Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þorri útgjalda Sósíalistaflokksins vegna Samstöðvar og Vorstjörnu

Ár­ang­ur Sósí­al­ista­flokks Ís­lands í kosn­ing­un­um 2021 tryggði flokkn­um stór­aukn­ar tekj­um þrátt fyr­ir að hann hafi ekki náð inn á Al­þingi.

Þorri útgjalda Sósíalistaflokksins vegna Samstöðvar og Vorstjörnu
Forsvarsmaður Gunnar Smári Egilsson er helsta andlit Sósíalistaflokksins út á við. Hann er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, leiddi lista hans í öðru Reykjavíkurkjördæminu í síðustu kosningum og stýrir Samstöðinni. Mynd: Bára Huld Beck

Tekjur Sósíalistaflokks Íslands rúmlega tvöfölduðust milli áranna 2021 og 2022, þegar þær fóru úr rúmum 18 milljónum króna í 37 milljónir króna. Þar munaði mestu um að flokkurinn fékk framlag úr ríkissjóði eftir að hann náði yfir 2,5 prósent þröskuldinn í kosningunum 2021 sem þarf til að fá slíkt framlag, þrátt fyrir að hafa ekki náð inn þingmanni. Framlög frá hinu opinbera fóru úr því að vera 6,1 milljón króna 2021 í 27,8 milljónir króna 2022, en af þeirri upphæð komu 26 milljónir króna úr ríkissjóði. Framlög einstaklinga og félagsgjöld lækkuðu um 2,7 milljónir króna milli ára og voru 8,8 milljónir króna og framlög lögaðila voru einungis 100 þúsund krónur, sem komu allar frá Strandveiðifélagi Íslands. 

Sósíalistaflokkurinn var rekinn í 3,5 milljóna króna hagnaði á árinu 2022. Stærstu útgjaldaliðir flokksins voru rekstur skrifstofu og það sem er kallað „annar kynningar- og baráttukostnaður“, sem næstum þrjár af hverjum fjórum krónum sem …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár