Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Miðflokkurinn fær minna frá skattgreiðendum en meira frá útgerðinni

Fram­lög lög­að­ila til Mið­flokks­ins hafa auk­ist sam­hliða því að færri kusu flokk­inn. Flokk­ur fólks­ins fær all­ar sín­ar tekj­ur úr op­in­ber­um sjóð­um og Við­reisn eyddi miklu meira í þing­kosn­ing­ar en sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Miðflokkurinn fær minna frá skattgreiðendum en meira frá útgerðinni
Ólík staða Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar átti 83 milljónir króna í óráðstafað eigið fé en flokkur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir var með neikvætt óráðstafað eigið fé upp á 35 milljónir króna. Mynd: Bára Huld Beck

Enginn flokkur tapaði jafnmiklu fylgi í kosningunum 2021 og Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem helmingaðist og fékk 5,4 prósent atkvæða. Fjöldi þingmanna hans, sem hafði vaxið vegna flóttamanna úr Flokki fólksins, fór úr því að telja níu í að verða þrír. Og skömmu síðar tveir þegar Birgir Þórarinsson flutti sig yfir í Sjálfstæðisflokkinn. 

Ljóst var að þetta myndi hafa umtalsverð áhrif á fjármál Miðflokksins, sem fékk 100 af þeim 112 milljónum króna sem flokkurinn aflaði á því ári úr opinberum sjóðum, eða næstum níu af hverjum tíu krónum. 

Á árinu 2022 drógust tekjur flokksins verulega saman í kjölfar kosningaósigursins og voru í heild 66 milljónir króna. Þar af voru fjárframlög frá hinu opinbera 54 milljónir króna. Hlutfall þeirra var tæplega 82 prósent. Athygli vekur að framlög lögaðila og félagsgjöld hækkuðu samhliða því sem fylgi flokksins dróst saman. Alls gáfu lögaðilar Miðflokknum tæplega 6,8 milljónir króna á árinu 2022. Alls voru …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár