Herdís Dröfn Fjeldsted hefur nú verið ráðin forstjóri Sýnar. Mun hún hefja þar störf þann 11. janúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
Herdís var áður forstjóri Valitor en hún hefur einnig verið framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Herdís hefur setið í fjölda stjórna hjá ýmsum fyrirtækjum. Þeirra á meðal eru Arion banki, Icelandair Group, Icelandic Group og Promens. Herdís er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í fjármálum frá HR.
Herdís tekur við af Páli Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Sýnar, sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið frá í haust. Tók hann við af Yngva Halldórssyni sem var forstjóri frá því síðla árs 2022. Páll mun nú aftur hverfa til síns fyrra starfs.
Herdís kveðst þakklát og full eftirvæntingar yfir nýja hlutverkinu, að því er kemur fram í tilkynningu.
Athugasemdir (1)