Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
Tómas Guðbjartsson skurðlæknir á Landspítalanum er viðriðinn eitt stærsta hneykslismál nútíma læknavísinda á Vesturlöndum. Mynd: KRISTINN INGVARSSON

Tómas Guðbjartsson læknir er kominn í leyfi frá Landspítalanum. Fréttaskýringaþátturinn Þetta helst á RÚV greindi fyrst frá og var þar haldið fram að brotthvarf Tómasar frá störfum tengdist aðkomu hans að plastbarkamálinu. Sögðust umsjónarmenn þáttarins hafa heimildir fyrir því að framtíð og staða Tómasar væri í skoðun hjá æðstu stjórnendum Landspítalans. Einhverjir teldu að hann yrði að hætta störfum vegna aðkomu sinnar að plastbarkaígræðslunni á Andemariam Beyene.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var það Tómas sjálfur sem óskaði þess að fara í leyfi frá störfum. Talsmenn Landspítala sögðust ekki geta tjáð sig um málið þegar Heimildin hafði samband.

Plastbarkamálið er eitt stærsta hneykslismál síðari ára í læknisfræði á Vesturlöndum. Í því fólst að skurðlæknirinn Paolo Macchiarini framkvæmdi tilraunakenndar aðgerðir þar sem plastbarkar voru græddir í manneskjur á einum virtasta spítala heims, Karolinska í Stokkhólmi. Var það án vísindalegra forsendna, án fyrri prófana á dýrum og án samþykkis vísindasiðanefndar Svíþjóðar. Fyrsti plastbarkinn var græddur í Andemariam Beyene árið 2011.

Aðkoma Tómasar að ígræðslunni

Andemariam, sem kom frá Erítreu, var búsettur á Íslandi og sendur í aðgerðina í Svíþjóð í gegnum Landspítalann. Var hann haldinn krabbameini í hálsi sem hafði tekið sig aftur upp. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariams – sá sem bar ábyrgð á og sá um meðferð hans. Tómas var þátttakandi í aðgerðinni árið 2011 og sá sem sá um eftirmeðferð á Íslandi.

Að áeggjan Macchiarinis breytti Tómas tilvísun um sjúkdómsástand sjúklings síns þannig að það liti út fyrir að búið væri að útiloka allar læknismeðferðir fyrir hann. Var það til að undirbyggja og réttlæta það að Andemariam gengist undir óprófaða tilraunaaðgerð í stað annarra meðferðarúrræða.

Ekkja Andemariams, Mehrawit Barya­mika­el Tes­faslase, hefur greint frá því að Macchiarini hafi talað mann hennar til og sagt við hann að án aðgerðarinnar myndi hann láta lífið. Maðurinn lést, sem og aðrir plastbarkaþegar, eftir að hafa gengist undir ígræðsluna. Dó hann hægum og kvalafullum dauðdaga en barkinn virkaði aldrei sem skyldi.

Ári eftir að Andemariam undirgekkst aðgerðina tóku hann, Macchiarini og Tómas Guðbjartsson þátt í málþingi við Háskóla Íslands. Á þinginu var aðgerðinni lýst sem kraftaverki nútíma læknavísinda. Var þessu haldið fram þrátt fyrir að ljóst væri að aðgerðin hefði ekki gengið sem skyldi. Macchiarini hélt í framhaldinu áfram að gera sambærilegar aðgerðir á öðru fólki. Var hann í fyrra dæmdur í fangelsi fyrir að hafa valdið Andemariam og tveimur öðrum sjúklingum líkamstjóni með aðgerðunum. 

Á síðasta ári bað Landspítalinn Mehrawit afsökunar fyrir aðkomu sína að málinu. Er spítalinn eina stofnunin sem hefur gert það að svo stöddu, en hvorki Karolinska-sjúkrahúsið né Karolinska-háskólinn hafa haft samband við ekkju Andemariams. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    beint í fangelsi með hann og engar 200kr. þótt farið sé yfir byrjunarreit . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu