Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
Ekki orð um hreindýr Zephyr minntist ekki einu orði á hreindýr í matsáætlun sinni um áformað vindorkuver á Fljótsdalsheiði. Þar eru þau þó, bæði í hagabeit og til að bera kálfa sína. Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson

Zephyr Iceland, sem vill reisa allt að 500 MW vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði, með allt að níutíu 150-200 metra háum vindmyllum, hafði ekki ætlað sér að gera grein fyrir losun gróðurhúsalofttegunda vegna framkvæmdarinnar eða meta áhrif hennar á loftslag.

Á þetta fellst Skipulagsstofnun ekki í áliti sínu á matsáætlun fyrirtækisins og segir það þurfa að meta losun á framkvæmdatíma, rekstratíma og við niðurrif ásamt því að taka til kolefnisspors búnaðar og annarra aðfanga.

Zephyr gerði heldur ekki ráð fyrir að meta áhrif framkvæmdarinnar á útivist og ferðaþjónustu. Múlaþing benti hins vegar á að Stuðlagil, einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands, væri í aðeins 4 kílómetra fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu og Óbyggðasetur segir að vindorkuverið myndi koma til með að hafa veruleg áhrif á upplifun ferðamanna.

Skipulagsstofnun segir að um víðtæk sjónræn áhrif yrði að ræða en að auki gæti vindorkuverið haft áhrif á ímynd svæðisins. Þess vegna fer stofnunin fram á að Zephyr meti gildi og aðdráttarafl svæðisins með viðhorfskönnunum og viðtölum við ferðamenn og útivistarfólk.

Þurfa að rannsaka fuglana og hreindýrin

Zephyr hafði heldur ekki ætlað sér að framkvæma ratsjármælingar við fuglarannsóknir á hinu áformaða framkvæmdasvæði heldur notast við snið- eða punktatalningar.

Náttúrufræðistofnun bendir á að þótt svæðið sé ekki innan skilgreinds mikilvægs fuglasvæðis þá séu nokkur slík í næsta nágrenni. Þar sé m.a. að finna mikilvægt varpland álfta og heiðargæsa, stórra fugla sem fljúgi í hópum sem séu alla jafna í hvað mestri hættu að lenda í áflugi við vindmyllur. Afar mikilvægt sé að far þessara tegunda um svæðið verði kortlagt eins nákvæmlega og mögulegt sé.

Undir þetta tekur Skipulagsstofnun í áliti sínu og segir að fram þurfi að fara ratstjármælingar á öllu framkvæmdasvæðinu á bæði varptíma og að vetrarlagi í tvö ár í röð.

SýnileikiÁ kortinu, sem Zephyr birtir í matsáætlun sinni, má sjá um það bil þá staði (merkt með fjólubláum lit) sem vindmyllur hins áformaða vindorkuvers myndu sjást frá.

Í matsáætlun Zephyr er hvergi minnst á hreindýr. Hins vegar er fullljóst að hreindýr nýta sér hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði. Á heiðinni eru að sögn Náttúrustofu Austurlands mikilvægir hagar þeirra og burðarsvæði.

Skipulagsstofnun segir að í næsta skrefi umhverfismats hinnar áformuðu virkjunar þurfi Zephyr að gera grein fyrir mikilvægi svæðisins fyrir hreindýr og lýsa því hvernig þau nýta svæðið á ólíkum árstímum. Gera þurfi grein fyrir búsvæðatapi þeirra og áhrifum á burðarsvæði, beitarsvæði og farleiðir.

Gæti klofið samfélag

Zephyr taldi í matsáætlun ekki þörf á sérstakri athugun á samfélagslegum áhrifum vegna hins fyrirhugaða vindorkuvers. Múlaþing vill að fjallað verði um fjölda starfa og ávinning sveitarfélagsins af framkvæmdinni en aðrir umsagnaraðilar, m.a. Landvernd og Náttúruverndarsamtök Austurlands, var rifjað upp að framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun, sem er í nágrenni hins áformaða vindorkuvers Zephyr, hafði neikvæð samfélagsleg áhrif í formi langvarandi deilna sem hafi klofið samfélagið og ollið samfélagsrofi.

Skipulagsstofnun tekur undir þessi sjónarmið og bendir á að um yrði að ræða umfangsmikla framkvæmd í dreifbýli sem gæti haft mikil áhrif á nærsamfélagið. Telur hún því að gera þurfi ítarlega grein fyrir áhrifum framkvæmdarinnar á samfélag.

„Hér er því um að ræða mjög umfangsmikla framkvæmd sem krefst mikils fjölda vindmylla og getur haft mikil umhverfisáhrif í för með sér.“
Úr áliti Skipulagsstofnunar

Zephyr fjallaði ekki um hættu á mengun frá vindorkuverinu í matsáætlun framkvæmdarinnar. Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að fyrirtækið þurfi að fjalla um notkun og meðhöndlun mengunarefna, möguleg mengunartilvik á framkvæmda-, rekstrar- og niðurrifstíma og leggja mat á hættu á að mengunarefni berist í grunn- eða yfirborðsvatn, s.s. í Jöklu. Þá þurfi í umhverfismatsskýrslu að greina frá losun örplasts vegna slits á spöðum vindmyllanna og leggja mat á möguleg áhrif þess á náttúruna.

