Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sveitarfélög gætu þurft að „skattpína“ borgarana til að mæta lagabreytingum

Sér­fræð­ing­ur í fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga seg­ir í minn­is­blaði til Al­þing­is að til­efni sé til að skoða nán­ar áform um af­nám fast­eigna­skatt­s­jöfn­un­ar, sem stefnt er að í breyt­ing­um á lög­um um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga. Eins og frum­varp um mál­ið líti út gætu ein­staka sveit­ar­fé­lög þurft að beita íbúa sína „skatt­pín­ingu“ í formi fast­eigna­skatta langt um­fram það sem þekk­ist al­mennt hér á landi.

Sveitarfélög gætu þurft að „skattpína“ borgarana til að mæta lagabreytingum
Fjármál Fjarðabyggð er eitt þeirra sveitarfélaga sem fengið hefur töluvert miklar tekjur vegna fasteignaskattsjöfnunar frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Myndin er frá Eskifirði. Mynd: Fjarðabyggð

Afleiðing fyrirhugaðra breytinga á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem felast í því að leggja skuli niður fasteignaskattsjöfnunarframlag, gæti orðið sú að einstaka sveitarfélög tapi tugum eða hundruðum milljóna króna á ári, frá því sem verið hefur.

Í minnisblaði sem Guðjón Bragason, fyrrv. sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lagt fram til Alþingis fyrir hönd félags síns, GB Stjórnsýsluráðgjafar, segir að í flestum tilvikum hafi sveitarfélög ekki augljós tækifæri til að hagræða í rekstri til að vega á móti slíku tekjutapi og takmarkaða möguleika til að afla nýrra tekna. 

GBGuðjón Bragason starfaði sem sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar til í maí í fyrra.

Hins vegar gætu þau sveitarfélög sem bregðist við með því að hækka fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði upp í lögbundið hámark mögulega innheimt skatttekjur sem nálguðust það sem tapaðist við fyrirhugaða lagabreytingu. 

„Framangreint myndi leiða til stóraukinna fasteignaskatta í hluta sveitarfélaga, sem kalla …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár