Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Átök við Rauðahaf magnast í landi þar sem „versta mannúðarkrísa“ heimsins ríkir

Árás­ir Houtha í Jemen á Ísra­el og skipa­flutn­ing um Rauða­haf­ið hafa glætt göm­ul átök nýju lífi. Her­skip Banda­ríkj­anna grönd­uðu árás­ar­bát­um Houtha yf­ir helg­ina, en átök­in eru lið­ur í áfram­hald­andi ófriði Ír­ans við ná­granna­lönd sín og Banda­rík­in. Í Jemen hafa allt að 377 þús­und manns lát­ið líf­ið síð­an 2014 og neyð al­mennra borg­ara í land­inu er mik­il.

Átök við Rauðahaf magnast í landi þar sem „versta mannúðarkrísa“ heimsins ríkir
Meðlimir Houtha marsera í hergöngu Þúsundir nýútskrifaðra skæruliða Houtha marseruðu í hergöngu um götur borgarinnar Amran í Jemen, 20. desember síðastliðinn. Mynd: AFP

Eitt af því fjöldamarga sem gerðist þann 7. október í blóðugri árás Hamas-samtakanna á Ísrael var að langdrægri eldflaug Houtha var skotið á Ísraelsríki alla leið frá ríkinu Jemen fyrir botni Arabíuskagans. Jemen er staðsett í yfir 2.200 km fjarlægð frá Ísrael, sem jafngildir fjarlægðinni frá Íslandi til Þýskalands. Síðan þá hefur eldflaugunum áfram verið reglulega skotið á Ísrael og árásir Houtha á öll skip sem sigla um Rauðahafssund gert skipaflutninga nær ómögulega um hafið og bardagar brotist út á milli árásarbáta Houtha og herskipa Bandaríkjanna. Frekari útbreiðsla átaka Ísraela og Hamas, sem og Bandaríkjanna, Sádí-Arabíu og Írans eru í kortunum með þessum árásum Houtha.

„Versnandi öryggisaðstæður“ stöðva skipaflutninga

Fjöldamörg fyrirtæki hafa nú stöðvað flutninga sína um svæðið, til að mynda olíurisinn BP sem stöðvaði allan sinn flutning á olíu og jarðgasi um svæðið um óskilgreindan tíma, þar sem „versnandi öryggisaðstæður“ gerðu frekari umferð skipa háskalega. Hafið er ein helsta …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu