Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
Ekki orð um hreindýr Zephyr minntist ekki einu orði á hreindýr í matsáætlun sinni um áformað vindorkuver á Fljótsdalsheiði. Þar eru þau þó, bæði í hagabeit og til að bera kálfa sína. Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson

Zephyr Iceland, sem vill reisa allt að 500 MW vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði, með allt að níutíu 150-200 metra háum vindmyllum, hafði ekki ætlað sér að gera grein fyrir losun gróðurhúsalofttegunda vegna framkvæmdarinnar eða meta áhrif hennar á loftslag.

Á þetta fellst Skipulagsstofnun ekki í áliti sínu á matsáætlun fyrirtækisins og segir það þurfa að meta losun á framkvæmdatíma, rekstratíma og við niðurrif ásamt því að taka til kolefnisspors búnaðar og annarra aðfanga.

Zephyr gerði heldur ekki ráð fyrir að meta áhrif framkvæmdarinnar á útivist og ferðaþjónustu. Múlaþing benti hins vegar á að Stuðlagil, einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands, væri í aðeins 4 kílómetra fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu og Óbyggðasetur segir að vindorkuverið myndi koma til með að hafa veruleg áhrif á upplifun ferðamanna.

Skipulagsstofnun segir að um víðtæk sjónræn áhrif yrði að ræða en að auki gæti vindorkuverið haft áhrif á ímynd svæðisins. Þess vegna fer stofnunin fram á að Zephyr meti gildi og aðdráttarafl svæðisins með viðhorfskönnunum og viðtölum við ferðamenn og útivistarfólk.

Þurfa að rannsaka fuglana og hreindýrin

Zephyr hafði heldur ekki ætlað sér að framkvæma ratsjármælingar við fuglarannsóknir á hinu áformaða framkvæmdasvæði heldur notast við snið- eða punktatalningar.

Náttúrufræðistofnun bendir á að þótt svæðið sé ekki innan skilgreinds mikilvægs fuglasvæðis þá séu nokkur slík í næsta nágrenni. Þar sé m.a. að finna mikilvægt varpland álfta og heiðargæsa, stórra fugla sem fljúgi í hópum sem séu alla jafna í hvað mestri hættu að lenda í áflugi við vindmyllur. Afar mikilvægt sé að far þessara tegunda um svæðið verði kortlagt eins nákvæmlega og mögulegt sé.

Undir þetta tekur Skipulagsstofnun í áliti sínu og segir að fram þurfi að fara ratstjármælingar á öllu framkvæmdasvæðinu á bæði varptíma og að vetrarlagi í tvö ár í röð.

SýnileikiÁ kortinu, sem Zephyr birtir í matsáætlun sinni, má sjá um það bil þá staði (merkt með fjólubláum lit) sem vindmyllur hins áformaða vindorkuvers myndu sjást frá.

Í matsáætlun Zephyr er hvergi minnst á hreindýr. Hins vegar er fullljóst að hreindýr nýta sér hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði. Á heiðinni eru að sögn Náttúrustofu Austurlands mikilvægir hagar þeirra og burðarsvæði.

Skipulagsstofnun segir að í næsta skrefi umhverfismats hinnar áformuðu virkjunar þurfi Zephyr að gera grein fyrir mikilvægi svæðisins fyrir hreindýr og lýsa því hvernig þau nýta svæðið á ólíkum árstímum. Gera þurfi grein fyrir búsvæðatapi þeirra og áhrifum á burðarsvæði, beitarsvæði og farleiðir.

Gæti klofið samfélag

Zephyr taldi í matsáætlun ekki þörf á sérstakri athugun á samfélagslegum áhrifum vegna hins fyrirhugaða vindorkuvers. Múlaþing vill að fjallað verði um fjölda starfa og ávinning sveitarfélagsins af framkvæmdinni en aðrir umsagnaraðilar, m.a. Landvernd og Náttúruverndarsamtök Austurlands, var rifjað upp að framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun, sem er í nágrenni hins áformaða vindorkuvers Zephyr, hafði neikvæð samfélagsleg áhrif í formi langvarandi deilna sem hafi klofið samfélagið og ollið samfélagsrofi.

Skipulagsstofnun tekur undir þessi sjónarmið og bendir á að um yrði að ræða umfangsmikla framkvæmd í dreifbýli sem gæti haft mikil áhrif á nærsamfélagið. Telur hún því að gera þurfi ítarlega grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar á samfélag.

„Hér er því um að ræða mjög umfangsmikla framkvæmd sem krefst mikils fjölda vindmylla og getur haft mikil umhverfisáhrif í för með sér.“
Úr áliti Skipulagsstofnunar

Zephyr fjallaði ekki um hættu á mengun frá vindorkuverinu í matsáætlun framkvæmdarinnar. Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að fyrirtækið þurfi að fjalla um notkun og meðhöndlun mengunarefna, möguleg mengunartilvik á framkvæmda-, rekstrar- og niðurrifstíma og leggja mat á hættu á að mengunarefni berist í grunn- eða yfirborðsvatn, s.s. í Jöklu. Þá þurfi í umhverfismatsskýrslu að greina frá losun örplasts vegna slits á spöðum vindmyllanna og leggja mat á möguleg áhrif þess á náttúruna.

Náttúruvá til staðar

Í matsáætlun Zephyr kemur fram að ekki sé hætta á náttúruvá við fyrirhugað vindorkuver og því sé ekki gert ráð fyrir umfjöllun um náttúruvá í umhverfismatsskýrslu.

Veðurstofan gagnrýnir þetta í umsögn sinni og bendir á að algengasta náttúruváin á Íslandi sé mikill vindhraði en í þessu tilviki mögulega líka slyddu- og skýjaísing.

Skipulagsstofnun tekur undir umsögn Veðurstofunnar og segir að í umhverismatsskýrslu þurfi að fjalla um náttúruvá vegna veðurs.

„Sú uppbygging sem er fyrirhuguð í Klausturseli svipar til nokkurra áforma um vindorkugarða sem Skipulagsstofnun hefur haft til málsmeðferðar og er eins og þau, án fordæma hér á landi,“ segir í niðurlagi álits Skipulagsstofnunar á matsáætlun Zephyr. „Vindorkugarðurinn í Klausturseli sker sig úr að því leyti að uppsett afl hans er ríflega tvöfalt meira en í öðrum vindorkugörðum. Hér er því um að ræða mjög umfangsmikla framkvæmd sem krefst mikils fjölda vindmylla og getur haft mikil umhverfisáhrif í för með sér. Skipulagsstofnun telur mikilvægt að umhverfismatið taki mið af þessu mikla umfangi framkvæmdarinnar og fylgi bestu starfsvenjum. Á það jafnt við um mat á umhverfisáhrifum sem og kynningu og samráð.“

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MA
    Matthías Arngrímsson skrifaði
    Þetta fyrirtæki hyggur líka á uppsetningu 43 vindmylla ofan í höfuðborgarsvæðinu, á Mosfellsheiði. Fyrir utan augljósa stórfellda sjónmengun af vindmyllum með spaða í 225 metra hæð í toppstöðu (Hallgrímskirkja er 74 metrar) þá hefur þetta afgerandi slæm áhrif á alla starfsemi almannaflugs, truflar sjónflugsleiðir þyrlna Landhelgisgæslunnar og skerðir verulega starfsemi Fisfélagsins á Hólmsheiði og gerir líklegast útaf við starfsemi Svifflugfélags Íslands á Sandskeiði við rætur Vífilsfells. Það hefur starfað sleitulaust frá 1936!
    3
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Að nokkurri mannveru skuli detta í hug svona framkvæmdir á
    einstakri náttúru.
    5
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Zephyr Iceland er í eigu Zephyr A.S sem er í eigu Norskra fjárfesta og Ketils Sigurjónssonar Orkuspekúlants. Norðmenn eiga 66% en Ketill 33%. Síðan á Ketill einkahlutafélag sem heitir Hreyfiafl og það á 33% í Zephyr Iceland. Þannig að Ketill á ca. 49% í þessu verkefni og ber ábyrgð á þessum blekkingum varðandi umhverfismatið. Viðurlögin eru engin svo þeir halda þessu bara áfram og auka þar með álag á eftirlitsstofnanir sem dregur úr eftirliti. Þetta er útpælt.
    10
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    Þeir láta ekki að sér hæða umhverfis- og vistníðingarnir. Í þeirra háttum kemur fátt á óvart... að láta sér detta þetta í hug. Þessi framkvæmd er amk. merki um sérkennilega glæphneigð á mörgum sviðum.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár