Eitt af því fjöldamarga sem gerðist þann 7. október í blóðugri árás Hamas-samtakanna á Ísrael var að langdrægri eldflaug Houtha var skotið á Ísraelsríki alla leið frá ríkinu Jemen fyrir botni Arabíuskagans. Jemen er staðsett í yfir 2.200 km fjarlægð frá Ísrael, sem jafngildir fjarlægðinni frá Íslandi til Þýskalands. Síðan þá hefur eldflaugunum áfram verið reglulega skotið á Ísrael og árásir Houtha á öll skip sem sigla um Rauðahafssund gert skipaflutninga nær ómögulega um hafið og bardagar brotist út á milli árásarbáta Houtha og herskipa Bandaríkjanna. Frekari útbreiðsla átaka Ísraela og Hamas, sem og Bandaríkjanna, Sádí-Arabíu og Írans eru í kortunum með þessum árásum Houtha.
„Versnandi öryggisaðstæður“ stöðva skipaflutninga
Fjöldamörg fyrirtæki hafa nú stöðvað flutninga sína um svæðið, til að mynda olíurisinn BP sem stöðvaði allan sinn flutning á olíu og jarðgasi um svæðið um óskilgreindan tíma, þar sem „versnandi öryggisaðstæður“ gerðu frekari umferð skipa háskalega. Hafið er ein helsta …
Athugasemdir