Náttúruvá til staðar

Í matsáætlun Zephyr kemur fram að ekki sé hætta á náttúruvá við fyrirhugað vindorkuver og því sé ekki gert ráð fyrir umfjöllun um náttúruvá í umhverfismatsskýrslu.

Veðurstofan gagnrýnir þetta í umsögn sinni og bendir á að algengasta náttúruváin á Íslandi sé mikill vindhraði en í þessu tilviki mögulega líka slyddu- og skýjaísing.

Skipulagsstofnun tekur undir umsögn Veðurstofunnar og segir að í umhverismatsskýrslu þurfi að fjalla um náttúruvá vegna veðurs.

„Sú uppbygging sem er fyrirhuguð í Klausturseli svipar til nokkurra áforma um vindorkugarða sem Skipulagsstofnun hefur haft til málsmeðferðar og er eins og þau, án fordæma hér á landi,“ segir í niðurlagi álits Skipulagsstofnunar á matsáætlun Zephyr. „Vindorkugarðurinn í Klausturseli sker sig úr að því leyti að uppsett afl hans er ríflega tvöfalt meira en í öðrum vindorkugörðum. Hér er því um að ræða mjög umfangsmikla framkvæmd sem krefst mikils fjölda vindmylla og getur haft mikil umhverfisáhrif í för með sér. Skipulagsstofnun telur mikilvægt að umhverfismatið taki mið af þessu mikla umfangi framkvæmdarinnar og fylgi bestu starfsvenjum. Á það jafnt við um mat á umhverfisáhrifum sem og kynningu og samráð.“

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MA
    Matthías Arngrímsson skrifaði
    Þetta fyrirtæki hyggur líka á uppsetningu 43 vindmylla ofan í höfuðborgarsvæðinu, á Mosfellsheiði. Fyrir utan augljósa stórfellda sjónmengun af vindmyllum með spaða í 225 metra hæð í toppstöðu (Hallgrímskirkja er 74 metrar) þá hefur þetta afgerandi slæm áhrif á alla starfsemi almannaflugs, truflar sjónflugsleiðir þyrlna Landhelgisgæslunnar og skerðir verulega starfsemi Fisfélagsins á Hólmsheiði og gerir líklegast útaf við starfsemi Svifflugfélags Íslands á Sandskeiði við rætur Vífilsfells. Það hefur starfað sleitulaust frá 1936!
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Að nokkurri mannveru skuli detta í hug svona framkvæmdir á
    einstakri náttúru.
    2
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Zephyr Iceland er í eigu Zephyr A.S sem er í eigu Norskra fjárfesta og Ketils Sigurjónssonar Orkuspekúlants. Norðmenn eiga 66% en Ketill 33%. Síðan á Ketill einkahlutafélag sem heitir Hreyfiafl og það á 33% í Zephyr Iceland. Þannig að Ketill á ca. 49% í þessu verkefni og ber ábyrgð á þessum blekkingum varðandi umhverfismatið. Viðurlögin eru engin svo þeir halda þessu bara áfram og auka þar með álag á eftirlitsstofnanir sem dregur úr eftirliti. Þetta er útpælt.
    7
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    Þeir láta ekki að sér hæða umhverfis- og vistníðingarnir. Í þeirra háttum kemur fátt á óvart... að láta sér detta þetta í hug. Þessi framkvæmd er amk. merki um sérkennilega glæphneigð á mörgum sviðum.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Vörðufell: Vatnsból sveitar eða rafhlaða vindorkuvera?
ÚttektVirkjanir

Vörðu­fell: Vatns­ból sveit­ar eða raf­hlaða vindorku­vera?

Orku­veita Reykja­vík­ur hætti við kynn­ing­ar­fund á áform­aðri virkj­un uppi á Vörðu­felli vegna and­stöðu land­eig­enda. „Við höf­um ekki áhuga á að gera þetta öðru­vísi en í sátt og góðri sam­vinnu við sam­fé­lag­ið,“ seg­ir Hera Gríms­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra hjá OR. „Fyr­ir okk­ur er vatn­ið mik­il­væg­ara en ódýrt raf­magn sem færi jafn­vel í raf­mynta­gröft eða stór­iðju,“ seg­ir land­eig­andi.
„Dísilknúnu rafbílarnir“ sennilega um ellefu talsins
ÚttektVirkjanir

„Dísil­knúnu raf­bíl­arn­ir“ senni­lega um ell­efu tals­ins

Í sum­ar hef­ur því ver­ið hald­ið fram, m.a. af ráð­herra, að „góð­ar lík­ur“ séu á því að raf­magns­bíl­ar á Vest­fjörð­um séu hlaðn­ir með raf­magni fram­leiddu úr olíu. Orku­stofn­un reikn­aði út fyr­ir Heim­ild­ina að dísil­knúnu raf­bíl­arn­ir hafi ver­ið mjög fá­ir enda fór lang­mest af þeirri olíu sem not­uð var á vara­afls­stöðv­ar til hús­hit­un­ar.

Mest lesið

Brosir gegnum sárin
1
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
4
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
6
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár