem áður höfðu verið sett í reglugerð síðasta sumars sem nú hefur verið felld úr gildi. M.a. á Hvalur hf. að tilkynna eftirlitsaðilum atvik sem upp koma við veiðar „eins fljótt og unnt er“ og eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur. Eru frávikin skilgreind sérstaklega, m.a. ef framkvæma þarf endurskot, líkt og raunin varð ítrekað á síðustu vertíð. Þá skal tilkynna ef sprengiskutull springur ekki, ef hann hittir ekki skilgreint marksvæði, ef grunur leikur á að kálfur fylgi dýri og ef dýr sem skotið var „sleppur eða tapast“.

Tillögur Hvals hf. til úrbóta á veiðarfærum eru einnig komnar inn í reglugerðina, m.a. notkun á svokallaðri „skotlínukörfu“ og að mið á hvalveiðibyssu sé með upplýstum punkti.

Þá er tiltekið í hinni nýju reglugerð að veiðar skuli fara fram í dagsbirtu og að ganga þurfi úr skugga um að kálfur fylgi ekki dýri sem er í sigti skyttanna.

Veiðarnar geti ekki samræmst lögum um dýravelferð

Myndbandseftirliti því sem reglugerð síðasta árs kvað á um verður framhaldið og tekið fram að Matvælastofnun skuli hafa eftirlit með því að „farið sé að lögum um velferð dýra og reglugerð þessari við veiðar á langreyðum“.

Þetta er eitt þeirra ákvæða reglugerðarinnar sem Katrínu Oddsdóttur þykir skjóta skökku við. „Við vitum að samkvæmt bæði Eftirlitsskýrslu MAST um veiðarnar í fyrra og niðurstöðu fagráðs um velferð dýra þá er niðurstaðan sú að þessar veiðar geti ekki farið fram í samræmi við þessi lög,“ segir hún. Starfshópurinn sem Svandís skipaði til að kanna möguleika á því að draga úr frávikum við veiðarnar reyndi að sögn Katrínar „með engum hætti að ávarpa það mál“. Svandís vísaði m.a. í skýrslu starfshópsins er hún ákvað að veiðarnar mættu fara fram. „Mér finnst því eins og reglugerðin segi hreinlega: Veiðarnar mega fara fram en það er augljóst að þær geti ekki farið fram.“

Hún segist ekki sjá hvernig MAST eigi að tryggja að veiðarnar fari fram í samræmi við dýravelferðarlögin þegar sama eftirlitsstofnun hefur sagt að þær geti ekki staðist þau, „burt séð frá einhverjum tegundum á skutlum og öðru“.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár