Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Meiri orkuframleiðsla ekki forsenda orkuöryggis almennings

Hætt­an á að al­menn­ing­ur verði und­ir í sam­keppni um raf­orku verð­ur til stað­ar óháð fjölda virkj­ana hverju sinni, seg­ir Halla Hrund Loga­dótt­ir orku­mála­stjóri. Sam­tök iðn­að­ar­ins ali á sundr­ung sem geti vart tal­ist gott vega­nesti fyr­ir frek­ari upp­bygg­ingu orku­mála hér á landi.

Meiri orkuframleiðsla ekki forsenda orkuöryggis almennings
Upp úr skotgröfunum Halla Hrund Logadóttir orkumálaráðherra segir að til að komast upp úr þeim skotgröfum sem orkumálin séu í þurfi metnað í samskikptum og úthald í verkefni í stað upphrópana. Mynd: Anton Brink/Orkustofnun

Umræðan um raforkuöryggi fer stundum í þær öfgar að engin raforka sé til í landinu, skrifar Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri í aðsendri grein sem birtist á Vísi á nýársmorgun. „Það rétta er að stór hluti orkunnar er bundinn í samningum fyrirtækja á milli sem stjórnvöld hlutast ekki til um. Það að tryggja öryggi raforku til almennings gengur því út á að tryggja að almenningur sitji ekki uppi með Svarta Pétur, sé tekið af sneiðinni hans án nokkurra varna.“

Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um orkumál að undanförnu. Í henni hafa verið notuð orð á borð við „tafapólitík“ þegar komi að því að reisa nýjar virkjanir og því haldið fram að með þeim hætti sé orkuöryggi almennings stefnt í hættu. Ekki sé næg orka til að uppfylla óskir allra og stórnotendur hafi seilst inn á heildsölumarkað raforku og þar með í þá orku sem venjuleg fyrirtæki og heimili landsins nota. 

„Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga,“ bendir orkumálastjóri hins vegar á í grein sinni.

Hún rifjar upp að í  kjölfar orkukrísunnar í Evrópu og aukinnar áherslu heimsins á grænni orku hafi tímabil umframeftirspurnar eftir endurnýjanlegri orku hér á landi gengið í garð. Í slíku umhverfi sé stöðug hætta á að heimili og venjuleg fyrirtæki verði undir í samkeppni við stærri raforkunotendur. „Ólíkt því sem víða þekkist eru stórir orkukaupendur, svokallaðir stórnotendur, ráðandi í raforkunotkuninni. Þeir nota um 80 prósent af raforkunni á Íslandi, önnur fyrirtæki um 15 prósent og heimili um 5 prósent,“ skrifar Halla Hrund. „Ef hugsað er um þessi hlutföll í kökusneiðum má í raun segja að áhættan á orkuskorti hjá almenningi sé sú að stærri orkunotendur ásælist kökusneiðar heimila og venjulegra fyrirtækja.“

Innleiða þarf öryggisventla

Fram til ársins 2003 bar Landsvirkjun lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en sú skylda var afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins í íslensk lög og er í dag ekki á hendi neins. Á ábyrgðina reynir hins vegar fyrst og fremst þegar umframeftirspurn er eftir orku líkt og nú er. Þá geti skapast hvati hjá ólíkum orkufyrirtækjum til að selja meira til stórra orkunotenda á kostnað almennings þegar enginn ber ábyrgð á þeim hópi eða hefur það hlutverk að bregðast við í neyð.

„Í landi eins og Íslandi þar sem orkuframleiðsla byggir á auðlindum náttúrunnar er sérlega mikilvægt að innleiða öryggisventla til að vernda almenning þar sem orkuframleiðsla sveiflast eftir tíðarfari hverju sinni,“ heldur Halla Hrund áfram. „Hætta á að almenningur verði undir í samkeppni um raforku verður til staðar óháð fjölda virkjana hverju sinni og þá sér í lagi ef nýir stærri orkukaupendur bjóða betur og tryggja sér þannig mikið magn raforku til lengri tíma.“

Nýtt frumvarp um raforkuöryggi

Til að bæta raforkuöryggi almennings lagði atvinnuveganefnd fyrir hönd ráðherra orkumála fram frumvarp til Alþingis í lok nýliðins árs. „Á meðan að háværir hagsmunahópar tókust á af hörku um málið var lykilaðilinn sem frumvarpið snýst um, almenningur, hins vegar hljóðlátur við vinnu og at hversdagsleikans að undirbúa komu jólahátíðar,“ skrifar orkumálastjóri. „Fólk mætti ekki á þingpallana heldur treysti því að allir ynnu saman að farsælli lausn.“

Sama megi segja um þann mikla fjölda venjulegra fyrirtækja eða rekstrareininga sem frumvarpinu var ætlað að vernda fyrir áhrifum orkuskorts og tilheyrandi verðhækkunum. Hér segist Halla Hrund til dæmis eiga við fjölbreytt fyrirtæki í ferðaþjónustu og bændur um land allt, líftæknifyrirtæki, verslanir Kringlunnar og Glerártorgs og svo mætti lengi telja.

Frumvarp nefndarinnar fól í sér heimild til ákvörðunar um viðbrögð þar sem orku í magni á hnífsoddi af orkuframleiðslu landsins væri tímabundið beint til almennings þegar gögn og greiningar frá aðilum á orkumarkaði sýndu fram á slíka þörf – og eingöngu sem tímabundið neyðarviðbragð. „Hún fól því langt í frá í sér handahófskennda handstýringu á markaðnum með inngripum í núverandi langtímasamninga stórnotenda eins og látið var í skína.“

Að mati Höllu Hrundar er þessi útfærsla þó ekki yfir gagnrýni hafin. Rými sé því fyrir umbætur en mikilvægast sé, óháð leiðum, að bregðast við nú í byrjun árs með lagabreytingu fyrir almenning.

„Opinber umræða og málefnaleg gagnrýni er mikilvæg fyrir þróun laga- og regluverks og enginn í samfélaginu okkar er yfir gagnrýni hafinn. Í hagsmunabaráttu getur hins vegar verið fín lína á milli þess að fara í manninn og boltann.“ Tiltekur hún sérstaklega Samtök iðnaðarins í þessu sambandi sem hafi hafnað frumvarpi með öllu og gagnrýndu meðal annars sérstaklega ummæli orkumálastjóra um að „almenningur fái að njóta raforku“.

Til skýringar, skrifar orkumálastjóri, er mikilvægt að átta sig á að skýrt er kveðið á um forgang heimila umfram aðra hagsmuni í Orkustefnu Íslands og Orkustofnun hefur lagalega skyldu til að vera ríkisstjórn til ráðgjafar um málefni stofnunarinnar svo sem um raforkuöryggi.

„Þegar meginmarkmið frumvarpsins er algjörlega virt að vettugi, líkt og gert var í umsögn Samtaka iðnaðarins, er ekki aðeins hagsmunum heimilanna ýtt til hliðar heldur einnig rekstrarhagsmunum fjölda venjulegra fyrirtækja í landinu sem falla undir gildissvið lagabreytingarinnar,“ skrifar Halla Hrund. „Með afdráttarlausri synjun á tilgangi frumvarpsins er sömuleiðis verið að etja saman almenningi; venjulegum fyrirtækjum og heimilum á móti orkufrekum iðnaði í landinu. Slíkt er óþarfi enda vel vitað að orkuöryggi Íslendinga í dag er ekki síst afrakstur orkufrekrar iðnaðaruppbyggingar fyrri kynslóða.“

Sú hugsun fyrirrennara að byggja upp iðnað, en á sama tíma hlúa ætíð um leið að orkuöryggi almennings, hafi lagt mikilvægan grunn að þeim lífsgæðum sem við búum við í dag. „Flestum er ljóst að fjölbreyttur iðnaður á Íslandi er mikilvægur fyrir nútíð og framtíð landsins. Að stuðla að sundrung og skipa í fylkingar getur vart talist gott veganesti fyrir frekari uppbyggingu orkumála hér á landi.“

70 prósent vindorkunnar fór í orkufrekan iðnað

Nýlegt dæmi um sundrung sem geti skapast ef almenningi þykir á hagsmunum þeirra troðið sé að finna í Noregi. „Þar snerist almenningur á móti orkumálunum þegar orkuverð til heimila hækkaði upp úr öllu valdi í orkukrísunni og vernd var ekki til staðar,“ rifjar Halla Hrund upp. Einnig hafi skapast miklar deilur um þróun vindorku í Noregi, meðal annars vegna þess að allt að 70% af raforkuframleiðslu vindorkuvera hefur farið í stækkun orkufreks iðnaðar og almenningur upplifi að á honum sé troðið með fölskum loforðum um að uppbyggingin myndi bæta orkuöryggi hans. „Öryggisventlar sem skapa almenningi skjól draga hins vegar úr líkum á aðstæðum og átökum sem þessum en samlyndi og tillitssemi við íbúa landsins hlýtur að vera hagsmunamál allra.“

Frumvarpið um orkuöryggi almennings verður aftur tekið til afgreiðslu nú í byrjun nýs árs og segir Halla Hrund að þá gefist tækifæri til að finna sameiginlegan flöt á skrefi fram á við. „Orkumálin hafa allt of lengi verið föst í skotgröfum. Til að komast upp úr þeim og leysa mál þarf nýjan tón og metnað í samskiptum og úthald í verkefnin í stað upphrópana.“

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Frábært að hafa orkumálastjóra sem ver heimilin og almenning - nú er óskandi að Alþingi geri það sama þegar frumvarpið verður tekið til afgreiðslu. Almenningur ætti að láta í sér heyra!
    3
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Algjör negla hjá Höllu Hrund. Þvælan í Samtökum Iðnaðarins og ýmsum í orkugeiranum varðandi glórulausa tvöföldun orkuframleiðslu á örskömmum tíma er það heimskulegasta sem ég hef séð á tæpri hálfri öld við störf í orkubransanum hérlendis og erlendis. Stjórnlaus frekjan og staurblind hagsmunagæslan er svo önnur mjög ógeðfeld hlið á málflutningi SI og ýmissa í orkugeiranum.
    14
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
3
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
4
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Háleit markmið formannanna þriggja
6
Fréttir

Há­leit markmið formann­anna þriggja

Lækk­un vaxta, auk­in verð­mæta­sköp­un í at­vinnu­lífi og efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki eru á með­al þess sem ný rík­is­stjórn ætl­ar sér að setja á odd­inn. En hún ætl­ar líka að ráð­ast í gerð Sunda­braut­ar, festa hlut­deild­ar­lán í sessi, hækka ör­orku­líf­eyri, kjósa um að­ild­ar­við­ræð­ur við ESB og svo mætti lengi telja. Hér verð­ur far­ið í gróf­um drátt­um yf­ir stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár