Aðskilnaður lágtekjufólks frá milli- og hátekjufólki eftir búsetu var umfjöllunarefni nýjasta þáttar Pressu í umsjón Margrétar Marteinsdóttur. Ræddi hún við Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa, Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við HÍ og Kolbein H. Stefánsson, dósent við félagsráðgjafadeild HÍ.
Í aðdraganda þáttarins fór Heimildin á stúfana og ræddi við íbúa í bæði Breiðholti og Garðabæ. Voru þeir meðal annars spurðir hver fjárhagsstaða þeirra væri, hvort það væri val þeirra að búa í þessum tilteknu hverfum og hvort þeir fyndu fyrir stéttaskiptingu. Viðtölin má sjá hér að neðan.
Viðmælendur Margrétar voru sammála um að í Garðabæ virtust íbúarnir minna hafa hugað að samfélagslegri stöðu sinni. Íbúar Breiðholts voru á hinn bóginn meðvitaðir um eigið úrræðaleysi.
Garðbæingarnir áttu auk þess það allir sameiginlegt að búa í bænum á eigin forsendum en …
Athugasemdir (1)