Afleiðing fyrirhugaðra breytinga á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem felast í því að leggja skuli niður fasteignaskattsjöfnunarframlag, gæti orðið sú að einstaka sveitarfélög tapi tugum eða hundruðum milljóna króna á ári, frá því sem verið hefur.
Í minnisblaði sem Guðjón Bragason, fyrrv. sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lagt fram til Alþingis fyrir hönd félags síns, GB Stjórnsýsluráðgjafar, segir að í flestum tilvikum hafi sveitarfélög ekki augljós tækifæri til að hagræða í rekstri til að vega á móti slíku tekjutapi og takmarkaða möguleika til að afla nýrra tekna.
Hins vegar gætu þau sveitarfélög sem bregðist við með því að hækka fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði upp í lögbundið hámark mögulega innheimt skatttekjur sem nálguðust það sem tapaðist við fyrirhugaða lagabreytingu.
„Framangreint myndi leiða til stóraukinna fasteignaskatta í hluta sveitarfélaga, sem kalla …
Athugasemdir